Byggja „risagagnaver“ : Endurnýta varma í upphitun húsa og gróðurhúsa Lovísa Arnardóttir skrifar 4. september 2024 07:52 Svona mun gagnaverið líta út. Mynd/atNorth Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth hyggst byggja sitt stærsta gagnaver til þessa í bænum Ølgod í Varde á Vestur Jótlandi í Danmörku. Í því verður sérstök áhersla á fyrirtæki sem nota mikið magn gagna. Gert er ráð fyrir að endurnýta varma frá gagnaverinu til að hita upp hús og aðra starfsemi í nágrenni við gagnaverið. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að gagnaverið verði byggt frá grunni á 174 hektara lóð og að það fái nafnið DEN02. Í gagnaverinu verður bæði hægt að fá hýsingu og sérsniðnar lausnir. DEN02 er fjórða gagnaverið sem atNorth hefur í byggingu á Norðurlöndum, en fyrir er atNorth með í rekstri þrjú gagnaver á Íslandi, tvö í Svíþjóð og tvö í Finnlandi. Taka á DEN02 gagnaverið í notkun síðla árs 2026. Í fyrsta áfanga verður það með afkastagetu upp á 250 megavött, en frekari stækkun möguleg í mörg hundruð megavatta afkastagetu. Stækkun verður í takti við eftirspurn líkt og gert er ráð fyrir í einingahönnun gagnavera atNorth. DEN02 er annað gagnaver atNorth sem rís í Danmörku, en hið fyrra, DEN01, er í grennd við Ballerup. Stefnt er að opnun þess fyrir annan ársfjórðung 2025. Í gagnaverinu verður, samkvæmt tilkynningu, sérstaklega verði hugað að þörfum fyrirtækja sem nota mikið magn gagna. Sem dæmi fyrirtæki sem bjóða upp á skýjaþjónustu auk mikillar reiknigetu [e. hyperscalers] og fyrirtæki sem keyra gervigreind og þunga tölvuvinnslu. „Óhætt er að segja að DEN02 sé fyrirmynd gagnavera framtíðar. Það er lifandi dæmi um nýsköpun í geiranum, með áherslu á orkunýtingu í hönnun og notkun nýjustu tækni á sviði endurnýtingar varma, góðu staðarvali í Danmörku og áherslu atNorth á sjálfbærni. Gagnaverið er kjörið fyrir hyperscale fyrirtæki og fyrirtæki á sviði gervigreindar sem vilja draga úr kolefnispori þungrar tölvuvinnslu sinnar,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth í tilkynningu. Kalda loftslagið henti vel Þar kemur einnig fram að það henti afar vel að reka gagnaver á Norðurlöndum. Kalda loftslagið kæli gagnaverin og lækki orkukostnað. Þá segir einnig að í uppbyggingu sinni leggi atNorth áherslu á hringrásarhagkerfið og hafi þegar skrifað undir samstarfssamning við Wa3rm sem er leiðandi fyrirtæki á sviði þróunar lausna til nýtingar úrgangstrauma. Með samstarfinu verður hægt að endurnýta varma frá DEN02 í iðnaðargróðurhúsum. Þá getur gagnaverið séð nærsamfélaginu fyrir upphitun húsa og heitu vatni í samstarfi við hitaveitu svæðisins. Eins skoðar atNorth möguleikann á því að laða að sjálfbæra orkuframleiðslu við gagnaverið með nýtingu vind- og sólarorku. „Það gleður okkur mjög að ganga til samstarfs við atNorth í sameiginlegri skuldbindingu okkar við hringrásarhagkerfið. Fyrsta flokks gagnaver á borð við DEN02 geta með markverðum hætti stutt aukna endurnýtingu með því að nýta hluti á borð við umframvarma. Í atNorth höfum við fundið samstarfsaðila sem deilir sýn okkar á endurnýtingu,“ Jacques Ejlerskov, forstjóri Wa3rm. Danmörk Tækni Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Tekjur stærsta gagnaversins jukust um milljarð en rekstrarafkoman versnaði Umsvif atNorth, sem starfrækir meðal annars þrjú gagnaver á Íslandi, héldu áfram að aukast á liðnu ári sem birtist meðal annars í liðlega sextán prósenta veltuaukningu en rekstrarhagnaður félagsins minnkaði hins vegar lítillega á sama tíma. Gagnaverið hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu í því skyni að fá hnekkt þeirri ákvörðun Skattsins að atNorth beri að greiða virðisaukaskatt hér á landi af þjónustu sem félagið veitir erlendum viðskiptavinum. 2. ágúst 2024 12:49 Hætta skerðingum til stórnotenda Skerðingar Landsvirkjunar á afhendingu raforku til stórnotenda hafa nú verið afnumdar. 7. maí 2024 14:26 Anna Kristín nýr framkvæmdastjóri hjá atNorth Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar (e. CDO, Chief Development Officer) gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth. 23. apríl 2024 11:11 Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10 Örn Yngvi til atNorth frá Controlant Örn Ingvi Jónsson hefur verið ráðinn til gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth í stöðu rekstrarstjóra á Íslandi. 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að gagnaverið verði byggt frá grunni á 174 hektara lóð og að það fái nafnið DEN02. Í gagnaverinu verður bæði hægt að fá hýsingu og sérsniðnar lausnir. DEN02 er fjórða gagnaverið sem atNorth hefur í byggingu á Norðurlöndum, en fyrir er atNorth með í rekstri þrjú gagnaver á Íslandi, tvö í Svíþjóð og tvö í Finnlandi. Taka á DEN02 gagnaverið í notkun síðla árs 2026. Í fyrsta áfanga verður það með afkastagetu upp á 250 megavött, en frekari stækkun möguleg í mörg hundruð megavatta afkastagetu. Stækkun verður í takti við eftirspurn líkt og gert er ráð fyrir í einingahönnun gagnavera atNorth. DEN02 er annað gagnaver atNorth sem rís í Danmörku, en hið fyrra, DEN01, er í grennd við Ballerup. Stefnt er að opnun þess fyrir annan ársfjórðung 2025. Í gagnaverinu verður, samkvæmt tilkynningu, sérstaklega verði hugað að þörfum fyrirtækja sem nota mikið magn gagna. Sem dæmi fyrirtæki sem bjóða upp á skýjaþjónustu auk mikillar reiknigetu [e. hyperscalers] og fyrirtæki sem keyra gervigreind og þunga tölvuvinnslu. „Óhætt er að segja að DEN02 sé fyrirmynd gagnavera framtíðar. Það er lifandi dæmi um nýsköpun í geiranum, með áherslu á orkunýtingu í hönnun og notkun nýjustu tækni á sviði endurnýtingar varma, góðu staðarvali í Danmörku og áherslu atNorth á sjálfbærni. Gagnaverið er kjörið fyrir hyperscale fyrirtæki og fyrirtæki á sviði gervigreindar sem vilja draga úr kolefnispori þungrar tölvuvinnslu sinnar,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth í tilkynningu. Kalda loftslagið henti vel Þar kemur einnig fram að það henti afar vel að reka gagnaver á Norðurlöndum. Kalda loftslagið kæli gagnaverin og lækki orkukostnað. Þá segir einnig að í uppbyggingu sinni leggi atNorth áherslu á hringrásarhagkerfið og hafi þegar skrifað undir samstarfssamning við Wa3rm sem er leiðandi fyrirtæki á sviði þróunar lausna til nýtingar úrgangstrauma. Með samstarfinu verður hægt að endurnýta varma frá DEN02 í iðnaðargróðurhúsum. Þá getur gagnaverið séð nærsamfélaginu fyrir upphitun húsa og heitu vatni í samstarfi við hitaveitu svæðisins. Eins skoðar atNorth möguleikann á því að laða að sjálfbæra orkuframleiðslu við gagnaverið með nýtingu vind- og sólarorku. „Það gleður okkur mjög að ganga til samstarfs við atNorth í sameiginlegri skuldbindingu okkar við hringrásarhagkerfið. Fyrsta flokks gagnaver á borð við DEN02 geta með markverðum hætti stutt aukna endurnýtingu með því að nýta hluti á borð við umframvarma. Í atNorth höfum við fundið samstarfsaðila sem deilir sýn okkar á endurnýtingu,“ Jacques Ejlerskov, forstjóri Wa3rm.
Danmörk Tækni Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Tekjur stærsta gagnaversins jukust um milljarð en rekstrarafkoman versnaði Umsvif atNorth, sem starfrækir meðal annars þrjú gagnaver á Íslandi, héldu áfram að aukast á liðnu ári sem birtist meðal annars í liðlega sextán prósenta veltuaukningu en rekstrarhagnaður félagsins minnkaði hins vegar lítillega á sama tíma. Gagnaverið hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu í því skyni að fá hnekkt þeirri ákvörðun Skattsins að atNorth beri að greiða virðisaukaskatt hér á landi af þjónustu sem félagið veitir erlendum viðskiptavinum. 2. ágúst 2024 12:49 Hætta skerðingum til stórnotenda Skerðingar Landsvirkjunar á afhendingu raforku til stórnotenda hafa nú verið afnumdar. 7. maí 2024 14:26 Anna Kristín nýr framkvæmdastjóri hjá atNorth Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar (e. CDO, Chief Development Officer) gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth. 23. apríl 2024 11:11 Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10 Örn Yngvi til atNorth frá Controlant Örn Ingvi Jónsson hefur verið ráðinn til gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth í stöðu rekstrarstjóra á Íslandi. 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Tekjur stærsta gagnaversins jukust um milljarð en rekstrarafkoman versnaði Umsvif atNorth, sem starfrækir meðal annars þrjú gagnaver á Íslandi, héldu áfram að aukast á liðnu ári sem birtist meðal annars í liðlega sextán prósenta veltuaukningu en rekstrarhagnaður félagsins minnkaði hins vegar lítillega á sama tíma. Gagnaverið hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu í því skyni að fá hnekkt þeirri ákvörðun Skattsins að atNorth beri að greiða virðisaukaskatt hér á landi af þjónustu sem félagið veitir erlendum viðskiptavinum. 2. ágúst 2024 12:49
Hætta skerðingum til stórnotenda Skerðingar Landsvirkjunar á afhendingu raforku til stórnotenda hafa nú verið afnumdar. 7. maí 2024 14:26
Anna Kristín nýr framkvæmdastjóri hjá atNorth Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar (e. CDO, Chief Development Officer) gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth. 23. apríl 2024 11:11
Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10
Örn Yngvi til atNorth frá Controlant Örn Ingvi Jónsson hefur verið ráðinn til gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth í stöðu rekstrarstjóra á Íslandi. 11. mars 2024 10:01