Við verðum að taka afstöðu NÚNA – Til að breyta framtíðinni okkar, því brotið fólk brýtur fólk! Steindór Þórarinsson skrifar 2. september 2024 15:00 Það hefur verið mikið talað um ofbeldisölduna sem hefur riðið yfir litla landið okkar á undanförnum misserum. Þegar ung stúlka missir lífið á menningarnótt, þá er það ekki bara sorglegt mál heldur er það vakning. Þetta er hróp á hjálp, hróp sem við verðum öll að hlusta á, sama hver staða okkar er í samfélaginu. Hvað er að gerast með unga fólkið okkar? Hvernig getum við, sem foreldrar, leiðbeinendur, og sem samfélag, brugðist við? Að læra á tilfinningar sínar, þeirra stærsta vopn Það er svo mikilvægt að skilja eitt: tilfinningar eru ekki óvinur okkar. Þær eru styrkur okkar, leiðarljós sem sýnir okkur hver við erum og hvað skiptir okkur máli. Þó að þær geti verið yfirþyrmandi, eins og reiði, sorg eða vonleysi, þá er það hvernig við veljum að bregðast við þeim sem mótar framtíð okkar. Það er ekkert veikleika merki að líða illa. Þvert á móti, það er merki um að þú ert mannlegur, lifandi, og með fullan rétt á að upplifa lífið í allri sinni fjölbreytni. Við þurfum að kenna unga fólkinu þetta, og skoða þetta í okkar eigin lífi. Ef þér líður illa, leitaðu hjálpar. Það er styrkur, ekki veikleiki. Við eigum það til að hugsa að við þurfum að taka okkur saman, að það sé eitthvað rangt við að finna fyrir tilfinningum, sérstaklega þegar þær eru sterkar. En það er algerlega rangt. Ef þú ert að berjast við tilfinningar sem þú átt erfitt með að stjórna, þá er fyrsta skrefið að viðurkenna þær. Að leita eftir hjálp er ekki veikleika merki, það er eitt af sterkustu skrefum sem þú getur tekið. Talaðu við einhvern – vin, fjölskyldumeðlim, fagmann – það er alltaf einhver til staðar sem er tilbúinn að hlusta. Við þurfum að sýna gott fordæmi og líta í eigin hegðun, en á sama tíma að koma þessu til unga fólksins líka! Foreldrar, verum vakandi – þetta er okkar ábyrgð líka Við verðum að horfast í augu við það að börnin okkar þurfa á okkur að halda meira en nokkru sinni fyrr. Þetta er ekki bara þeirra barátta, þetta er okkar allra barátta. Ef við lítum undan, þá erum við að leyfa hatrinu og ofbeldinu að ná rótum. Við verðum að vera til staðar fyrir börnin okkar, að hlusta á þau, skilja þau, og styðja þau í að finna styrk sinn og stað í lífinu. Þau þurfa ekki bara á reglunum okkar að halda, þau þurfa á kærleikanum okkar að halda. Við verðum að sýna þeim að tilfinningar eru eðlilegar og að það er í lagi að tala um þær. Samfélag – Stöndum saman í kærleika og samkennd Ef við ætlum að breyta þessari þróun, þá verðum við öll að taka höndum saman. Hatrið sem við sjáum blossa upp er aðeins spegilmynd af samfélaginu sem við höfum skapað. Við verðum að leggja áherslu á jákvæð gildi, að læra af mistökum okkar og horfa inn á við. Samkennd, kærleikur og umhyggja þetta eru ekki bara falleg orð, þau eru grunnstoðir heilbrigðs samfélags. Við þurfum að vera fyrirmyndir fyrir unga fólkið okkar. Ekki með ofbeldi eða hatri, heldur með því að sýna þeim leiðina til kærleika og virðingar. Það sem þú gerir skiptir máli. Hvernig þú talar við aðra, hvernig þú bregst við þegar þú sérð einhvern í erfiðleikum þetta er það sem mun móta framtíðina okkar. Það byrjar hjá þér, hjá okkur öllum. Ef við viljum sjá breytingu, þá verðum við sjálf að vera breytingin. Ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Að stinga einhvern, að beita ofbeldi, er ekki bara eitthvað sem gerist í augnablikinu. Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir geranda sem og fórnarlömb, fjölskyldur beggja aðila sem og fyrir allt samfélagið. Þetta er ekki bara ein afleiðing, heldur keðjuverkun sem getur skemmt líf fjölda fólks. Við verðum að hætta að horfa á þetta sem einangrað tilfelli og átta okkur á því að þetta er okkar ábyrgð. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og það er undir okkur komið að snúa þessari þróun við. Við getum breytt þessu, saman Við verðum að hætta að horfa í hina áttina. Við verðum að taka afstöðu NÚNA. Þetta er ekki eitthvað sem við getum sett á ís eða beðið með. Börnin okkar, framtíðin okkar, þurfa á okkur að halda. Það byrjar með okkur, og það byrjar með því að við lærum á tilfinningar okkar, tökum ábyrgð á gjörðum okkar og stöndum saman í kærleika og samkennd. Breytingin byrjar hér. Hún byrjar núna. Hún byrjar með þér. Lífið er dýrmætt, og saman getum við byggt upp samfélag þar sem það er metið að verðleikum. Verum sterk, verum hugrökk, og verum til staðar fyrir okkur sjálf, fyrir börnin okkar, og fyrir framtíðina. „Ef þú vilt breyta heiminum, farðu heim og elskaðu fjölskylduna þína.” Móðir Teresa Höfundur er ICF viðurkenndur markþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikið talað um ofbeldisölduna sem hefur riðið yfir litla landið okkar á undanförnum misserum. Þegar ung stúlka missir lífið á menningarnótt, þá er það ekki bara sorglegt mál heldur er það vakning. Þetta er hróp á hjálp, hróp sem við verðum öll að hlusta á, sama hver staða okkar er í samfélaginu. Hvað er að gerast með unga fólkið okkar? Hvernig getum við, sem foreldrar, leiðbeinendur, og sem samfélag, brugðist við? Að læra á tilfinningar sínar, þeirra stærsta vopn Það er svo mikilvægt að skilja eitt: tilfinningar eru ekki óvinur okkar. Þær eru styrkur okkar, leiðarljós sem sýnir okkur hver við erum og hvað skiptir okkur máli. Þó að þær geti verið yfirþyrmandi, eins og reiði, sorg eða vonleysi, þá er það hvernig við veljum að bregðast við þeim sem mótar framtíð okkar. Það er ekkert veikleika merki að líða illa. Þvert á móti, það er merki um að þú ert mannlegur, lifandi, og með fullan rétt á að upplifa lífið í allri sinni fjölbreytni. Við þurfum að kenna unga fólkinu þetta, og skoða þetta í okkar eigin lífi. Ef þér líður illa, leitaðu hjálpar. Það er styrkur, ekki veikleiki. Við eigum það til að hugsa að við þurfum að taka okkur saman, að það sé eitthvað rangt við að finna fyrir tilfinningum, sérstaklega þegar þær eru sterkar. En það er algerlega rangt. Ef þú ert að berjast við tilfinningar sem þú átt erfitt með að stjórna, þá er fyrsta skrefið að viðurkenna þær. Að leita eftir hjálp er ekki veikleika merki, það er eitt af sterkustu skrefum sem þú getur tekið. Talaðu við einhvern – vin, fjölskyldumeðlim, fagmann – það er alltaf einhver til staðar sem er tilbúinn að hlusta. Við þurfum að sýna gott fordæmi og líta í eigin hegðun, en á sama tíma að koma þessu til unga fólksins líka! Foreldrar, verum vakandi – þetta er okkar ábyrgð líka Við verðum að horfast í augu við það að börnin okkar þurfa á okkur að halda meira en nokkru sinni fyrr. Þetta er ekki bara þeirra barátta, þetta er okkar allra barátta. Ef við lítum undan, þá erum við að leyfa hatrinu og ofbeldinu að ná rótum. Við verðum að vera til staðar fyrir börnin okkar, að hlusta á þau, skilja þau, og styðja þau í að finna styrk sinn og stað í lífinu. Þau þurfa ekki bara á reglunum okkar að halda, þau þurfa á kærleikanum okkar að halda. Við verðum að sýna þeim að tilfinningar eru eðlilegar og að það er í lagi að tala um þær. Samfélag – Stöndum saman í kærleika og samkennd Ef við ætlum að breyta þessari þróun, þá verðum við öll að taka höndum saman. Hatrið sem við sjáum blossa upp er aðeins spegilmynd af samfélaginu sem við höfum skapað. Við verðum að leggja áherslu á jákvæð gildi, að læra af mistökum okkar og horfa inn á við. Samkennd, kærleikur og umhyggja þetta eru ekki bara falleg orð, þau eru grunnstoðir heilbrigðs samfélags. Við þurfum að vera fyrirmyndir fyrir unga fólkið okkar. Ekki með ofbeldi eða hatri, heldur með því að sýna þeim leiðina til kærleika og virðingar. Það sem þú gerir skiptir máli. Hvernig þú talar við aðra, hvernig þú bregst við þegar þú sérð einhvern í erfiðleikum þetta er það sem mun móta framtíðina okkar. Það byrjar hjá þér, hjá okkur öllum. Ef við viljum sjá breytingu, þá verðum við sjálf að vera breytingin. Ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Að stinga einhvern, að beita ofbeldi, er ekki bara eitthvað sem gerist í augnablikinu. Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir geranda sem og fórnarlömb, fjölskyldur beggja aðila sem og fyrir allt samfélagið. Þetta er ekki bara ein afleiðing, heldur keðjuverkun sem getur skemmt líf fjölda fólks. Við verðum að hætta að horfa á þetta sem einangrað tilfelli og átta okkur á því að þetta er okkar ábyrgð. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og það er undir okkur komið að snúa þessari þróun við. Við getum breytt þessu, saman Við verðum að hætta að horfa í hina áttina. Við verðum að taka afstöðu NÚNA. Þetta er ekki eitthvað sem við getum sett á ís eða beðið með. Börnin okkar, framtíðin okkar, þurfa á okkur að halda. Það byrjar með okkur, og það byrjar með því að við lærum á tilfinningar okkar, tökum ábyrgð á gjörðum okkar og stöndum saman í kærleika og samkennd. Breytingin byrjar hér. Hún byrjar núna. Hún byrjar með þér. Lífið er dýrmætt, og saman getum við byggt upp samfélag þar sem það er metið að verðleikum. Verum sterk, verum hugrökk, og verum til staðar fyrir okkur sjálf, fyrir börnin okkar, og fyrir framtíðina. „Ef þú vilt breyta heiminum, farðu heim og elskaðu fjölskylduna þína.” Móðir Teresa Höfundur er ICF viðurkenndur markþjálfi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun