Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Kristján Már Unnarsson skrifar 1. september 2024 23:00 Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands á Akureyri: „Akureyringarnir halda svolítið fast í það að hér sé vagga flugsins.“ Egill Aðalsteinsson Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. Það er óumdeilt að fyrsta flugið var í Vatnsmýrinni í Reykjavík og þar sýnir formaður Íslenska flugsögufélagsins okkur minnisvarða sem á stendur: Fyrsta flug á Íslandi 3. 9. 1919. Fyrsta flugvél Íslendinga flaug úr í Vatnsmýrinni í Reykjavík árið 1919. Hún var af gerðinni Avro 504.Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Þetta er mjög helgur staður fyrir flugáhugamenn,” segir Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, í fréttum Stöðvar 2. Og það er vitað nokkurn veginn hvar flugvélin hóf sig fyrst til flugs í Vatnsmýrinni. Sigurjón segir að með ljósmyndum sem teknar voru á fyrstu dögum flugsins sé nokkurn veginn hægt að festa staðsetninguna. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins: „Þetta er mjög helgur staður fyrir flugáhugamenn.”Egill Aðalsteinsson Þessi fyrsta tilraun Íslendinga til flugs reyndist heldur endasleppt. Ári eftir stofnun þessa fyrsta Flugfélags Íslands var það komið í þrot. Næsta tilraun var einnig gerð í Reykjavík; með stofnun Flugfélags Íslands númer tvö árið 1928. En það fór á sama veg. Það fór líka á hausinn. En þá var röðin komin að Norðlendingum. Við Strandgötuna á Akureyri stendur minnisvarði í fjöruborðinu sem Flugleiðir gáfu árið 1987 í tilefni af hálfrar aldar sögu samfellds atvinnuflugs á Íslandi og er ákveðin viðurkenning á stórmerkum þætti Akureyringa í flugsögunni. Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands.Egill Aðalsteinsson Agnar Kofoed Hansen, nýkominn frá Danmörku úr flugnámi, átti frumkvæðið. „Hann kemur til manna í Reykjavík en fær engar undirtektir. Menn voru búnir að brenna sig tvisvar á því að setja peninga í flugfélag þar. Hann kemur til Akureyrar og fær góðar viðtökur hjá kaupfélagsstjóranum Vilhjálmi Þór,“ segir Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands. Flugfélag Akureyrar var stofnað árið 1937, það keypti flugvélina TF-ÖRN og byggði flugskýli yfir hana við Hafnarstræti á Akureyri. „Þetta verður síðan Flugfélag Íslands, sem sameinast svo Loftleiðum 1973 og verður Flugleiðir og er í dag Icelandair,“ segir Hörður. TF-ÖRN, fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar, af gerðinni WACO YKS-7. Hún telst jafnframt fyrsta flugvél Icelandair.Minjasafn Akureyrar/Flugsafn Íslands En er þá hægt að segja að vagga atvinnuflugsins sé á Akureyri? „Agnar Kofoed Hansen segir sjálfur við vígslu Akureyrarflugvallar að hér sé vagga flugsins. Hann hafði auðvitað ekki gleymt því hvaðan fjármunirnir höfðu komið til þess að endurreisa flugið á Íslandi 1937,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands. „Þannig að Akureyringarnir halda svolítið fast í það að hér sé vagga flugsins. En ég vil einhvern veginn bara horfa svolítið á það að vagga flugsins er á mörgum stöðum. Ef þú ætlar að hafa vöggu flugsins bara á einum stað þá flýgurðu bara í hringi,“ segir Steinunn María. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar um Flugþjóðina, sem hefst á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld klukkan 19:10, verður fjallað um bernskuár flugsins á Íslandi. Hér er kynningarstikla Flugþjóðarinnar: Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Akureyrarflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Söfn Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Það er óumdeilt að fyrsta flugið var í Vatnsmýrinni í Reykjavík og þar sýnir formaður Íslenska flugsögufélagsins okkur minnisvarða sem á stendur: Fyrsta flug á Íslandi 3. 9. 1919. Fyrsta flugvél Íslendinga flaug úr í Vatnsmýrinni í Reykjavík árið 1919. Hún var af gerðinni Avro 504.Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Þetta er mjög helgur staður fyrir flugáhugamenn,” segir Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, í fréttum Stöðvar 2. Og það er vitað nokkurn veginn hvar flugvélin hóf sig fyrst til flugs í Vatnsmýrinni. Sigurjón segir að með ljósmyndum sem teknar voru á fyrstu dögum flugsins sé nokkurn veginn hægt að festa staðsetninguna. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins: „Þetta er mjög helgur staður fyrir flugáhugamenn.”Egill Aðalsteinsson Þessi fyrsta tilraun Íslendinga til flugs reyndist heldur endasleppt. Ári eftir stofnun þessa fyrsta Flugfélags Íslands var það komið í þrot. Næsta tilraun var einnig gerð í Reykjavík; með stofnun Flugfélags Íslands númer tvö árið 1928. En það fór á sama veg. Það fór líka á hausinn. En þá var röðin komin að Norðlendingum. Við Strandgötuna á Akureyri stendur minnisvarði í fjöruborðinu sem Flugleiðir gáfu árið 1987 í tilefni af hálfrar aldar sögu samfellds atvinnuflugs á Íslandi og er ákveðin viðurkenning á stórmerkum þætti Akureyringa í flugsögunni. Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands.Egill Aðalsteinsson Agnar Kofoed Hansen, nýkominn frá Danmörku úr flugnámi, átti frumkvæðið. „Hann kemur til manna í Reykjavík en fær engar undirtektir. Menn voru búnir að brenna sig tvisvar á því að setja peninga í flugfélag þar. Hann kemur til Akureyrar og fær góðar viðtökur hjá kaupfélagsstjóranum Vilhjálmi Þór,“ segir Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands. Flugfélag Akureyrar var stofnað árið 1937, það keypti flugvélina TF-ÖRN og byggði flugskýli yfir hana við Hafnarstræti á Akureyri. „Þetta verður síðan Flugfélag Íslands, sem sameinast svo Loftleiðum 1973 og verður Flugleiðir og er í dag Icelandair,“ segir Hörður. TF-ÖRN, fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar, af gerðinni WACO YKS-7. Hún telst jafnframt fyrsta flugvél Icelandair.Minjasafn Akureyrar/Flugsafn Íslands En er þá hægt að segja að vagga atvinnuflugsins sé á Akureyri? „Agnar Kofoed Hansen segir sjálfur við vígslu Akureyrarflugvallar að hér sé vagga flugsins. Hann hafði auðvitað ekki gleymt því hvaðan fjármunirnir höfðu komið til þess að endurreisa flugið á Íslandi 1937,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands. „Þannig að Akureyringarnir halda svolítið fast í það að hér sé vagga flugsins. En ég vil einhvern veginn bara horfa svolítið á það að vagga flugsins er á mörgum stöðum. Ef þú ætlar að hafa vöggu flugsins bara á einum stað þá flýgurðu bara í hringi,“ segir Steinunn María. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar um Flugþjóðina, sem hefst á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld klukkan 19:10, verður fjallað um bernskuár flugsins á Íslandi. Hér er kynningarstikla Flugþjóðarinnar:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Akureyrarflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Söfn Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44