Slysið hörmulega muni ekki hafa áhrif á vopnasendingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 22:01 Anatólíj Khraptsjanskíj, úkraínskur flugsérfræðingur í viðtali við AP-fréttaveituna. Flugsérfræðingur segist fullviss um að harmræn örlög flugmanns F-16 herþotu, sem Úkraínumenn fengu nýverið afhenta, muni ekki hafa áhrif á frekari vopnasendingar vesturvelda til Úkraínu. Enn er á huldu hvað nákvæmlega olli slysinu, sem fengið hefur mjög á úkraínsku þjóðina. „Ég hef ákveðið að víkja yfirmanni flughers Úkraínu úr starfi. Ég er í mikilli þakkarskuld við alla herflugmenn okkar, flugvirkja, alla hermenn og varnarsveitir okkar. Alla þá sem berjast af einurð fyrir Úkraínu til að ná árangri,“ sagði Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu í ávarpi sínu í gærkvöldi. Þar staðfesti hann brottrekstur Mykola Oleschuk hershöfðingja, yfirmanns flughersins. Selenski fer ekki nánar út í ástæður brottrekstrarins en líklegast þykir að þær megi rekja til þess þegar F-16 herþota brotlenti fyrr í vikunni, með þeim afleiðingum að flugmaður hennar lést. Ýjað hefur verið að því að Rússar hafi skotið flugvélina niður en bandaríski herinn telur ólíklegt að svo sé. „Hvað varðar orsakir brotlendingarinnar hafa þrjár ástæður verið gerðar opinberar. Mistök flugmanns, tæknileg bilun eða loftvarnarkerfi. Þetta eru þrjár orsakir af kannski tíu sem rannsóknaraðilar skoða,“ segir Anatólíj Khraptsjanskíj, úkraínskur flugsérfræðingur í viðtali við AP-fréttaveituna. Innan við mánuður er síðan Selenskí tók á móti F-16 flugvélinni, og fleirum til, sem Úkraínuher fékk að gjöf frá bandamönnum í vestri. Herinn hafði þá beðið lengi eftir þeim. „Ég er viss um að þetta muni ekki breyta þeirri ákvörðun að afhenda fleiri flugvélar því Úkraína þarf að styrkja lofvarnir sínar núna,“ segir Khraptsjanskíj. Síðasta sólarhringinn hafa bæði Rússar og Úkraínumenn gert mannskæðar árásir á andstæðinginn. Fimm létust í árás Úkraínumanna á rússnesku borgina Belgorod í gærkvöldi og sorgardegi var í dag lýst yfir í úkraínsku borginni Karkív, þar sem sjö fórust í sprengjuárás Rússa í gær. Fjórtán ára stúlka er á meðal látinna. Þá hafa fleiri Úkraínumenn fallið í árásum Rússa í dag. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rekur yfirmann flughersins Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur rekið yfirmann úkraínska flughersins eftir að ein af herþotum flughersins fórst. Flugmaður F-16 herþotu, sem Úkraínuher fékk nýlega að gjöf, lést þegar vélin hrapaði. 31. ágúst 2024 07:30 Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
„Ég hef ákveðið að víkja yfirmanni flughers Úkraínu úr starfi. Ég er í mikilli þakkarskuld við alla herflugmenn okkar, flugvirkja, alla hermenn og varnarsveitir okkar. Alla þá sem berjast af einurð fyrir Úkraínu til að ná árangri,“ sagði Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu í ávarpi sínu í gærkvöldi. Þar staðfesti hann brottrekstur Mykola Oleschuk hershöfðingja, yfirmanns flughersins. Selenski fer ekki nánar út í ástæður brottrekstrarins en líklegast þykir að þær megi rekja til þess þegar F-16 herþota brotlenti fyrr í vikunni, með þeim afleiðingum að flugmaður hennar lést. Ýjað hefur verið að því að Rússar hafi skotið flugvélina niður en bandaríski herinn telur ólíklegt að svo sé. „Hvað varðar orsakir brotlendingarinnar hafa þrjár ástæður verið gerðar opinberar. Mistök flugmanns, tæknileg bilun eða loftvarnarkerfi. Þetta eru þrjár orsakir af kannski tíu sem rannsóknaraðilar skoða,“ segir Anatólíj Khraptsjanskíj, úkraínskur flugsérfræðingur í viðtali við AP-fréttaveituna. Innan við mánuður er síðan Selenskí tók á móti F-16 flugvélinni, og fleirum til, sem Úkraínuher fékk að gjöf frá bandamönnum í vestri. Herinn hafði þá beðið lengi eftir þeim. „Ég er viss um að þetta muni ekki breyta þeirri ákvörðun að afhenda fleiri flugvélar því Úkraína þarf að styrkja lofvarnir sínar núna,“ segir Khraptsjanskíj. Síðasta sólarhringinn hafa bæði Rússar og Úkraínumenn gert mannskæðar árásir á andstæðinginn. Fimm létust í árás Úkraínumanna á rússnesku borgina Belgorod í gærkvöldi og sorgardegi var í dag lýst yfir í úkraínsku borginni Karkív, þar sem sjö fórust í sprengjuárás Rússa í gær. Fjórtán ára stúlka er á meðal látinna. Þá hafa fleiri Úkraínumenn fallið í árásum Rússa í dag.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rekur yfirmann flughersins Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur rekið yfirmann úkraínska flughersins eftir að ein af herþotum flughersins fórst. Flugmaður F-16 herþotu, sem Úkraínuher fékk nýlega að gjöf, lést þegar vélin hrapaði. 31. ágúst 2024 07:30 Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Rekur yfirmann flughersins Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur rekið yfirmann úkraínska flughersins eftir að ein af herþotum flughersins fórst. Flugmaður F-16 herþotu, sem Úkraínuher fékk nýlega að gjöf, lést þegar vélin hrapaði. 31. ágúst 2024 07:30
Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40
Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00