„Við snúum bökum saman og náum tökum á stöðunni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 14:18 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segist mest allra bera ábyrgð á dræmu fylgi flokksins eins og það mælist í skoðanakönnunum. Mælingar séu þó aðeins vísbending um stöðuna hverju sinni og ekki ávísun á niðurstöðu í kosningum. Auglýsing SUS sem birtist í Morgunblaðinu í morgun.Skjáskot Þetta sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í upphafi ræðu sem hann flytur á Flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram á hótel Hilton í dag. Hann sagðist ekki annað geta en byrjað á að ræða það „sem allir eru að hugsa um.“ Fylgi flokksins hefur undanfarna mánuði hægt og rólega minnkað og mældist nú síðast í skoðanakönnun Maskínu 13,9 prósent. Flokkurinn er þar með kominn undir Miðflokkinn, sem mældist með 15,3 prósent, þó munurinn sé ekki marktækur. Ungir sjálfstæðismenn eru uggandi yfir stöðunni, eins og líklega fleiri innan flokksins, en þeir birtu heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í morgun þar sem bent var á stöðuna og forystan spurð hvernig bregðast eigi við. Eins sagði Vilhjálmur Árnason ritari flokksins í viðtali á Bylgjunni í gær að staðan sé óviðunandi. Enginn ber meiri ábyrgð á því en ég sem formaður flokksins, þetta er alveg skýrt og sjálfsagt. Við látum skoðanakannanir ekki stjórna störfum okkar en við leiðum þær heldur ekki hjá okkur eða reynum að gera lítið úr þeim,“ sagði Bjarni. „Fylgið hefur lækkað, fylgið er óviðunandi. Við því verður að bregðast. Kannanir eru hins vegar ekki forlög eða óumflýjanleg niðurstaða, það sanna dæmin. Síðast í sumar í forsetakosningunum, að skoðanakannanir gefa vísbendingu um stöðuna á einum tímapunkti en eru ekki ávísun á niðurstöðu í kosningum. Ég lít svo á að staðan sé opin.“ Segir flokkinn hafa haft skýrt umboð Hann segir alla vita að það gerist ekki að sjálfu sér. Því sé spurningin sú hvernig sjálfstæðismenn ætli að bregðast við stöðunni. „Hvað gera íþróttalið sem mæta mótbyr og ganga í gegnum erfið tímabil? Við leggjumst ekki flöt á völlinn og bendum fingrum. Við snúum bökum saman og náum tökum á stöðunni. Allt byrjar á því, án þess gerist ekki neitt. Sundurleitur ósamstæður hópur nær aldrei neinum árangri. Um það vitnar stjórnmálasaga vinstri flokkanna á Íslandi.“ Hann segist hafa heyrt að ríkisstjórnarsamstarfið skaði flokkinn og honum takist ekki að koma málum sínum á framfæri. Hann skilji hvað átt sé við en minnir á að fyrir síðustu kosningar hafi ríkisstjórnarflokkarnir þrír - Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn - sagst vilja halda samstarfi áfram og hafi fengið til þess umboð. „Eftir því var hreinlega kallað. Stjórnarandstaðan var í molum. Enda kom það upp úr kössunum, enn og aftur, við fengum flest atkvæði. Skýrt umboð og við tókum áframhaldandi ábyrgð á stjórn landsins í samstarfi við þessa flokka.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Bein útsending: Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á hótel Hilton í dag. Hann hefst klukkan 13 og verður beint streymi frá hluta fundarins. 31. ágúst 2024 12:32 Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Auglýsing SUS sem birtist í Morgunblaðinu í morgun.Skjáskot Þetta sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í upphafi ræðu sem hann flytur á Flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram á hótel Hilton í dag. Hann sagðist ekki annað geta en byrjað á að ræða það „sem allir eru að hugsa um.“ Fylgi flokksins hefur undanfarna mánuði hægt og rólega minnkað og mældist nú síðast í skoðanakönnun Maskínu 13,9 prósent. Flokkurinn er þar með kominn undir Miðflokkinn, sem mældist með 15,3 prósent, þó munurinn sé ekki marktækur. Ungir sjálfstæðismenn eru uggandi yfir stöðunni, eins og líklega fleiri innan flokksins, en þeir birtu heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í morgun þar sem bent var á stöðuna og forystan spurð hvernig bregðast eigi við. Eins sagði Vilhjálmur Árnason ritari flokksins í viðtali á Bylgjunni í gær að staðan sé óviðunandi. Enginn ber meiri ábyrgð á því en ég sem formaður flokksins, þetta er alveg skýrt og sjálfsagt. Við látum skoðanakannanir ekki stjórna störfum okkar en við leiðum þær heldur ekki hjá okkur eða reynum að gera lítið úr þeim,“ sagði Bjarni. „Fylgið hefur lækkað, fylgið er óviðunandi. Við því verður að bregðast. Kannanir eru hins vegar ekki forlög eða óumflýjanleg niðurstaða, það sanna dæmin. Síðast í sumar í forsetakosningunum, að skoðanakannanir gefa vísbendingu um stöðuna á einum tímapunkti en eru ekki ávísun á niðurstöðu í kosningum. Ég lít svo á að staðan sé opin.“ Segir flokkinn hafa haft skýrt umboð Hann segir alla vita að það gerist ekki að sjálfu sér. Því sé spurningin sú hvernig sjálfstæðismenn ætli að bregðast við stöðunni. „Hvað gera íþróttalið sem mæta mótbyr og ganga í gegnum erfið tímabil? Við leggjumst ekki flöt á völlinn og bendum fingrum. Við snúum bökum saman og náum tökum á stöðunni. Allt byrjar á því, án þess gerist ekki neitt. Sundurleitur ósamstæður hópur nær aldrei neinum árangri. Um það vitnar stjórnmálasaga vinstri flokkanna á Íslandi.“ Hann segist hafa heyrt að ríkisstjórnarsamstarfið skaði flokkinn og honum takist ekki að koma málum sínum á framfæri. Hann skilji hvað átt sé við en minnir á að fyrir síðustu kosningar hafi ríkisstjórnarflokkarnir þrír - Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn - sagst vilja halda samstarfi áfram og hafi fengið til þess umboð. „Eftir því var hreinlega kallað. Stjórnarandstaðan var í molum. Enda kom það upp úr kössunum, enn og aftur, við fengum flest atkvæði. Skýrt umboð og við tókum áframhaldandi ábyrgð á stjórn landsins í samstarfi við þessa flokka.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Bein útsending: Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á hótel Hilton í dag. Hann hefst klukkan 13 og verður beint streymi frá hluta fundarins. 31. ágúst 2024 12:32 Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Bein útsending: Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á hótel Hilton í dag. Hann hefst klukkan 13 og verður beint streymi frá hluta fundarins. 31. ágúst 2024 12:32
Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25
Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent