Trump ætlar að kjósa gegn rétti til þungunarrofs Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2024 23:13 Aðgerðarsinnar sem berjast gegn þungunarrofi voru ekki par sáttir þegar Trump virtist gefa í skyn að hann ætlaði að greiða atkvæði með tillögu um að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í Flórída. Hann hefur nú tekið af allan vafa um það. AP/Charlie Neibergall Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, segist ætla að greiða atkvæði gegn breytingu á stjórnarskrá Flórída sem tryggði konum rétt til þungunarrofs. Nýleg lög þar leggja bann við þungunarrofi áður en margar konur vita að þær eigi von á sér. Repúblikanar í Flórída samþykkti ein ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum eftir að hæstiréttur landsins afnam rétt kvenna til þess fyrir tveimur árum. Þungunarrof þar er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu. Trump skipaði þrjá af sex hæstaréttardómurum sem kusu með því að afnema réttinn og hefur hreykt sér af því. Kjósendur í Flórída greiða atkvæði um breytingartillögu við stjórnarskrá ríkisins sem lögfesti rétt kvenna til þungunarrofs og felldi bannið úr gildi samhliða forseta- og þingkosningunum í nóvember. Afstaða Trump, sem er búsettur í Flórída, til tillögunnar var nokkuð óljós eftir að hann virtist gefa til kynna að hann ætlaði að greiða atkvæði með henni í gær. Það reitti stuðningsmenn hans úr röðum harðra andstæðinga þungunarrofs til reiði. Í viðtali við Fox-fréttastöðina í dag að sagði Trump að hann teldi sex vikna bannið í Flórída ganga of langt. Á móti nefndi hann að hann teldi demókrata of ofstækisfulla og fór enn með lygar um að þeir vildu leyfa „þungunarrof“ jafnvel eftir að barn er komið í heiminn. „Af þeirri ástæðu ætla ég að greiða atkvæði á móti,“ sagði Trump. Valið skýrt Í yfirlýsingu sem Kamala Harris, forsetaefni demókrata, sendi frá sér sagði hún að Trump hefði gert afstöðu sína til þungunarrofs morgunljósa og að hann ætlaði sér að styðja öfgafull boð og bönn. Næst ætluðu hann og repúblikanar að þrengja að aðgangi að getnaðarvörnum og frjósemismeðferðum. Valið í kosningunum væri skýrt. „Ég treysti konum til þess að taka sínar eigin ákvarðanir um heilsu sína og ég tel að ríkisvaldið ætti aldrei að koma upp á milli konu og læknis hennar,“ sagði Harris. Donald Trump Þungunarrof Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Repúblikanar í Flórída samþykkti ein ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum eftir að hæstiréttur landsins afnam rétt kvenna til þess fyrir tveimur árum. Þungunarrof þar er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu. Trump skipaði þrjá af sex hæstaréttardómurum sem kusu með því að afnema réttinn og hefur hreykt sér af því. Kjósendur í Flórída greiða atkvæði um breytingartillögu við stjórnarskrá ríkisins sem lögfesti rétt kvenna til þungunarrofs og felldi bannið úr gildi samhliða forseta- og þingkosningunum í nóvember. Afstaða Trump, sem er búsettur í Flórída, til tillögunnar var nokkuð óljós eftir að hann virtist gefa til kynna að hann ætlaði að greiða atkvæði með henni í gær. Það reitti stuðningsmenn hans úr röðum harðra andstæðinga þungunarrofs til reiði. Í viðtali við Fox-fréttastöðina í dag að sagði Trump að hann teldi sex vikna bannið í Flórída ganga of langt. Á móti nefndi hann að hann teldi demókrata of ofstækisfulla og fór enn með lygar um að þeir vildu leyfa „þungunarrof“ jafnvel eftir að barn er komið í heiminn. „Af þeirri ástæðu ætla ég að greiða atkvæði á móti,“ sagði Trump. Valið skýrt Í yfirlýsingu sem Kamala Harris, forsetaefni demókrata, sendi frá sér sagði hún að Trump hefði gert afstöðu sína til þungunarrofs morgunljósa og að hann ætlaði sér að styðja öfgafull boð og bönn. Næst ætluðu hann og repúblikanar að þrengja að aðgangi að getnaðarvörnum og frjósemismeðferðum. Valið í kosningunum væri skýrt. „Ég treysti konum til þess að taka sínar eigin ákvarðanir um heilsu sína og ég tel að ríkisvaldið ætti aldrei að koma upp á milli konu og læknis hennar,“ sagði Harris.
Donald Trump Þungunarrof Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira