Vertu gagnrýnin, greinandi og skapandi Martha Árnadóttir skrifar 30. ágúst 2024 21:54 Starfsfólk á vinnumarkaði hefur lengi staðið frammi fyrir hröðum breytingum vegna tækniþróunar og stafrænna umbreytinga, sem hafa orðið lykilþættir í nánast öllum atvinnugreinum. Gildir þá einu hvort þú ert verksmiðjuverkamaður, starfar í framlínu eða ert sérfræðingur á einhverju sviði, tæknin hefur haft eða mun hafa áhrif á starf þitt á einn eða annan hátt. Þetta sýna fjölmargar rannsóknir á sviði mannauðsþróunar og sjálfvirknivæðingar. Skýrslan Future of Jobs Report 2023, frá World Economic Forum, sem er ágætisplagg í sjálfu sér, varpar ljósi á mikilvægi ákveðinna hæfniþátta sem ennþá eru svo til alveg á mannlegu valdi eins og skapandi hugsun, greinandi- og gagnrýnin hugsun, þrautseigja, sveigjanleiki, sjálfsvitund og hvatning, leiðtogahæfni og að geta haft áhrif til góðs. Þessir mannlegu þættir verða lykilatriði þegar spurt er um hæfni mannauðsins á komandi árum, og ástæðan er einfaldlega sú að tæknin hefur enn ekki náð að sjálfvirknivæða þessa mannlegu hæfi að fullu. Af þeirri ástæðu er því spáð að eftirspurnin eftir slíkri hæfni muni stóraukast á næstu árum. Það segir okkur að sóknarfæri mannauðsins eru á þeim sviðum sem tæknin getur ekki auðveldlega tekið yfir, sem þýðir líka að sú hæfni verður sífellt verðmætari þar sem tækni með tilheyrandi sjálfvirknivæðingu verður stöðugt plássfrekari á vinnustaðnum. Það er mat margra, sem starfa á sviði mannauðsþróunar, að til að standast eftirspurnina eftir nefndum hæfniþáttum þurfi um 60% alls starfandi mannauðs að fá viðeigandi þjálfun fyrir árið 2027. Þetta undirstrikar það sem við vitum öll, það er mikilvægi þess að tryggja stöðuga hæfniþróun og þjálfun mannauðsins til að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem framtíðin ber í skauti sér. Það er í sjálfu sér merkilegt að þrátt fyrir hraða tækniþróun og sjálfvirknivæðingu á öllum sviðum, þá er það mannauðurinn sem er í brennidepli svo víða og má þar nefna meðal annars ráðstefnuna World Economic Forum Growth Summit 2023, en þar koma saman leiðtogar úr viðskiptum, stjórnmálum og fræðasamfélagi, til að ræða og þróa stefnumótun fyrir efnahagslegan vöxt og velmegun. Á ráðstefnunni var lögð sérstök áhersla á að þróun og nýting mannauðs er ennþá lykilþáttur í því að byggja upp og stuðla að velsæld á öllum sviðum. Þessi áhersla segir okkur að þó tæknin hafi mikil áhrif á störf og atvinnulíf, þá er það mannlegi þátturinn, hæfileikar, kunnátta, skynsemi og aðlögunarhæfni fólks, sem mun að lokum ráða úrslitum um framtíðarvelsæld og velmegun fyrirtækja, stofnana og samfélags. Þetta minnir okkur á að þrátt fyrir að framtíðin sé óviss og við sjáum oft aðeins toppinn á ísjakanum þegar kemur að komandi breytingum, er ljóst að þeir sem eru tilbúnir til að aðlagast og tileinka sér nýja hæfni munu hafa betri möguleika á að takast á við framtíðaráskoranir og nýta þau tækifæri sem tækniþróunin skapar - stundum kallað samkeppnishæfni mannauðs á markaðstorgi starfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Starfsfólk á vinnumarkaði hefur lengi staðið frammi fyrir hröðum breytingum vegna tækniþróunar og stafrænna umbreytinga, sem hafa orðið lykilþættir í nánast öllum atvinnugreinum. Gildir þá einu hvort þú ert verksmiðjuverkamaður, starfar í framlínu eða ert sérfræðingur á einhverju sviði, tæknin hefur haft eða mun hafa áhrif á starf þitt á einn eða annan hátt. Þetta sýna fjölmargar rannsóknir á sviði mannauðsþróunar og sjálfvirknivæðingar. Skýrslan Future of Jobs Report 2023, frá World Economic Forum, sem er ágætisplagg í sjálfu sér, varpar ljósi á mikilvægi ákveðinna hæfniþátta sem ennþá eru svo til alveg á mannlegu valdi eins og skapandi hugsun, greinandi- og gagnrýnin hugsun, þrautseigja, sveigjanleiki, sjálfsvitund og hvatning, leiðtogahæfni og að geta haft áhrif til góðs. Þessir mannlegu þættir verða lykilatriði þegar spurt er um hæfni mannauðsins á komandi árum, og ástæðan er einfaldlega sú að tæknin hefur enn ekki náð að sjálfvirknivæða þessa mannlegu hæfi að fullu. Af þeirri ástæðu er því spáð að eftirspurnin eftir slíkri hæfni muni stóraukast á næstu árum. Það segir okkur að sóknarfæri mannauðsins eru á þeim sviðum sem tæknin getur ekki auðveldlega tekið yfir, sem þýðir líka að sú hæfni verður sífellt verðmætari þar sem tækni með tilheyrandi sjálfvirknivæðingu verður stöðugt plássfrekari á vinnustaðnum. Það er mat margra, sem starfa á sviði mannauðsþróunar, að til að standast eftirspurnina eftir nefndum hæfniþáttum þurfi um 60% alls starfandi mannauðs að fá viðeigandi þjálfun fyrir árið 2027. Þetta undirstrikar það sem við vitum öll, það er mikilvægi þess að tryggja stöðuga hæfniþróun og þjálfun mannauðsins til að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem framtíðin ber í skauti sér. Það er í sjálfu sér merkilegt að þrátt fyrir hraða tækniþróun og sjálfvirknivæðingu á öllum sviðum, þá er það mannauðurinn sem er í brennidepli svo víða og má þar nefna meðal annars ráðstefnuna World Economic Forum Growth Summit 2023, en þar koma saman leiðtogar úr viðskiptum, stjórnmálum og fræðasamfélagi, til að ræða og þróa stefnumótun fyrir efnahagslegan vöxt og velmegun. Á ráðstefnunni var lögð sérstök áhersla á að þróun og nýting mannauðs er ennþá lykilþáttur í því að byggja upp og stuðla að velsæld á öllum sviðum. Þessi áhersla segir okkur að þó tæknin hafi mikil áhrif á störf og atvinnulíf, þá er það mannlegi þátturinn, hæfileikar, kunnátta, skynsemi og aðlögunarhæfni fólks, sem mun að lokum ráða úrslitum um framtíðarvelsæld og velmegun fyrirtækja, stofnana og samfélags. Þetta minnir okkur á að þrátt fyrir að framtíðin sé óviss og við sjáum oft aðeins toppinn á ísjakanum þegar kemur að komandi breytingum, er ljóst að þeir sem eru tilbúnir til að aðlagast og tileinka sér nýja hæfni munu hafa betri möguleika á að takast á við framtíðaráskoranir og nýta þau tækifæri sem tækniþróunin skapar - stundum kallað samkeppnishæfni mannauðs á markaðstorgi starfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar.
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun