Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2024 22:01 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, telur ekki ásættanlegt að Íslendingar geti ekki haldið úti einni gamalli flugvél til þess að gæta lögsögunnar. Vísir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. Flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið fjarri góðu gamni vegna bilunar undanfarna mánuði. Hún hefur einnig verið löngum stundum suður í Miðjarðarhafi við eftirlit fyrir Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði gloppur í starfsemi stofnunarinnar á meðan flugvélarinnar nyti ekki við í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Eins og aðstæður eru í veröldinni í dag þá teljum við þetta ekki fullnægjandi gæslu eins og hún er,“ sagði Georg. Eins og gæslunni væri núna háttað gætu óprúttnir aðilar sem vilji fara huldu höfði auðveldlega komist upp að ströndum landsins og inn í afskekkta firði án þess að Landhelgisgæslan hefði hugmynd um það. Gæslan teldi sig meðal annars hafa nokkuð örugga vissu fyrir því að fíkniefni væru flutt sjóleiðina til landsins. Oft fengið vitneskju um grunsamlegar skipaferðir við sæstrengi Ýmsar aðrar ógnir steðjuðu að landinu, að sögn Georgs. Hingað gætu komið skip frá óvinveittum þjóðum í óþekktum tilgangi, smygskip, fiskiskip sem stunduðu ólöglegar veiðar og annars konar botnstarfsemi. Sem dæmi um botnstarfsemi nefndi Georg stór skip sem kæmu til þess að sækja verðmæti úr flökum, allt að þrjá kílómetra niður á hafsbotn. Ekki væri víst að Landhelgisgæslan yrði slíkra skipa vör. „Við erum að tala um mengun líka, innviði okkar verðmætu sem eru sæstrengirnir sem eru ekki nógu vel varðir,“ sagði Georg Gæslan hafi oft fengið vitneskju um grunsamlegar skipaferðir nálægt sæstrengjum við landið. Um borð í TF-SIF. Vélin hefur dvalið langdvölum í útlöndum undanfarin ár en hún hefur verið framlag Íslands til Schengen-samstarfsins.Landhelgisgæslan Óásættanleg staða að geta ekki haldið úti einni flugvél Þrátt fyrir að TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, væri orðin fimmtán ára gömul sagði Georg hana gríðarlega öfluga. Hún væri búin öflugum radar- og myndavélabúnaði, hitaskyjnara og öllu því sem til þyrfti til að finna skip og annað sem flýtur ávatni. „Það má segja að hún geti fundið allt nema kafbáta,“ sagði forstjórinn. Með því að fljúga vélinni um það bil tvisvar í viku væri hægt að ná góðri yfirsýn yfir alla umferð um lögsögu Íslands. Georg sagðist áætla að það kostaði á bilinu þjúhundruð og fimmtíu til fjögur hundruð milljónir króna á ári. Flugvélin sinnti vissulega mikilvægu starfi, ekki síst yfir Miðjarðarhafi, og hún væri öflugt framlag landsins til Schengen-samstarfsins. Georg sagðist ekki telja óeðlilegt að vélin væri einn til tvo mánuði á ári í slíkum verkefnum. „En ekki stærstan hluta ársins eins og nú er orðið,“ sagði hann. Það væri lágmark að hans mati fyrir eyríki í miðju Atlantshafi sem eigi mikið undir hafinu að reka að minnsta kosti eina flugvél til þess að gæta landhelginnar. „Þessi staða sem nú er að geta ekki haldið úti einni fimmtán ára gamalli vél er aldeilis óásættanleg.“ Hafið Sæstrengir Landhelgisgæslan Rekstur hins opinbera Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið fjarri góðu gamni vegna bilunar undanfarna mánuði. Hún hefur einnig verið löngum stundum suður í Miðjarðarhafi við eftirlit fyrir Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði gloppur í starfsemi stofnunarinnar á meðan flugvélarinnar nyti ekki við í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Eins og aðstæður eru í veröldinni í dag þá teljum við þetta ekki fullnægjandi gæslu eins og hún er,“ sagði Georg. Eins og gæslunni væri núna háttað gætu óprúttnir aðilar sem vilji fara huldu höfði auðveldlega komist upp að ströndum landsins og inn í afskekkta firði án þess að Landhelgisgæslan hefði hugmynd um það. Gæslan teldi sig meðal annars hafa nokkuð örugga vissu fyrir því að fíkniefni væru flutt sjóleiðina til landsins. Oft fengið vitneskju um grunsamlegar skipaferðir við sæstrengi Ýmsar aðrar ógnir steðjuðu að landinu, að sögn Georgs. Hingað gætu komið skip frá óvinveittum þjóðum í óþekktum tilgangi, smygskip, fiskiskip sem stunduðu ólöglegar veiðar og annars konar botnstarfsemi. Sem dæmi um botnstarfsemi nefndi Georg stór skip sem kæmu til þess að sækja verðmæti úr flökum, allt að þrjá kílómetra niður á hafsbotn. Ekki væri víst að Landhelgisgæslan yrði slíkra skipa vör. „Við erum að tala um mengun líka, innviði okkar verðmætu sem eru sæstrengirnir sem eru ekki nógu vel varðir,“ sagði Georg Gæslan hafi oft fengið vitneskju um grunsamlegar skipaferðir nálægt sæstrengjum við landið. Um borð í TF-SIF. Vélin hefur dvalið langdvölum í útlöndum undanfarin ár en hún hefur verið framlag Íslands til Schengen-samstarfsins.Landhelgisgæslan Óásættanleg staða að geta ekki haldið úti einni flugvél Þrátt fyrir að TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, væri orðin fimmtán ára gömul sagði Georg hana gríðarlega öfluga. Hún væri búin öflugum radar- og myndavélabúnaði, hitaskyjnara og öllu því sem til þyrfti til að finna skip og annað sem flýtur ávatni. „Það má segja að hún geti fundið allt nema kafbáta,“ sagði forstjórinn. Með því að fljúga vélinni um það bil tvisvar í viku væri hægt að ná góðri yfirsýn yfir alla umferð um lögsögu Íslands. Georg sagðist áætla að það kostaði á bilinu þjúhundruð og fimmtíu til fjögur hundruð milljónir króna á ári. Flugvélin sinnti vissulega mikilvægu starfi, ekki síst yfir Miðjarðarhafi, og hún væri öflugt framlag landsins til Schengen-samstarfsins. Georg sagðist ekki telja óeðlilegt að vélin væri einn til tvo mánuði á ári í slíkum verkefnum. „En ekki stærstan hluta ársins eins og nú er orðið,“ sagði hann. Það væri lágmark að hans mati fyrir eyríki í miðju Atlantshafi sem eigi mikið undir hafinu að reka að minnsta kosti eina flugvél til þess að gæta landhelginnar. „Þessi staða sem nú er að geta ekki haldið úti einni fimmtán ára gamalli vél er aldeilis óásættanleg.“
Hafið Sæstrengir Landhelgisgæslan Rekstur hins opinbera Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels