„Teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 14:47 Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, tekur kraftmikilli umræðu um menntamál fagnandi. Hún hjálpi nýrri stofnun mjög. Vísir/Arnar Matsferill og aðrar þær breytingar sem til stendur að innleiða í menntakerfinu munu færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta segir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segir matsferil munu nýtast kennurum og nemendum mun betur en gömlu samræmdu prófin gerðu. Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu menntakerfisins allt frá því niðurstöður úr PISA könnuninni lágu fyrir en í ljós kom að frammistaða íslenskra nemenda í könnuninni var bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum. Í sumar hefur skýringa á þróuninni verið leitað. Því hefur verið velt upp hvort tímaleysi foreldra sé um að kenna, hvort bekkir séu of fjölmennir, skjátími sé of mikill og þá hefur verið fundið að námsögnum. Þá hefur verið kallað eftir fleiri mælitækjum til að greina stöðuna og hefur Viðskiptaráð Íslands jafnframt lagt orð í belg. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi, greindi frá því í skoðanapistli í Mogganum um helgina að hún hygðist leggja til að Reykjavíkurborg tæki aftur upp gömlu samræmdu prófin. Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri miðstöðvar menntunar- og skólaþjónustu segir hins vegar að matsferill sem til stendur að innleiða í áföngum sé matstæki, í honum felist safn samræmdra prófa til að fylgjast með stöðu og framvindu barna. „Þau [próf innan matsferils] eru örlítið styttri og hnitmiðaðri en þau eru samræmd; þetta eru allt samræmd próf þannig að foreldrar, nemendur og kennara og við í skólasamfélaginu getum fylgst með þróun og stöðu allan tímann þannig að allt tal um að við séum ekki með samræmd próf er byggt á misskilningi.“ Hafi kallað eftir samræmdu námsmati Matsferill muni koma að mun betri notum að mati Þórdísar. „Þau eru að nýtast kennurum miklu betur í sinni kennslu og þegar tilraunaverkefni eru í gangi, þegar verið er að skoða nýjar leiðir og aðferðir þá verðum við svo fljót að sjá hvort þær séu að virka, gömlu samræmdu prófin gátu það ekki, þau voru ekki einu sinni samanburðarhæf milli ára því þau voru svo ólík. Við teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta er auðvitað allt unnið í þéttu og miklu samráði við kennara af því þetta eru þeirra vinnutæki og þetta er það sem þau eru búin að kalla eftir.“ Þórdís fagnar ákaft aukinni umræðu um menntamál í landinu. Það hjálpi nýrri stofnun að skerpa fókusinn og starfsfólkið hlaupi jafnvel aðeins hraðar. Til dæmis verður innleiðing matsferils í stærðfræði flýtt. „Það sem við ætluðum upphaflega að gera var að fara með lesferilinn á næsta ári og ætluðum svo að taka stærðfræðina árið eftir, það var svona upphaflega hugmyndin. Núna þá ákváðum við að það væri bara skynsamlegt að taka þetta bæði saman þannig að við getum gefið örlítið í og klárað það. Auðvitað er þetta hellings áskorun en við viljum sýna að við tökum þetta alvarlega sem okkur er falið og bregðumst við,“ segir Þórdís. Skóla- og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06 Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08 Viðskiptaráð biður ráðuneytið um niðurstöður námsmats Viðskiptaráð hefur sent mennta- og barnamálaráðuneytinu upplýsingabeiðni um niðurstöður námsmats í grunnskólum. Í beiðninni er óskað eftir PISA-einkunnum, niðurstöðum samræmdra könnunarprófa og skólaeinkunnum sundurgreindum eftir grunnskólum. 13. ágúst 2024 13:11 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu menntakerfisins allt frá því niðurstöður úr PISA könnuninni lágu fyrir en í ljós kom að frammistaða íslenskra nemenda í könnuninni var bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum. Í sumar hefur skýringa á þróuninni verið leitað. Því hefur verið velt upp hvort tímaleysi foreldra sé um að kenna, hvort bekkir séu of fjölmennir, skjátími sé of mikill og þá hefur verið fundið að námsögnum. Þá hefur verið kallað eftir fleiri mælitækjum til að greina stöðuna og hefur Viðskiptaráð Íslands jafnframt lagt orð í belg. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi, greindi frá því í skoðanapistli í Mogganum um helgina að hún hygðist leggja til að Reykjavíkurborg tæki aftur upp gömlu samræmdu prófin. Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri miðstöðvar menntunar- og skólaþjónustu segir hins vegar að matsferill sem til stendur að innleiða í áföngum sé matstæki, í honum felist safn samræmdra prófa til að fylgjast með stöðu og framvindu barna. „Þau [próf innan matsferils] eru örlítið styttri og hnitmiðaðri en þau eru samræmd; þetta eru allt samræmd próf þannig að foreldrar, nemendur og kennara og við í skólasamfélaginu getum fylgst með þróun og stöðu allan tímann þannig að allt tal um að við séum ekki með samræmd próf er byggt á misskilningi.“ Hafi kallað eftir samræmdu námsmati Matsferill muni koma að mun betri notum að mati Þórdísar. „Þau eru að nýtast kennurum miklu betur í sinni kennslu og þegar tilraunaverkefni eru í gangi, þegar verið er að skoða nýjar leiðir og aðferðir þá verðum við svo fljót að sjá hvort þær séu að virka, gömlu samræmdu prófin gátu það ekki, þau voru ekki einu sinni samanburðarhæf milli ára því þau voru svo ólík. Við teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta er auðvitað allt unnið í þéttu og miklu samráði við kennara af því þetta eru þeirra vinnutæki og þetta er það sem þau eru búin að kalla eftir.“ Þórdís fagnar ákaft aukinni umræðu um menntamál í landinu. Það hjálpi nýrri stofnun að skerpa fókusinn og starfsfólkið hlaupi jafnvel aðeins hraðar. Til dæmis verður innleiðing matsferils í stærðfræði flýtt. „Það sem við ætluðum upphaflega að gera var að fara með lesferilinn á næsta ári og ætluðum svo að taka stærðfræðina árið eftir, það var svona upphaflega hugmyndin. Núna þá ákváðum við að það væri bara skynsamlegt að taka þetta bæði saman þannig að við getum gefið örlítið í og klárað það. Auðvitað er þetta hellings áskorun en við viljum sýna að við tökum þetta alvarlega sem okkur er falið og bregðumst við,“ segir Þórdís.
Skóla- og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06 Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08 Viðskiptaráð biður ráðuneytið um niðurstöður námsmats Viðskiptaráð hefur sent mennta- og barnamálaráðuneytinu upplýsingabeiðni um niðurstöður námsmats í grunnskólum. Í beiðninni er óskað eftir PISA-einkunnum, niðurstöðum samræmdra könnunarprófa og skólaeinkunnum sundurgreindum eftir grunnskólum. 13. ágúst 2024 13:11 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06
Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08
Viðskiptaráð biður ráðuneytið um niðurstöður námsmats Viðskiptaráð hefur sent mennta- og barnamálaráðuneytinu upplýsingabeiðni um niðurstöður námsmats í grunnskólum. Í beiðninni er óskað eftir PISA-einkunnum, niðurstöðum samræmdra könnunarprófa og skólaeinkunnum sundurgreindum eftir grunnskólum. 13. ágúst 2024 13:11