Fulltrúar Trump hrintu starfsmanni hermannagrafreits Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2024 19:29 Trump stillir upp blómsveig við minnisvarða um óþekkta hermenn í Arlington-grafreitnum í Virginíu á mánudag. Heimsóknin dróg dilk á eftir sér. AP/Alex Brandon Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump hrinti fulltrúa Bandaríkjahers þegar sá síðarnefndi brýndi fyrir honum reglur sem banna stjórnmálastarf í grafreit fallinna hermanna í vikunni. Framboðið sakaði starfsmann grafreitsins um að vera veikan á geði. Talsmaður Bandaríkjahers staðfesti í dag að starfsmanni Arlington-grafreitsins utan við Washington-borg hafi verið „hranalega ýtt til hliðar“ þegar hann brýndi fyrir starfsmönnum framboðs Trump að fylgja reglum. Uppákoman hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Hún átti sér stað þegar Trump heimsótti grafreitinn í boði fjölskyldna hermanna sem féllu í Afganistan sem styðja hann. Eftir að minningarathöfn lauk lét Trump meðal annars mynda sig brosandi og með þumalfingur á lofti með fjölskyldu eins fallins hermanns. President @realDonaldTrump visiting @ArlingtonNatl Cemetery this morning to lay wreaths with Gold Star families at the graves of our brave men & women who lost their lives 3 years ago today during the disastrous Afghanistan withdraw in 2021.Pictured with the family of Sgt.… pic.twitter.com/VKsbShGWWC— Corey R. Lewandowski (@CLewandowski_) August 26, 2024 Fljótlega greindi NPR frá því að tveir starfsmenn framboðs Trump hefðu hellt sér yfir og ýtt starfsmanni grafreitsins sem reyndi að banna þeim að taka myndir og taka upp myndefni í hluta grafreitsins þar sem hermenn sem féllu í Afganistan og Írak hvíla. Samkvæmt reglum grafreitsins verður að fá leyfi fyrir myndatökum. Alríkislög banna allt stjórnmálastarf í grafreitnum, þar á meðal framleiðsla á framboðsefni. Trump birti síðar myndefni úr grafreitnum á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýndi harðlega ákvörðun Joes Biden forseta um að draga herlið frá Afganistan. Þrettán bandarískir hermenn féllu og fleiri en 170 Afganir í sjálfsmorðssprengjuárás á Kabúlflugvelli við brottflutninginn fyrir þremur árum. Kölluðu starfsmanninn fyrirlitlegan og í geðrofi Framboð Trump þrætti fyrir að nokkur hefði stuggað við starfsmanni grafreitsins. Í yfirlýsingu sem framboðið sendi fyrst frá sér fullyrti það að starfsmaður grafreitsins hefði „augljóslega verið í geðrofi“. Leyfi fyrir myndatökunni hefði legið fyrir. Chris LaCivita, ráðgjafi framboðs Trump, bætti um betur og lýsti starfsmanni grafreitsins sem „fyrirlitlegum“ í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Hver sem þessi einstaklingur er, þá vanvirðir það karla og konur í hernum okar að dreifa þessum lygum,“ sagði hann. Talsmaður hersins rengir þetta í yfirlýsingu sem var gefin út í dag. Þar sagði að starfsmaður grafreitsins hefði komið fram af fagmennsku og forðast frekari átök. Starfsmaðurinn hefði síðan sætt ósanngjörnum árásum fulltrúa fyrrverandi foretans. Uppákoman hefði verið óheppileg en þar sem starfsmaðurinn hefði kosið að leggja ekki fram kæru vegna þess teldi herinn málinu lokið. Heimildarmaður AP-fréttastofunnar innan varnarmálaráðuneytisins fullyrti að starfsmenn Trump hefði verið varaðir við því að taka myndir í grafreitnum fyrir heimsóknina þangað. Washington Post segir að ráðuneytið hafi ekki viljað koma í veg fyrir að Trump heimsækti grafreitinn á mánudag en framboðið hefði fengið afdráttarlaus skilaboð um að lögunum um bann við að hann yrði nýttur í flokkspólitískri baráttu yrði framfylgt. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að konan sem lenti í starfsmönnum Trump hafi veigrað sér við að leggja fram kæru af ótta við að vera ofsótt af stuðningsmönnum forsetans. Annað eins hefur ítrekað gerst á undanförnum árum. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Talsmaður Bandaríkjahers staðfesti í dag að starfsmanni Arlington-grafreitsins utan við Washington-borg hafi verið „hranalega ýtt til hliðar“ þegar hann brýndi fyrir starfsmönnum framboðs Trump að fylgja reglum. Uppákoman hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Hún átti sér stað þegar Trump heimsótti grafreitinn í boði fjölskyldna hermanna sem féllu í Afganistan sem styðja hann. Eftir að minningarathöfn lauk lét Trump meðal annars mynda sig brosandi og með þumalfingur á lofti með fjölskyldu eins fallins hermanns. President @realDonaldTrump visiting @ArlingtonNatl Cemetery this morning to lay wreaths with Gold Star families at the graves of our brave men & women who lost their lives 3 years ago today during the disastrous Afghanistan withdraw in 2021.Pictured with the family of Sgt.… pic.twitter.com/VKsbShGWWC— Corey R. Lewandowski (@CLewandowski_) August 26, 2024 Fljótlega greindi NPR frá því að tveir starfsmenn framboðs Trump hefðu hellt sér yfir og ýtt starfsmanni grafreitsins sem reyndi að banna þeim að taka myndir og taka upp myndefni í hluta grafreitsins þar sem hermenn sem féllu í Afganistan og Írak hvíla. Samkvæmt reglum grafreitsins verður að fá leyfi fyrir myndatökum. Alríkislög banna allt stjórnmálastarf í grafreitnum, þar á meðal framleiðsla á framboðsefni. Trump birti síðar myndefni úr grafreitnum á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýndi harðlega ákvörðun Joes Biden forseta um að draga herlið frá Afganistan. Þrettán bandarískir hermenn féllu og fleiri en 170 Afganir í sjálfsmorðssprengjuárás á Kabúlflugvelli við brottflutninginn fyrir þremur árum. Kölluðu starfsmanninn fyrirlitlegan og í geðrofi Framboð Trump þrætti fyrir að nokkur hefði stuggað við starfsmanni grafreitsins. Í yfirlýsingu sem framboðið sendi fyrst frá sér fullyrti það að starfsmaður grafreitsins hefði „augljóslega verið í geðrofi“. Leyfi fyrir myndatökunni hefði legið fyrir. Chris LaCivita, ráðgjafi framboðs Trump, bætti um betur og lýsti starfsmanni grafreitsins sem „fyrirlitlegum“ í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Hver sem þessi einstaklingur er, þá vanvirðir það karla og konur í hernum okar að dreifa þessum lygum,“ sagði hann. Talsmaður hersins rengir þetta í yfirlýsingu sem var gefin út í dag. Þar sagði að starfsmaður grafreitsins hefði komið fram af fagmennsku og forðast frekari átök. Starfsmaðurinn hefði síðan sætt ósanngjörnum árásum fulltrúa fyrrverandi foretans. Uppákoman hefði verið óheppileg en þar sem starfsmaðurinn hefði kosið að leggja ekki fram kæru vegna þess teldi herinn málinu lokið. Heimildarmaður AP-fréttastofunnar innan varnarmálaráðuneytisins fullyrti að starfsmenn Trump hefði verið varaðir við því að taka myndir í grafreitnum fyrir heimsóknina þangað. Washington Post segir að ráðuneytið hafi ekki viljað koma í veg fyrir að Trump heimsækti grafreitinn á mánudag en framboðið hefði fengið afdráttarlaus skilaboð um að lögunum um bann við að hann yrði nýttur í flokkspólitískri baráttu yrði framfylgt. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að konan sem lenti í starfsmönnum Trump hafi veigrað sér við að leggja fram kæru af ótta við að vera ofsótt af stuðningsmönnum forsetans. Annað eins hefur ítrekað gerst á undanförnum árum.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira