Vegnir, metnir og léttvægir fundir Hjálmar Jónsson skrifar 29. ágúst 2024 15:00 Opið bréf til félaga í Blaðamannafélagi Íslands Ágætu félagar. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka ykkur traustið sem þið hafið sýnt mér í gegnum árin og áratugina með því að hafa stutt mig til forystustarfa í Blaðamannafélaginu frá árinu 1990. Sérstaklega þakka ég ykkur sem hafið hvergi hvikað þrátt fyrir það moldviðri sem þyrlað hefur verið upp vegna starfa minna fyrir félagið að undanförnu. Ég get fullvissað ykkur um það að ég hef í engu brugðist ykkar trausti. Staðreyndirnar tala einfaldlega sínu máli og fals um annað eru engum samboðnar, allra síst þeim sem kenna sig við blaðamennsku. Aðförin að mér hefur aldrei snúist um annað en hefnd vegna þess að ég gerði kröfu til þess að formaður félagsins gerði hreint fyrir sínum dyrum opinberlega þegar fjallað var um skattamál hans og meint ítrekuð skattalagabrot á opinberum vettvangi. Trúverðugleiki félagsins er undir og við sem blaðamenn getum ekki gert minni kröfur til okkur forystumanns og málsvara félagsins heldur en við gerum til annarra opinberra persóna. Svo einfalt er það. Þetta er smánarblettur á félaginu og að það sé ekki augljós sannleikur öllum blaðamönnum er verulegt áhyggjuefni. En það er ekki bara mín ómerkilega persóna sem er undir í þessu ömurlega málli öllu, heldur virðast hefndaraðgerðir einnig beinast gegn eldri félagsmönnum Blaðamannafélags Íslands, sem sestir eru í helgan stein eftir áratugastörf við blaðamennsku. Þá á svo gott sem að reka úr félaginu með því að svifta þá félagsréttindum samkvæmt tillögu stjórnar félagsins á framhaldaðalfundi félagsins í næstu viku. Það á sem sé að svifta þá atkvæðisrétti um málefni félagsins, sem er byggt upp fyrir félagsgjöld þeirra í gegnum tíðina. Eftir því sem ég best veit er þetta einsdæmi í íslenskri verkalýðssögu. Við örstutta skoðun á félagslögum annarra verkalýðsfélaga fann ég engin fordæmi. Það hefði einhvern tíma þótt fréttaefni að farið sé fram með þessum hætti. Í rökstuðningi með lagabreytingunni segir: “Mat stjórnar er að það sé óeðlilegt að ótilgreindur fjöldi fyrrum blaðamanna hafi atkvæðisrétt um málefni félagsins, hver er þar í forsvari og hvernig kjaramálum sé háttað (leturbr. mín).“ Tilvitnuð orð sýna ótrúlega vanþekkingu á starfsemi stéttarfélaga. Lífeyrisþegar hafa ekki atkvæðisrétt um kjarasamninga, verkföll eða vinnudeilur og hafa aldrei haft. Eðli málsins samkvæmt hafa þeir enga aðkomu að kjaramálum þar sem lífeyrisþegar eru ekki lengur starfandi á almennum vinnumarkaði. Auðvitað eiga þeir eins og aðir félagar hins vegar að geta haft áhrif á hverjir veljist til forystustarfa fyrir félagið og til þess hvernig fé þess er varið, enda það orðið til meðal annars vegna starfa þeirra í blaðamennsku og veru þeirra í félaginu. Það eru miklir hagsmunir undir og skiptir máli hvernig á er haldið, þar sem eignir Blaðamannafélagsins nema nú hátt í einum milljarði króna. Þær tífölduðust raunar að raungildir meðan undirritaður hélt þar um stjórnartaumana. Kjarni málsins er auðvitað sá að það á að svifta þennan hóp áhrifum innan Blaðamannafélagsins vegna þess að þorri hans er sömu skoðunar og undirritaður. Það er að það sé ófært að forystumaður félagsins svari ekki fyrir ásakanir um skattalagabrot sem komið hafa fram á opinberum vettvangi og stígi til hliðar. Í þeim efnum hefur formaður félagsins því miður tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni félagsins. Öll stéttarfélög sem ég þekki til leggja metnað sinn í að halda góðu sambandi við eldri félagsmenn sína sem látið hafa af störfum. Það gerði Blaðamannafélagið líka meðan ég réði þar einhverju. Vikulega yfir vetrarmánuðina hittust eldri félagsmenn í húsnæði félagsins og fengu sér kaffi og vínarbrauð og spjölluðu um landsins gagn og nauðsynjar. Þetta gerðu þeir í yfir 20 ár eða allt frá því að DV varð fyrst gjaldþrota árið 2003. Mér var raunar gefið að sök, í frægri samantekt KPMG, að hafa í heimildarleysi 800 sinnum á 20 árum vaknað klukkan sjö á morgnana á föstudögum til að fara í bakarí og Hagkaup til að kaupa inn fyrir þessa fundi. Af þessu vissu allir og oft voru stjórnarfundir félagsins á sama tíma og stjórnarmenn nutu þá veitinga og spjölluðu við eldri félaga. Allt eins og það átti að vera og stórfurðulegt að tína svona nokkuð til. Nú er hún Snorrabúð stekkur. Eldri félagsmenn eru ekki lengur velkomnir í sína eigin félagsaðstöðu í húsnæði Blaðamannafélagsins, sem var sannarlega keypt fyrir þeirra félagsgjöld í áratugi. Þeir hafa hrökklast með fundi sína annað. Hvernig getur stjórn Blaðamannafélags Íslands látið það viðgangast? Spyr sá sem ekki veit! Ágætu félagar. Ég hef í ljósi alls þessa velt því fyrir mér hvort rétt hafi verið af mér að standa fastur á því að formaður félagsins væri vanhæfur til að koma fram fyrir hönd félagsins í ljósi umræðu á opinberum vettvangi. Ég hef jafnan komist að þeirri niðurstöðu að það hafi verið það eina rétta. Ég var ekki bara starfsmaður á plani heldur einnig fyrrum formaður félagsins og framkvæmdastjóri. Mér bar sem slíkum að standa vörð um orðstí félagsins, þótt aðrar leiðir hefðu sannarlega verið auðveldari. Það sem hefur endanlega sannfært mig um réttmæti þess að stíga fast til jarðar eru vinnubrögðin í kjölfar brottreksturs míns. Vinnubrögð sem eru fordæmanleg að öllu leyti. Það var efnt skoðunar á reikningum Blaðamannafélagsins til tíu ára án þess að nokkuð misjafnt kæmi í ljós sem hélt vatni. Það var aldrei talað við mig á meðan þessi athugun fór fram hvað þá að mér væri gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum og skýringum. Heilum 37 mínútum áður en síðasti aðalfundur BÍ hófst fékk ég fyrst upphringingu þar sem lögmaður bauðst til að upplýsa mig um meintar ávirðingar mínar í skýrslu KPMG sem kynna átti á aðalfundinum. Ég hafnaði því að sjálfsögðu. Svokölluð skýrsla KPMG er síðan send til allra félagsmanna BÍ í kjölfarið. Þegar ég óskaði eftir því að skýringar mínar væru einnig sendar félagsmönnum var því hafnað alfarið og einnig beiðni minni um að birta þær vefsvæði félagsins. Ef þetta eru hugmyndir forystu Blaðamannafélags Íslands um opna og lýðræðislega umræðu og sanngjarna málsmeðferð er sannarlega illa fyrir okkur komið. Opin skoðanaskipti eru grundvallarforsenda blaðamennsku sem stendur undir nafni. Þessu til viðbótar hafa því miður verið gerðar breytingar á réttindum félagsmanna, sem standast ekki lög félagsins að mínu viti. Eldri félagsmenn eru samkvæmt félagslögum fullgildir félagsmenn og hafa sem slíkir notið sömu réttinda og aðrir félagsmenn hvað varðar úthlutanir úr sjóðum félagsins. Þetta hefur margsinnis verið rætt í stjórn félagsins í gegnum tíðina og aldrei verið breytt enda um hverfandi litlar upphæðir að ræða. Þessu fyrirkomulagi var fyrirvaralaust breytt í fyrravor með afturvirkum hætti. Það er að sjálfsögðu ólöglegt samkvæmt lögum félagsins og reglum um jafnræði félagsmanna. Að mínu viti er einungis hægt að breyta þessum reglum á aðalfundi með breytingum á lögum félagsins. Í öðru lagi, sem er mun alvarlegra mál og varðar afkomu þeirra félaga okkar sem lakast standa, hafa sjúkradagpeningar verið skertir verulega. Það er líka gert fyrirvaralaust og afturvirkt að mínu mati. Stéttarfélag sem stendur ekki vörð um afkomu þeirra sem lakast standa stendur ekki undir nafni. Ekkert í fjárhagsstöðu Blaðamannafélagsins réttlætir að ráðast með þessum hætti á kjör þeirra sem þurfa á sjúkradagpeningum að halda vegna langvarandi veikinda. Við áttum, þegar ég lét af störfum, yfir 100 milljónir króna í varasjóði og félagssjóður skilaði alltaf góðum afgangi meðan ég hélt um stjórnartaumana. Í tvígang ákvað stjórn félagsins að mínu frumkvæði að leggja styktarsjóði til 10 milljónir króna af jákvæðri afkomu félagssjóðs til að mæta halla vegna sjúkradagpeninga. Það er engin ástæða til að halda því ekki áfram í ljósri sterkrar fjárhagsstöðu félagsins úr því formanni félagsins tókst ekki það ætlunarverk sitt að semja í kjarasamningum um auknar greiðslur til styrktarsjóðs. Ágætu félagar. Það var ekki ætlun mín að hafa frekari afskipti af málefnum Blaðamannfélags Íslands og ég geng til þessa leiks tilneyddur. Mér finnst ég hafi lagt mitt af mörkum á undanförnum áratugum og að það sé mál að linni. Nýtt fólk á að taka við merkinu og móta sínar áherslur. Það er eðlilegur gangur lífsins. En nauðsyn brýtur lög. Málefnum félagsins er stefnt í óefni, eins og að framan greinir. Ég vil hvetja stjórn Blaðamannafélagsins til að hyggja að því hvert stefnir og gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar á starfsemi félagsins með hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi og samkvæmt því sem lög félagsins mæla fyrir um. Ég hafði skoðanir á því hvernig góð stéttarfélög ættu að starfa og reyndi að hrinda þeim í framkvæmd með hjálp þess góða og stóra hóps blaðamanna sem starfað hefur fyrir félagið í gegnum tíðina. Stéttarfélög eru millifærslukerfi sem eru til fyrir almenna félagsmenn en ekki þá sem halda um stjórnartaumana. Þess vegna lagði ég ávallt áherslu á að eins miklu væri skilað baka til félagsmanna og nokkur kostur væri og kostnaði við yfirbyggingu haldið í algjöru lágmarki. Ég hef aldrei fengið greiddan yfirvinnutíma eða orlofsdag hjá félaginu, hvað þá 10 milljónir, eins og nú virðist tíðkast. Ekkert bakvaktarálag var greitt þó ég væri með símann öll kvöld og helgar árið um kring, eins og félagsmenn margir hverjir geta vitnað um. Það var enginn til að leysa mig af. Ég tók heldur engin laun fyrir það að sinna verkefnum formanns jafnhliða verkefnum framkvæmdastjóra í 11 ár, né heldur það að sinna viðhaldi á fjórum orlofshúsum félagsins. Verkin sýna merkin. Á 20 árum þróaðist Blaðamannafélagið úr að vera með tvo starfsmenn í hlutastarfi í að vera með tvö full starfsgildi. Eignir félagsins hafa tífaldast að raungildi á þessum 20 árum, þrátt fyrir fjármálahrun og mestu kreppu á fjölmiðlamarkaði sem nokkru sinni hefur gengið yfir. Á sama tíma gerði ekkert félag jafnmikið fyrir félagsmenn sína og Blaðamannafélagið, ég fullyrði það. En nú er öldin önnur. Tveir starfsmenn í fullu starfi sinna starfi mínu á skrifstofu félagsins og þrír starfsmenn hafa verið ráðnir til þess að sjá um fjögur orlofshús félagsins. Það eru sum sé fimm starfsmenn að sinna þeim verkefnum sem ég sinnti einn hjá Blaðamannafélaginu í yfir 20 ár. Ég er hræddur um að það sé ekki sjálfbært til lengdar, þótt réttindi félagsmanna verði skert frá því sem nú er. Ágætu félagar. Það hafa verið forréttindi að fá að vinna fyrir Blaðamannafélagið í gegnum tíðina og hafa haft til þess traust. Ég er afar stoltur yfir þeim árangri sem náðist og að skila félagi með öfluga innviði til nýrra kynslóða blaðamanna. Nú er það þeirra að halda verkinu áfram og leggja sínar áherslur, en passa jafnframt upp á að rjúfa ekki tengslin við fortíðina. Höfundur er fyrrum formaður og framkvæmdastjóri BÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Stéttarfélög Fjölmiðlar Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til félaga í Blaðamannafélagi Íslands Ágætu félagar. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka ykkur traustið sem þið hafið sýnt mér í gegnum árin og áratugina með því að hafa stutt mig til forystustarfa í Blaðamannafélaginu frá árinu 1990. Sérstaklega þakka ég ykkur sem hafið hvergi hvikað þrátt fyrir það moldviðri sem þyrlað hefur verið upp vegna starfa minna fyrir félagið að undanförnu. Ég get fullvissað ykkur um það að ég hef í engu brugðist ykkar trausti. Staðreyndirnar tala einfaldlega sínu máli og fals um annað eru engum samboðnar, allra síst þeim sem kenna sig við blaðamennsku. Aðförin að mér hefur aldrei snúist um annað en hefnd vegna þess að ég gerði kröfu til þess að formaður félagsins gerði hreint fyrir sínum dyrum opinberlega þegar fjallað var um skattamál hans og meint ítrekuð skattalagabrot á opinberum vettvangi. Trúverðugleiki félagsins er undir og við sem blaðamenn getum ekki gert minni kröfur til okkur forystumanns og málsvara félagsins heldur en við gerum til annarra opinberra persóna. Svo einfalt er það. Þetta er smánarblettur á félaginu og að það sé ekki augljós sannleikur öllum blaðamönnum er verulegt áhyggjuefni. En það er ekki bara mín ómerkilega persóna sem er undir í þessu ömurlega málli öllu, heldur virðast hefndaraðgerðir einnig beinast gegn eldri félagsmönnum Blaðamannafélags Íslands, sem sestir eru í helgan stein eftir áratugastörf við blaðamennsku. Þá á svo gott sem að reka úr félaginu með því að svifta þá félagsréttindum samkvæmt tillögu stjórnar félagsins á framhaldaðalfundi félagsins í næstu viku. Það á sem sé að svifta þá atkvæðisrétti um málefni félagsins, sem er byggt upp fyrir félagsgjöld þeirra í gegnum tíðina. Eftir því sem ég best veit er þetta einsdæmi í íslenskri verkalýðssögu. Við örstutta skoðun á félagslögum annarra verkalýðsfélaga fann ég engin fordæmi. Það hefði einhvern tíma þótt fréttaefni að farið sé fram með þessum hætti. Í rökstuðningi með lagabreytingunni segir: “Mat stjórnar er að það sé óeðlilegt að ótilgreindur fjöldi fyrrum blaðamanna hafi atkvæðisrétt um málefni félagsins, hver er þar í forsvari og hvernig kjaramálum sé háttað (leturbr. mín).“ Tilvitnuð orð sýna ótrúlega vanþekkingu á starfsemi stéttarfélaga. Lífeyrisþegar hafa ekki atkvæðisrétt um kjarasamninga, verkföll eða vinnudeilur og hafa aldrei haft. Eðli málsins samkvæmt hafa þeir enga aðkomu að kjaramálum þar sem lífeyrisþegar eru ekki lengur starfandi á almennum vinnumarkaði. Auðvitað eiga þeir eins og aðir félagar hins vegar að geta haft áhrif á hverjir veljist til forystustarfa fyrir félagið og til þess hvernig fé þess er varið, enda það orðið til meðal annars vegna starfa þeirra í blaðamennsku og veru þeirra í félaginu. Það eru miklir hagsmunir undir og skiptir máli hvernig á er haldið, þar sem eignir Blaðamannafélagsins nema nú hátt í einum milljarði króna. Þær tífölduðust raunar að raungildir meðan undirritaður hélt þar um stjórnartaumana. Kjarni málsins er auðvitað sá að það á að svifta þennan hóp áhrifum innan Blaðamannafélagsins vegna þess að þorri hans er sömu skoðunar og undirritaður. Það er að það sé ófært að forystumaður félagsins svari ekki fyrir ásakanir um skattalagabrot sem komið hafa fram á opinberum vettvangi og stígi til hliðar. Í þeim efnum hefur formaður félagsins því miður tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni félagsins. Öll stéttarfélög sem ég þekki til leggja metnað sinn í að halda góðu sambandi við eldri félagsmenn sína sem látið hafa af störfum. Það gerði Blaðamannafélagið líka meðan ég réði þar einhverju. Vikulega yfir vetrarmánuðina hittust eldri félagsmenn í húsnæði félagsins og fengu sér kaffi og vínarbrauð og spjölluðu um landsins gagn og nauðsynjar. Þetta gerðu þeir í yfir 20 ár eða allt frá því að DV varð fyrst gjaldþrota árið 2003. Mér var raunar gefið að sök, í frægri samantekt KPMG, að hafa í heimildarleysi 800 sinnum á 20 árum vaknað klukkan sjö á morgnana á föstudögum til að fara í bakarí og Hagkaup til að kaupa inn fyrir þessa fundi. Af þessu vissu allir og oft voru stjórnarfundir félagsins á sama tíma og stjórnarmenn nutu þá veitinga og spjölluðu við eldri félaga. Allt eins og það átti að vera og stórfurðulegt að tína svona nokkuð til. Nú er hún Snorrabúð stekkur. Eldri félagsmenn eru ekki lengur velkomnir í sína eigin félagsaðstöðu í húsnæði Blaðamannafélagsins, sem var sannarlega keypt fyrir þeirra félagsgjöld í áratugi. Þeir hafa hrökklast með fundi sína annað. Hvernig getur stjórn Blaðamannafélags Íslands látið það viðgangast? Spyr sá sem ekki veit! Ágætu félagar. Ég hef í ljósi alls þessa velt því fyrir mér hvort rétt hafi verið af mér að standa fastur á því að formaður félagsins væri vanhæfur til að koma fram fyrir hönd félagsins í ljósi umræðu á opinberum vettvangi. Ég hef jafnan komist að þeirri niðurstöðu að það hafi verið það eina rétta. Ég var ekki bara starfsmaður á plani heldur einnig fyrrum formaður félagsins og framkvæmdastjóri. Mér bar sem slíkum að standa vörð um orðstí félagsins, þótt aðrar leiðir hefðu sannarlega verið auðveldari. Það sem hefur endanlega sannfært mig um réttmæti þess að stíga fast til jarðar eru vinnubrögðin í kjölfar brottreksturs míns. Vinnubrögð sem eru fordæmanleg að öllu leyti. Það var efnt skoðunar á reikningum Blaðamannafélagsins til tíu ára án þess að nokkuð misjafnt kæmi í ljós sem hélt vatni. Það var aldrei talað við mig á meðan þessi athugun fór fram hvað þá að mér væri gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum og skýringum. Heilum 37 mínútum áður en síðasti aðalfundur BÍ hófst fékk ég fyrst upphringingu þar sem lögmaður bauðst til að upplýsa mig um meintar ávirðingar mínar í skýrslu KPMG sem kynna átti á aðalfundinum. Ég hafnaði því að sjálfsögðu. Svokölluð skýrsla KPMG er síðan send til allra félagsmanna BÍ í kjölfarið. Þegar ég óskaði eftir því að skýringar mínar væru einnig sendar félagsmönnum var því hafnað alfarið og einnig beiðni minni um að birta þær vefsvæði félagsins. Ef þetta eru hugmyndir forystu Blaðamannafélags Íslands um opna og lýðræðislega umræðu og sanngjarna málsmeðferð er sannarlega illa fyrir okkur komið. Opin skoðanaskipti eru grundvallarforsenda blaðamennsku sem stendur undir nafni. Þessu til viðbótar hafa því miður verið gerðar breytingar á réttindum félagsmanna, sem standast ekki lög félagsins að mínu viti. Eldri félagsmenn eru samkvæmt félagslögum fullgildir félagsmenn og hafa sem slíkir notið sömu réttinda og aðrir félagsmenn hvað varðar úthlutanir úr sjóðum félagsins. Þetta hefur margsinnis verið rætt í stjórn félagsins í gegnum tíðina og aldrei verið breytt enda um hverfandi litlar upphæðir að ræða. Þessu fyrirkomulagi var fyrirvaralaust breytt í fyrravor með afturvirkum hætti. Það er að sjálfsögðu ólöglegt samkvæmt lögum félagsins og reglum um jafnræði félagsmanna. Að mínu viti er einungis hægt að breyta þessum reglum á aðalfundi með breytingum á lögum félagsins. Í öðru lagi, sem er mun alvarlegra mál og varðar afkomu þeirra félaga okkar sem lakast standa, hafa sjúkradagpeningar verið skertir verulega. Það er líka gert fyrirvaralaust og afturvirkt að mínu mati. Stéttarfélag sem stendur ekki vörð um afkomu þeirra sem lakast standa stendur ekki undir nafni. Ekkert í fjárhagsstöðu Blaðamannafélagsins réttlætir að ráðast með þessum hætti á kjör þeirra sem þurfa á sjúkradagpeningum að halda vegna langvarandi veikinda. Við áttum, þegar ég lét af störfum, yfir 100 milljónir króna í varasjóði og félagssjóður skilaði alltaf góðum afgangi meðan ég hélt um stjórnartaumana. Í tvígang ákvað stjórn félagsins að mínu frumkvæði að leggja styktarsjóði til 10 milljónir króna af jákvæðri afkomu félagssjóðs til að mæta halla vegna sjúkradagpeninga. Það er engin ástæða til að halda því ekki áfram í ljósri sterkrar fjárhagsstöðu félagsins úr því formanni félagsins tókst ekki það ætlunarverk sitt að semja í kjarasamningum um auknar greiðslur til styrktarsjóðs. Ágætu félagar. Það var ekki ætlun mín að hafa frekari afskipti af málefnum Blaðamannfélags Íslands og ég geng til þessa leiks tilneyddur. Mér finnst ég hafi lagt mitt af mörkum á undanförnum áratugum og að það sé mál að linni. Nýtt fólk á að taka við merkinu og móta sínar áherslur. Það er eðlilegur gangur lífsins. En nauðsyn brýtur lög. Málefnum félagsins er stefnt í óefni, eins og að framan greinir. Ég vil hvetja stjórn Blaðamannafélagsins til að hyggja að því hvert stefnir og gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar á starfsemi félagsins með hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi og samkvæmt því sem lög félagsins mæla fyrir um. Ég hafði skoðanir á því hvernig góð stéttarfélög ættu að starfa og reyndi að hrinda þeim í framkvæmd með hjálp þess góða og stóra hóps blaðamanna sem starfað hefur fyrir félagið í gegnum tíðina. Stéttarfélög eru millifærslukerfi sem eru til fyrir almenna félagsmenn en ekki þá sem halda um stjórnartaumana. Þess vegna lagði ég ávallt áherslu á að eins miklu væri skilað baka til félagsmanna og nokkur kostur væri og kostnaði við yfirbyggingu haldið í algjöru lágmarki. Ég hef aldrei fengið greiddan yfirvinnutíma eða orlofsdag hjá félaginu, hvað þá 10 milljónir, eins og nú virðist tíðkast. Ekkert bakvaktarálag var greitt þó ég væri með símann öll kvöld og helgar árið um kring, eins og félagsmenn margir hverjir geta vitnað um. Það var enginn til að leysa mig af. Ég tók heldur engin laun fyrir það að sinna verkefnum formanns jafnhliða verkefnum framkvæmdastjóra í 11 ár, né heldur það að sinna viðhaldi á fjórum orlofshúsum félagsins. Verkin sýna merkin. Á 20 árum þróaðist Blaðamannafélagið úr að vera með tvo starfsmenn í hlutastarfi í að vera með tvö full starfsgildi. Eignir félagsins hafa tífaldast að raungildi á þessum 20 árum, þrátt fyrir fjármálahrun og mestu kreppu á fjölmiðlamarkaði sem nokkru sinni hefur gengið yfir. Á sama tíma gerði ekkert félag jafnmikið fyrir félagsmenn sína og Blaðamannafélagið, ég fullyrði það. En nú er öldin önnur. Tveir starfsmenn í fullu starfi sinna starfi mínu á skrifstofu félagsins og þrír starfsmenn hafa verið ráðnir til þess að sjá um fjögur orlofshús félagsins. Það eru sum sé fimm starfsmenn að sinna þeim verkefnum sem ég sinnti einn hjá Blaðamannafélaginu í yfir 20 ár. Ég er hræddur um að það sé ekki sjálfbært til lengdar, þótt réttindi félagsmanna verði skert frá því sem nú er. Ágætu félagar. Það hafa verið forréttindi að fá að vinna fyrir Blaðamannafélagið í gegnum tíðina og hafa haft til þess traust. Ég er afar stoltur yfir þeim árangri sem náðist og að skila félagi með öfluga innviði til nýrra kynslóða blaðamanna. Nú er það þeirra að halda verkinu áfram og leggja sínar áherslur, en passa jafnframt upp á að rjúfa ekki tengslin við fortíðina. Höfundur er fyrrum formaður og framkvæmdastjóri BÍ.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun