Miðbærinn orðinn hættulegri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2024 14:06 Georg Leite rekur Kalda bar á Klapparstíg. Hann hefur búið á Íslandi í tæp þrjátíu ár. Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. Georg Leite, vertinn á Kalda á Klapparstíg, er til viðtals í nýjum þætti hlaðvarpsins Ein Pæling með Þórarni Hjartarsyni. Georg ræðir ofbeldi sem átti sér stað á Menningarnótt þar sem fjögur ungmenni voru stungin í tveimur hnífaárásum. Hann segir þetta ekki koma sér á óvart. „Nei, alls ekki, þetta er eitthvað sem að ég er búinn að vera tala um. Ég á tvítuga stelpu sem hefur undanfarin 5-6 ár verið á sínum unglingsárum. Undanfarið hef ég einfaldleg sagt henni að það sé bannað að fara niður í bæ þangað til að hún verður eldri.“ Íhugi að taka leigubíl heim úr vinnunni Georg segir frá því hversu hættulegt lífið hafi verið í heimalandi sínu Brasilíu. Raunveruleikinn á Íslandi hafi verið allt annar þegar hann kom hingað fyrst. Ísland hafi verið fullkomið. „Ég þurfti ekkert að pæla í þessu þegar ég kom til Íslands fyrir rúmum 30 árum síðan. En þetta er búið að breytast, og því miður get ég ekki sagt við dóttur mína að hún geti verið niður í bæ.“ Frá vettvangi hnífsstunguárásar í Skúlagötu á laugardagskvöld.vísir Georg er spurður því næst hvað hafi breyst, um það segir hann: „Það eru miklu fleiri unglingar niðri í bæ, og miklu meira allskonar niður í bæ. Miklu fleiri slagsmál, miklu fleiri árásir,“ segir Georg. Nú íhugi hann að taka leigubíl heim úr vinnu í miðbænum þrátt fyrir að búa í göngufæri sökum þess að hópar hafi gert sig líklega til að vilja slást við hann og bætir við: „Ísland er búið að opna fyrir allskonar og það er bara allskonar fólk niður í bæ.“ Aðspurður hvað honum finnst um þá umræðu um að aukin hætta í miðbæ Reykjavíkur sé ekki á rökum reist bendir hann á að að þó svo hægt fara niður í bæ án þess að lenda í vandræðum sé veruleikinn annar fyrir þá sem starfi á þessum vettvangi. „Ef að þú ferð niður í bæ einu sinni mánuði eða á þriggja mánaða fresti, þá getur þú kannski haldið að það sé allt í lagi. En fyrir okkur sem að erum að vinna þarna á hverjum einasta degi þá er það bara ekki það sama. Það eru allskonar hlutir að gerast.“ Glæpamenn þekki kerfið og gangi á lagið Georg telur vandann ekki snúast um bari og áfengi heldur hafi menning skemmtanalífsins á Íslandi breyst til muna. „Þetta er stórt vandamál, við þurfum að pæla í þessu betur; eiturlyfjum, gengjum, hvernig lögreglan er að tækla þetta. Ég þarf oft að henda manneskju út, sem verða bara slagsmál, manneskja sem er að lemja í allt og alla, svo fer hann út og lögreglan kemur og tekur hann. En hálftíma síðar er hann kominn til baka.“ Brot úr viðtalinu má sjá að neðan. Í sumum tilfellum komi viðkomandi vopnaður til baka. Þetta valdi því að glæpamenn virði reglur og lög að vettugi sökum þess að þeir komist upp með það. „Svona virkar kerfið, og fólk sem er að haga sér svona veit alveg hvernig kerfið virkar. Þau vita ef að þau koma til mín og gera eitthvað þá kemur ekkert fyrir hann, og hann getur lifað svona lífi í tvö til þrjú ár. Og það finnst mér skrýtið.“ Tímarnir séu breyttir. „Við þurfum að vinna saman með lögreglunni og það hvernig lögin virka, eins og með stunguárásum, slagsmál, hótanir, nauðganir. Þetta þarf að verða stífara.“ Reynsla af því að alast upp í Brasilíu valdi Georg örvæntingu Georg segir að þessi þróun til verri vegar valdi honum áhyggjum. „Þegar ég sé þetta gerast á Íslandi, þá verð ég auðvitað paranojaður. Ég er paranojaður af því að ég er frá Brasilíu. Þegar ég tala við börnin mín þá segja þau við mig að þetta sé nú bara Ísland og að það þurfi ekki að hafa áhyggjur.“ Hann sé hins vegar þjálfaður í því að vera á varðbergi eftir uppeldi í Brasilíu. Lögreglubíll á Klapparstíg.Vísir „Þannig að þegar ég sé þessa hluti vera að gerast hér niður í bæ, þá að sjálfsögðu verð ég paranojaður. Ég sé þetta bara koma, ég sé að þetta eru að verða erfiðari aðstæður.“ Hann skilur til dæmis ekkert í því hvernig fólk með langan brotaferil geti spígsporað um í miðbænum. Einn slíkur hafi líklega verið handtekinn 250 sinnum í miðbænum. „Ef manneskja er búin að vera handtekin 250 sinnum, hvað er hann að gera hérna? Á Íslandi, hvað er hann að gera í þessu umhverfi? Hvernig er hann með leyfi til þess að gera það sem hann er að gera án þess að nokkuð gerist?“ Frumvarp í smíðum Hann segist eiga erfitt með að skilja af hverju útlendingar sem brjóti sífellt af sér geti haldið landvistarleyfi. „Þurfum við að handtaka erlenda manneskju 250 sinnum til þess að henda þeim úr landinu?“ Lögreglan með viðbúnað í Bankastræti.Vísir/KTD Hann gagnrýnir vinnubrögð lögreglu og segir að oft sé erfitt að fá lögregluna til þess að taka á hlutum og að viðmót lögreglunnar sé oft á tíðum þannig að þau telji borgarana sjálfa eiga að leysa vandann. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt sjálfsagt að samfélagið geri þá kröfu að þeir sem búa hér á landi eða dvelja fari eftir íslenskum lögum. Hún hyggst leggja fram frumvarp á þinginu í vetur sem myndi gera yfirvöldum kleift að svipta fólk alþjóðlegri vernd, gerist það uppvíst að alvarlegum afbrotum. Hún leggur frumvarpið fram í haust, en það myndi aðeins gilda um afbrot framin eftir að lögin taka gildi. Mál Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Mohamads Kourani, hefur verið nokkuð til umfjöllunar að undanförnu. Fyrr í mánuðinum var hann dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal alvarlega líkamrásás og tilraun til manndráps. Um var að ræða fjórða refsidóminn yfir Mohamad frá því hann kom til landsins í byrjun árs 2017. Þann fyrsta hlaut hann áður en hann fékk samþykkta umsókn sína um alþjóðlega vernd. Næturlíf Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Mikill fjöldi lýst atburðarásinni við Skúlagötu Stúlka sem stungin var ítrekað með hníf í bíl við Skúlagötu að lokinni flugeldasýningunni á Menningarnótt er enn í lífshættu. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel. Mikill fjöldi fólks varð vitni að árásinni. 27. ágúst 2024 14:32 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi í miðborginni í gærkvöld var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraðsdómi Reykjavíkur til 30. ágúst að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25. ágúst 2024 22:24 Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. 25. ágúst 2024 08:23 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Georg Leite, vertinn á Kalda á Klapparstíg, er til viðtals í nýjum þætti hlaðvarpsins Ein Pæling með Þórarni Hjartarsyni. Georg ræðir ofbeldi sem átti sér stað á Menningarnótt þar sem fjögur ungmenni voru stungin í tveimur hnífaárásum. Hann segir þetta ekki koma sér á óvart. „Nei, alls ekki, þetta er eitthvað sem að ég er búinn að vera tala um. Ég á tvítuga stelpu sem hefur undanfarin 5-6 ár verið á sínum unglingsárum. Undanfarið hef ég einfaldleg sagt henni að það sé bannað að fara niður í bæ þangað til að hún verður eldri.“ Íhugi að taka leigubíl heim úr vinnunni Georg segir frá því hversu hættulegt lífið hafi verið í heimalandi sínu Brasilíu. Raunveruleikinn á Íslandi hafi verið allt annar þegar hann kom hingað fyrst. Ísland hafi verið fullkomið. „Ég þurfti ekkert að pæla í þessu þegar ég kom til Íslands fyrir rúmum 30 árum síðan. En þetta er búið að breytast, og því miður get ég ekki sagt við dóttur mína að hún geti verið niður í bæ.“ Frá vettvangi hnífsstunguárásar í Skúlagötu á laugardagskvöld.vísir Georg er spurður því næst hvað hafi breyst, um það segir hann: „Það eru miklu fleiri unglingar niðri í bæ, og miklu meira allskonar niður í bæ. Miklu fleiri slagsmál, miklu fleiri árásir,“ segir Georg. Nú íhugi hann að taka leigubíl heim úr vinnu í miðbænum þrátt fyrir að búa í göngufæri sökum þess að hópar hafi gert sig líklega til að vilja slást við hann og bætir við: „Ísland er búið að opna fyrir allskonar og það er bara allskonar fólk niður í bæ.“ Aðspurður hvað honum finnst um þá umræðu um að aukin hætta í miðbæ Reykjavíkur sé ekki á rökum reist bendir hann á að að þó svo hægt fara niður í bæ án þess að lenda í vandræðum sé veruleikinn annar fyrir þá sem starfi á þessum vettvangi. „Ef að þú ferð niður í bæ einu sinni mánuði eða á þriggja mánaða fresti, þá getur þú kannski haldið að það sé allt í lagi. En fyrir okkur sem að erum að vinna þarna á hverjum einasta degi þá er það bara ekki það sama. Það eru allskonar hlutir að gerast.“ Glæpamenn þekki kerfið og gangi á lagið Georg telur vandann ekki snúast um bari og áfengi heldur hafi menning skemmtanalífsins á Íslandi breyst til muna. „Þetta er stórt vandamál, við þurfum að pæla í þessu betur; eiturlyfjum, gengjum, hvernig lögreglan er að tækla þetta. Ég þarf oft að henda manneskju út, sem verða bara slagsmál, manneskja sem er að lemja í allt og alla, svo fer hann út og lögreglan kemur og tekur hann. En hálftíma síðar er hann kominn til baka.“ Brot úr viðtalinu má sjá að neðan. Í sumum tilfellum komi viðkomandi vopnaður til baka. Þetta valdi því að glæpamenn virði reglur og lög að vettugi sökum þess að þeir komist upp með það. „Svona virkar kerfið, og fólk sem er að haga sér svona veit alveg hvernig kerfið virkar. Þau vita ef að þau koma til mín og gera eitthvað þá kemur ekkert fyrir hann, og hann getur lifað svona lífi í tvö til þrjú ár. Og það finnst mér skrýtið.“ Tímarnir séu breyttir. „Við þurfum að vinna saman með lögreglunni og það hvernig lögin virka, eins og með stunguárásum, slagsmál, hótanir, nauðganir. Þetta þarf að verða stífara.“ Reynsla af því að alast upp í Brasilíu valdi Georg örvæntingu Georg segir að þessi þróun til verri vegar valdi honum áhyggjum. „Þegar ég sé þetta gerast á Íslandi, þá verð ég auðvitað paranojaður. Ég er paranojaður af því að ég er frá Brasilíu. Þegar ég tala við börnin mín þá segja þau við mig að þetta sé nú bara Ísland og að það þurfi ekki að hafa áhyggjur.“ Hann sé hins vegar þjálfaður í því að vera á varðbergi eftir uppeldi í Brasilíu. Lögreglubíll á Klapparstíg.Vísir „Þannig að þegar ég sé þessa hluti vera að gerast hér niður í bæ, þá að sjálfsögðu verð ég paranojaður. Ég sé þetta bara koma, ég sé að þetta eru að verða erfiðari aðstæður.“ Hann skilur til dæmis ekkert í því hvernig fólk með langan brotaferil geti spígsporað um í miðbænum. Einn slíkur hafi líklega verið handtekinn 250 sinnum í miðbænum. „Ef manneskja er búin að vera handtekin 250 sinnum, hvað er hann að gera hérna? Á Íslandi, hvað er hann að gera í þessu umhverfi? Hvernig er hann með leyfi til þess að gera það sem hann er að gera án þess að nokkuð gerist?“ Frumvarp í smíðum Hann segist eiga erfitt með að skilja af hverju útlendingar sem brjóti sífellt af sér geti haldið landvistarleyfi. „Þurfum við að handtaka erlenda manneskju 250 sinnum til þess að henda þeim úr landinu?“ Lögreglan með viðbúnað í Bankastræti.Vísir/KTD Hann gagnrýnir vinnubrögð lögreglu og segir að oft sé erfitt að fá lögregluna til þess að taka á hlutum og að viðmót lögreglunnar sé oft á tíðum þannig að þau telji borgarana sjálfa eiga að leysa vandann. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt sjálfsagt að samfélagið geri þá kröfu að þeir sem búa hér á landi eða dvelja fari eftir íslenskum lögum. Hún hyggst leggja fram frumvarp á þinginu í vetur sem myndi gera yfirvöldum kleift að svipta fólk alþjóðlegri vernd, gerist það uppvíst að alvarlegum afbrotum. Hún leggur frumvarpið fram í haust, en það myndi aðeins gilda um afbrot framin eftir að lögin taka gildi. Mál Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Mohamads Kourani, hefur verið nokkuð til umfjöllunar að undanförnu. Fyrr í mánuðinum var hann dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal alvarlega líkamrásás og tilraun til manndráps. Um var að ræða fjórða refsidóminn yfir Mohamad frá því hann kom til landsins í byrjun árs 2017. Þann fyrsta hlaut hann áður en hann fékk samþykkta umsókn sína um alþjóðlega vernd.
Næturlíf Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Mikill fjöldi lýst atburðarásinni við Skúlagötu Stúlka sem stungin var ítrekað með hníf í bíl við Skúlagötu að lokinni flugeldasýningunni á Menningarnótt er enn í lífshættu. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel. Mikill fjöldi fólks varð vitni að árásinni. 27. ágúst 2024 14:32 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi í miðborginni í gærkvöld var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraðsdómi Reykjavíkur til 30. ágúst að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25. ágúst 2024 22:24 Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. 25. ágúst 2024 08:23 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28
Mikill fjöldi lýst atburðarásinni við Skúlagötu Stúlka sem stungin var ítrekað með hníf í bíl við Skúlagötu að lokinni flugeldasýningunni á Menningarnótt er enn í lífshættu. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel. Mikill fjöldi fólks varð vitni að árásinni. 27. ágúst 2024 14:32
Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34
Sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi í miðborginni í gærkvöld var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraðsdómi Reykjavíkur til 30. ágúst að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25. ágúst 2024 22:24
Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. 25. ágúst 2024 08:23
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent