„Prísáhrif“ í verðbólgutölum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2024 12:24 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, vonar að verð haldi áfram að lækka eða standi í það minnsta í stað. vísir/samsett Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. Verðbólga mælist nú sex prósent og minnkar um 0,3 prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri mælingu á vísitölu neysluverðs. Án húsnæðis mælist verðbólgan 3,6 prósent. Athygli vekur að verð á matvælum lækkar um 0,5 prósent á milli mánaða og er það í fyrsta sinn í þrjú ár sem sá liður í vísitölu neysluverðs lækkar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, fagnar þessu. „Ég tel það það nokkuð víst að þarna gætir áhrifa frá nýjum keppinauti á markaði, Prís, og að það sé ástæða lækkunar í fyrsta skipti þennan tíma. Það virðist vera sem það hafi verið tækifæri til að lækka verð töluvert,“ segir Breki. Nýleg athugun verðlagseftirlits ASÍ rennir stoðum undir þessa kenningu. Samkvæmt henni var verðlag á opnunardegi verslunarinnar lægra en í Bónus og Krónuninni í um 96% tilfella. Í tíu prósent tilvika var munurinn yfir tíu prósentum. Samdægurs voru verð á MS ostum lækkuð í Bónus, niður að verðinu sem bauðst í Prís. Breki vonar að þessi þróun haldi áfram en hefur þungar áhyggjur af öðrum liðum mælingarinnar. „Við sjáum þarna að tæpur helmingur árshækkunar verðbólgunnar er vegna húsnæðisliðar og þarna hljóta stjórnvöld að grípa inn og hafa miklar áhyggjur. Eins sjáum við á milli mánaða að hiti og rafmagn hækkar um 3,3 prósent, sem er töluvert. Stjórnvöld hljóta að taka það til alvarlegrar skoðunar að setja einhvers skonar þak á rafmagn til heimila líkt og hefur verið gert í nágrannalöndum.“ Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í byrjun október en vextir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósent í eitt ár. Greinendur hafa talið ólíklegt að vextir verði lækkaðir á þessu ári og Breki er einnig hóflega bjartsýnn. „Verð á húsnæði á höfuðborgarsævðinu hefur frá árinu 2020 hækkað um 65 prósent. Á meðan þessi skortstefna er rekin í húsnæðismálum er erfitt að sjá að verðbólga náist niður,“ segir Breki. Verslun Neytendur Verðlag Matvöruverslun Mest lesið „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Verðbólga mælist nú sex prósent og minnkar um 0,3 prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri mælingu á vísitölu neysluverðs. Án húsnæðis mælist verðbólgan 3,6 prósent. Athygli vekur að verð á matvælum lækkar um 0,5 prósent á milli mánaða og er það í fyrsta sinn í þrjú ár sem sá liður í vísitölu neysluverðs lækkar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, fagnar þessu. „Ég tel það það nokkuð víst að þarna gætir áhrifa frá nýjum keppinauti á markaði, Prís, og að það sé ástæða lækkunar í fyrsta skipti þennan tíma. Það virðist vera sem það hafi verið tækifæri til að lækka verð töluvert,“ segir Breki. Nýleg athugun verðlagseftirlits ASÍ rennir stoðum undir þessa kenningu. Samkvæmt henni var verðlag á opnunardegi verslunarinnar lægra en í Bónus og Krónuninni í um 96% tilfella. Í tíu prósent tilvika var munurinn yfir tíu prósentum. Samdægurs voru verð á MS ostum lækkuð í Bónus, niður að verðinu sem bauðst í Prís. Breki vonar að þessi þróun haldi áfram en hefur þungar áhyggjur af öðrum liðum mælingarinnar. „Við sjáum þarna að tæpur helmingur árshækkunar verðbólgunnar er vegna húsnæðisliðar og þarna hljóta stjórnvöld að grípa inn og hafa miklar áhyggjur. Eins sjáum við á milli mánaða að hiti og rafmagn hækkar um 3,3 prósent, sem er töluvert. Stjórnvöld hljóta að taka það til alvarlegrar skoðunar að setja einhvers skonar þak á rafmagn til heimila líkt og hefur verið gert í nágrannalöndum.“ Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í byrjun október en vextir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósent í eitt ár. Greinendur hafa talið ólíklegt að vextir verði lækkaðir á þessu ári og Breki er einnig hóflega bjartsýnn. „Verð á húsnæði á höfuðborgarsævðinu hefur frá árinu 2020 hækkað um 65 prósent. Á meðan þessi skortstefna er rekin í húsnæðismálum er erfitt að sjá að verðbólga náist niður,“ segir Breki.
Verslun Neytendur Verðlag Matvöruverslun Mest lesið „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira