„Prísáhrif“ í verðbólgutölum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2024 12:24 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, vonar að verð haldi áfram að lækka eða standi í það minnsta í stað. vísir/samsett Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. Verðbólga mælist nú sex prósent og minnkar um 0,3 prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri mælingu á vísitölu neysluverðs. Án húsnæðis mælist verðbólgan 3,6 prósent. Athygli vekur að verð á matvælum lækkar um 0,5 prósent á milli mánaða og er það í fyrsta sinn í þrjú ár sem sá liður í vísitölu neysluverðs lækkar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, fagnar þessu. „Ég tel það það nokkuð víst að þarna gætir áhrifa frá nýjum keppinauti á markaði, Prís, og að það sé ástæða lækkunar í fyrsta skipti þennan tíma. Það virðist vera sem það hafi verið tækifæri til að lækka verð töluvert,“ segir Breki. Nýleg athugun verðlagseftirlits ASÍ rennir stoðum undir þessa kenningu. Samkvæmt henni var verðlag á opnunardegi verslunarinnar lægra en í Bónus og Krónuninni í um 96% tilfella. Í tíu prósent tilvika var munurinn yfir tíu prósentum. Samdægurs voru verð á MS ostum lækkuð í Bónus, niður að verðinu sem bauðst í Prís. Breki vonar að þessi þróun haldi áfram en hefur þungar áhyggjur af öðrum liðum mælingarinnar. „Við sjáum þarna að tæpur helmingur árshækkunar verðbólgunnar er vegna húsnæðisliðar og þarna hljóta stjórnvöld að grípa inn og hafa miklar áhyggjur. Eins sjáum við á milli mánaða að hiti og rafmagn hækkar um 3,3 prósent, sem er töluvert. Stjórnvöld hljóta að taka það til alvarlegrar skoðunar að setja einhvers skonar þak á rafmagn til heimila líkt og hefur verið gert í nágrannalöndum.“ Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í byrjun október en vextir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósent í eitt ár. Greinendur hafa talið ólíklegt að vextir verði lækkaðir á þessu ári og Breki er einnig hóflega bjartsýnn. „Verð á húsnæði á höfuðborgarsævðinu hefur frá árinu 2020 hækkað um 65 prósent. Á meðan þessi skortstefna er rekin í húsnæðismálum er erfitt að sjá að verðbólga náist niður,“ segir Breki. Verslun Neytendur Verðlag Matvöruverslun Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar Sjá meira
Verðbólga mælist nú sex prósent og minnkar um 0,3 prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri mælingu á vísitölu neysluverðs. Án húsnæðis mælist verðbólgan 3,6 prósent. Athygli vekur að verð á matvælum lækkar um 0,5 prósent á milli mánaða og er það í fyrsta sinn í þrjú ár sem sá liður í vísitölu neysluverðs lækkar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, fagnar þessu. „Ég tel það það nokkuð víst að þarna gætir áhrifa frá nýjum keppinauti á markaði, Prís, og að það sé ástæða lækkunar í fyrsta skipti þennan tíma. Það virðist vera sem það hafi verið tækifæri til að lækka verð töluvert,“ segir Breki. Nýleg athugun verðlagseftirlits ASÍ rennir stoðum undir þessa kenningu. Samkvæmt henni var verðlag á opnunardegi verslunarinnar lægra en í Bónus og Krónuninni í um 96% tilfella. Í tíu prósent tilvika var munurinn yfir tíu prósentum. Samdægurs voru verð á MS ostum lækkuð í Bónus, niður að verðinu sem bauðst í Prís. Breki vonar að þessi þróun haldi áfram en hefur þungar áhyggjur af öðrum liðum mælingarinnar. „Við sjáum þarna að tæpur helmingur árshækkunar verðbólgunnar er vegna húsnæðisliðar og þarna hljóta stjórnvöld að grípa inn og hafa miklar áhyggjur. Eins sjáum við á milli mánaða að hiti og rafmagn hækkar um 3,3 prósent, sem er töluvert. Stjórnvöld hljóta að taka það til alvarlegrar skoðunar að setja einhvers skonar þak á rafmagn til heimila líkt og hefur verið gert í nágrannalöndum.“ Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í byrjun október en vextir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósent í eitt ár. Greinendur hafa talið ólíklegt að vextir verði lækkaðir á þessu ári og Breki er einnig hóflega bjartsýnn. „Verð á húsnæði á höfuðborgarsævðinu hefur frá árinu 2020 hækkað um 65 prósent. Á meðan þessi skortstefna er rekin í húsnæðismálum er erfitt að sjá að verðbólga náist niður,“ segir Breki.
Verslun Neytendur Verðlag Matvöruverslun Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar Sjá meira