Tilboð berast í eignir þrotabúsins: „Alltaf með símann opinn ef menn hafa áhuga“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 21:57 Frá athafnasvæði Skagans 3X á Akranesi. Vísir/Arnar Borist hafa nokkur tilboð í ýmsar eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi sem verið er að yfirfara og bera saman. Ekkert nýtt tilboð hefur borist í allar eignir þrotabúsins í heilu lagi síðan ljóst varð að slíkt tilboð sem var til skoðunar næði ekki fram að ganga. Skiptastjóri segir fasteignirnar sem hýst hafi starfsemi fyrirtækisins vera þrotabúinu óviðkomandi þótt þær hafi verið forsenda í tilboðinu sem ekki varð að veruleika. Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Skömmu eftir gjaldþrotið barst tilboð allar í eignir þess sem var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Fram kom svo í fréttum um miðjan ágúst að ekki hafi tekist að ganga að því tilboði og því væri nú stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum. „Það eru komin tilboð í ýmislegt dót og við erum að bera tilboðin saman og sjá hvað skarast og svona,“ segir Helgi Jóhannesson skiptastjóri þrotabúsins í samtali við Vísi. „Ég auðvitað hlusta á öll tilboð en ég er ekki kominn með neitt annað á borðið núna heldur en tilboð í hluta af þessu og það er þónokkur áhugi á því. En þetta er dálítið flókið því margir hafa áhuga á því sama þannig það þarf að bera svolítið saman tilboðin,“ segir Helgi. Um er að ræða tilboð í eignir á borð við ýmis tæki og tól, en þrotabúið sjálft á engar fasteignir. Fasteignirnar „grundvallarforsenda“ í tilboðinu en úr höndum skipastjóra Þegar að í ljós kom að fyrrnefnt tilboð í allar eignir næði ekki fram að ganga gagnrýndi formaður Verkalýðsfélags Akraness fyrrum eigendur Skagans 3X, sem enn eiga fasteignirnar í gegnum félagið Grenjar ehf., sem hann sagði standa í vegi fyrir því að ekki hafi tekist að endurreisa fyrirtækið. Við þessum ummælum brást eigandi fasteignanna, Grenjar ehf., illa og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars segir að Grenjar ehf. hafi ekki fengið að taka þátt í viðræðum við skiptastjóra vegna fasteigna sinna, né við þá fjárfestahópa sem hafi sýnt endurreisn Skagans 3X áhuga. „Ég sá að í tilboðinu var forsenda af hálfu tilboðsgjafans, því tilboði sem þá var, að hann fengi yfirráð yfir fasteignunum. Og það var eitthvað sem var ekkert á mínu borði vegna þess að það eru eigendur fasteignarinnar og bankinn sem á veðin sem að ákveða það. Þannig að um leið og ég frétti það að það hafi ekki gengið saman með þeim þá var ljóst að ég þyrfti að hafna tilboðinu þar sem þessi grundvallarforsenda, ég náði ekkert að efna hana,“ segir Helgi inntur eftir viðbrögðum við yfirlýsingunni. „Ég skildi ekki almennilega af hverju þessi yfirlýsing hljóðaði eins og þrotabúið kæmi þessu eitthvað við,“ segir Helgi. „Það er eitthvað sem var á milli fasteignareigandans og bankans, öll samskipti. Þrotabúið á ekki þessar eignir og þess vegna átti ég ekkert erindi á þeim fundum.“ Fasteignirnar séu að því leytinu til þrotabúinu óviðkomandi. „Ekki nema það að þetta tilboð í eignirnar sem ég er að stýra var tengt þessum fasteignum og það var sem sagt breyta eða púsluspil sem ég réð ekki við,“ bætir Helgi við. Hann hafi þá ekki átt annan kost en að upplýsa tilboðsgjafann um að þetta hafi ekki gengið eftir. Þætti heillvænlegast að selja í heilu lagi Þótt eins og staðan er akkúrat núna sé ekki útlit fyrir að takist að selja allar eignir þrotabúsins í heilu lagi er Helgi enn þeirrar skoðunar að það væri ákjósanlegast ef það væri hægt. „En ég er alltaf með símann opinn ef menn hafa áhuga,“ segir Helgi. „Þetta var reynt um daginn og það væri best að þetta seldist í heilu lagi. Það væri augljóslega best fyrir alla aðila, bæði fyrir Akranes, fyrir þrotabúið því það er miklu minni kostnaður að selja þetta í heilu lagi heldur en í bútum og væri einhvern veginn miklu heilbrigðari lending. En það auðvitað er forsenda að einhver sé tilbúinn að borga og kaupa.“ Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Skömmu eftir gjaldþrotið barst tilboð allar í eignir þess sem var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Fram kom svo í fréttum um miðjan ágúst að ekki hafi tekist að ganga að því tilboði og því væri nú stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum. „Það eru komin tilboð í ýmislegt dót og við erum að bera tilboðin saman og sjá hvað skarast og svona,“ segir Helgi Jóhannesson skiptastjóri þrotabúsins í samtali við Vísi. „Ég auðvitað hlusta á öll tilboð en ég er ekki kominn með neitt annað á borðið núna heldur en tilboð í hluta af þessu og það er þónokkur áhugi á því. En þetta er dálítið flókið því margir hafa áhuga á því sama þannig það þarf að bera svolítið saman tilboðin,“ segir Helgi. Um er að ræða tilboð í eignir á borð við ýmis tæki og tól, en þrotabúið sjálft á engar fasteignir. Fasteignirnar „grundvallarforsenda“ í tilboðinu en úr höndum skipastjóra Þegar að í ljós kom að fyrrnefnt tilboð í allar eignir næði ekki fram að ganga gagnrýndi formaður Verkalýðsfélags Akraness fyrrum eigendur Skagans 3X, sem enn eiga fasteignirnar í gegnum félagið Grenjar ehf., sem hann sagði standa í vegi fyrir því að ekki hafi tekist að endurreisa fyrirtækið. Við þessum ummælum brást eigandi fasteignanna, Grenjar ehf., illa og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars segir að Grenjar ehf. hafi ekki fengið að taka þátt í viðræðum við skiptastjóra vegna fasteigna sinna, né við þá fjárfestahópa sem hafi sýnt endurreisn Skagans 3X áhuga. „Ég sá að í tilboðinu var forsenda af hálfu tilboðsgjafans, því tilboði sem þá var, að hann fengi yfirráð yfir fasteignunum. Og það var eitthvað sem var ekkert á mínu borði vegna þess að það eru eigendur fasteignarinnar og bankinn sem á veðin sem að ákveða það. Þannig að um leið og ég frétti það að það hafi ekki gengið saman með þeim þá var ljóst að ég þyrfti að hafna tilboðinu þar sem þessi grundvallarforsenda, ég náði ekkert að efna hana,“ segir Helgi inntur eftir viðbrögðum við yfirlýsingunni. „Ég skildi ekki almennilega af hverju þessi yfirlýsing hljóðaði eins og þrotabúið kæmi þessu eitthvað við,“ segir Helgi. „Það er eitthvað sem var á milli fasteignareigandans og bankans, öll samskipti. Þrotabúið á ekki þessar eignir og þess vegna átti ég ekkert erindi á þeim fundum.“ Fasteignirnar séu að því leytinu til þrotabúinu óviðkomandi. „Ekki nema það að þetta tilboð í eignirnar sem ég er að stýra var tengt þessum fasteignum og það var sem sagt breyta eða púsluspil sem ég réð ekki við,“ bætir Helgi við. Hann hafi þá ekki átt annan kost en að upplýsa tilboðsgjafann um að þetta hafi ekki gengið eftir. Þætti heillvænlegast að selja í heilu lagi Þótt eins og staðan er akkúrat núna sé ekki útlit fyrir að takist að selja allar eignir þrotabúsins í heilu lagi er Helgi enn þeirrar skoðunar að það væri ákjósanlegast ef það væri hægt. „En ég er alltaf með símann opinn ef menn hafa áhuga,“ segir Helgi. „Þetta var reynt um daginn og það væri best að þetta seldist í heilu lagi. Það væri augljóslega best fyrir alla aðila, bæði fyrir Akranes, fyrir þrotabúið því það er miklu minni kostnaður að selja þetta í heilu lagi heldur en í bútum og væri einhvern veginn miklu heilbrigðari lending. En það auðvitað er forsenda að einhver sé tilbúinn að borga og kaupa.“
Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira