Harris og Walz veita loks viðtal Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. ágúst 2024 07:15 Harris og Walz hafa notið mikils meðbyrs og áttu góðar stundir á vel heppnuðu landsþingi Demókrata í síðustu viku. Menn hafa hins vegar varað við því að enn sé langt í land, eins og kannanir sýna. Getty/Anna Moneymaker Kamala Harris og Tim Walz, forseta- og varaforsetaefni Demókrataflokksins, hafa samþykkt að veita fyrsta sameiginlega viðtalið frá því að kosningabarátta þeirra hófst. Harris, varaforseti Bandaríkjanna, og Walz, ríkisstjórni Minnesota, hafa verið harðlega gagnrýnd af Repúblikönum fyrir að veita ekki viðtöl en umrætt viðtal verður sýnt á CNN á fimmtudag. „[Harris] er að beita þeirri kjallarataktík að hlaupa undan blaðamönnum í staðinn fyrir að standa frammi fyrir þeim og svara erfiðum spurningum um feril sinn og leyfa bandarísku þjóðinni að kynnast sér,“ sagði J.D. Vance, varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, á dögunum. Sagði hann skammarlegt að Harris hefði ekki svarað einni einustu alvöru spurningu frá blaðamanni. Bæði Vance og Donald Trump hafa veitt fjölda viðtala. Grafið sýnir fjölda kjörmanna í barátturíkjunum en Harris þarf að tryggja sér 44 og Trump 35 ef úrslit í öðrum ríkjum fara eins og menn spá. Athugið að tölurnar fyrir 2024 eru frá miðjum ágúst og hafa sveiflast lítillega. Samkvæmt New York Times, sem tekur saman allar skoðanakannanir á landsvísu, hefur Harris aukið forskot sitt á Trump um eitt prósent en hún mælist nú með 49 prósent fylgi og hann með 46 prósent. Frambjóðendurnir eru hins vegar hnífjafnir í barátturíkjunum Pennsylvaníu og Arizona. Og á meðan Harris virðist njóta tveggja prósentu forskots í Michigan og Wisconsin mælist Trump með 50 prósent fylgi í Georgíu en Harris með 46 prósent. Spennandi staða í barátturíkjunum Farið var yfir stöðu mála í þættinum Baráttan um Bandaríkin á föstudag. Þar kom meðal annars fram að ef úrslit í öðrum ríkjum falla eins og menn hafa spáð þarf Harris að tryggja sér 44 kjörmenn í barátturíkjunum sex en Trump aðeins 35. Harris þarf þannig að sigra í að minnsta kosti þremur ríkjanna en það nægir Trump að taka Pennsylvaníu og Georgíu. Hér má sjá hvernig New York Times telur úrslit munu fara í ríkjum sem gætu mögulega fallið á annan veg en síðast. Í öllum öðrum ríkjum er stuðningur við Harris eða Trump afgerandi. Fjöldi kjörmanna stendur óbreyttur í 528 og þurfa forsetaefnin að tryggja sér 270 kjörmenn til að hafa sigur og hljóta útnefninguna. Úthlutun kjörmanna hefur hins vegar breyst aðeins eftir að nýtt manntal var tekið árið 2020 og verða breytingarnar að teljast Trump í hag. Baráttan um Bandaríkin verður sýndur á Vísi með reglulegu millibili fram að kosningum 5. nóvember. Bandaríkin Baráttan um Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Harris, varaforseti Bandaríkjanna, og Walz, ríkisstjórni Minnesota, hafa verið harðlega gagnrýnd af Repúblikönum fyrir að veita ekki viðtöl en umrætt viðtal verður sýnt á CNN á fimmtudag. „[Harris] er að beita þeirri kjallarataktík að hlaupa undan blaðamönnum í staðinn fyrir að standa frammi fyrir þeim og svara erfiðum spurningum um feril sinn og leyfa bandarísku þjóðinni að kynnast sér,“ sagði J.D. Vance, varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, á dögunum. Sagði hann skammarlegt að Harris hefði ekki svarað einni einustu alvöru spurningu frá blaðamanni. Bæði Vance og Donald Trump hafa veitt fjölda viðtala. Grafið sýnir fjölda kjörmanna í barátturíkjunum en Harris þarf að tryggja sér 44 og Trump 35 ef úrslit í öðrum ríkjum fara eins og menn spá. Athugið að tölurnar fyrir 2024 eru frá miðjum ágúst og hafa sveiflast lítillega. Samkvæmt New York Times, sem tekur saman allar skoðanakannanir á landsvísu, hefur Harris aukið forskot sitt á Trump um eitt prósent en hún mælist nú með 49 prósent fylgi og hann með 46 prósent. Frambjóðendurnir eru hins vegar hnífjafnir í barátturíkjunum Pennsylvaníu og Arizona. Og á meðan Harris virðist njóta tveggja prósentu forskots í Michigan og Wisconsin mælist Trump með 50 prósent fylgi í Georgíu en Harris með 46 prósent. Spennandi staða í barátturíkjunum Farið var yfir stöðu mála í þættinum Baráttan um Bandaríkin á föstudag. Þar kom meðal annars fram að ef úrslit í öðrum ríkjum falla eins og menn hafa spáð þarf Harris að tryggja sér 44 kjörmenn í barátturíkjunum sex en Trump aðeins 35. Harris þarf þannig að sigra í að minnsta kosti þremur ríkjanna en það nægir Trump að taka Pennsylvaníu og Georgíu. Hér má sjá hvernig New York Times telur úrslit munu fara í ríkjum sem gætu mögulega fallið á annan veg en síðast. Í öllum öðrum ríkjum er stuðningur við Harris eða Trump afgerandi. Fjöldi kjörmanna stendur óbreyttur í 528 og þurfa forsetaefnin að tryggja sér 270 kjörmenn til að hafa sigur og hljóta útnefninguna. Úthlutun kjörmanna hefur hins vegar breyst aðeins eftir að nýtt manntal var tekið árið 2020 og verða breytingarnar að teljast Trump í hag. Baráttan um Bandaríkin verður sýndur á Vísi með reglulegu millibili fram að kosningum 5. nóvember.
Bandaríkin Baráttan um Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira