Áfrýjar ákvörðun dómara um að vísa leyniskjalamáli Trump frá Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. ágúst 2024 10:06 Smith tilkynnti strax í sumar að hann myndi áfrýja málinu. Lögspekingar hafa margir gagnrýnt ákvörðun Cannon. Getty/Drew Angerer Saksóknarinn Jack Smith fór þess á leit við áfrýjunardómstól í gær að hann snéri við frávísun dómarans Aileen M. Cannon á dómsmáli gegn Donald Trump, sem varðar meðferð forsetans fyrrverandi á trúnaðargögnum. Smith var skipaður til að fara með málið af dómsmálaráðherranum Merrick Garland en Cannon vísaði því frá í heild á þeirri forsendu að hann hefði ekki verið rétt skipaður og færi með alltof mikil völd þegar horft væri til þess að þingið hefði ekki fjallað um skipunina. Cannon, sem var skipuð af Trump, gerði engar athugasemdir við málatilbúnaðinn gegn forsetaframbjóðandanum heldur gerði einungis athugasemdir við skipun Smith, vald hans og titil. Smith, sem var skipaður „sérstakur saksóknari“ (e. special counsel), sagði í rökstuðningi sínum fyrir áfrýjunardómstólnum að Garland hefði sannarlega haft heimild til að taka ákvörðun um skipunina og að Cannon hefði farið gegn fjölda dómafordæma. Að sögn Smith hafa dómsmálaráðherrar skipað fjölda sérstakra saksóknara í gegnum áratugina og skipanirnar alltaf verið staðfestar af dómstólum, þar á meðal Hæstarétti. Málið varðar, sem fyrr segir, trúnaðargögn sem Trump er ákærður fyrir að hafa tekið ólöglega með sér úr Hvíta húsinu og neitað að afhenda rannsakendum. Yfir 100 slík skjöl fundust á heimili hans. Cannon hefur áður verið gerð afturreka með ákvörðun í málinu, þegar hún skipaði sérstakan dómara til að fara yfir þau gögn sem voru tekin af heimili Trump. Áfrýjunardómstóll snéri þeirri ákvörðun. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Sjá meira
Smith var skipaður til að fara með málið af dómsmálaráðherranum Merrick Garland en Cannon vísaði því frá í heild á þeirri forsendu að hann hefði ekki verið rétt skipaður og færi með alltof mikil völd þegar horft væri til þess að þingið hefði ekki fjallað um skipunina. Cannon, sem var skipuð af Trump, gerði engar athugasemdir við málatilbúnaðinn gegn forsetaframbjóðandanum heldur gerði einungis athugasemdir við skipun Smith, vald hans og titil. Smith, sem var skipaður „sérstakur saksóknari“ (e. special counsel), sagði í rökstuðningi sínum fyrir áfrýjunardómstólnum að Garland hefði sannarlega haft heimild til að taka ákvörðun um skipunina og að Cannon hefði farið gegn fjölda dómafordæma. Að sögn Smith hafa dómsmálaráðherrar skipað fjölda sérstakra saksóknara í gegnum áratugina og skipanirnar alltaf verið staðfestar af dómstólum, þar á meðal Hæstarétti. Málið varðar, sem fyrr segir, trúnaðargögn sem Trump er ákærður fyrir að hafa tekið ólöglega með sér úr Hvíta húsinu og neitað að afhenda rannsakendum. Yfir 100 slík skjöl fundust á heimili hans. Cannon hefur áður verið gerð afturreka með ákvörðun í málinu, þegar hún skipaði sérstakan dómara til að fara yfir þau gögn sem voru tekin af heimili Trump. Áfrýjunardómstóll snéri þeirri ákvörðun.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Sjá meira