Ingebrigtsen virtist ekki ætla að trúa því þegar hann leit á klukkuna eftir að hann kom fyrstur í mark í 3.000 metra hlaupi karla í dag. Norðmaðurinn kom í mark á tímanum 7:17,55 og bætti því heimsmet Keníumannsins Daniel Komen frá árinu 1996 um rúmar þrjár sekúndur, en met Komen var 7:20,67.
Met Komen var það met sem hafði staðið hvað lengst í einstaklingsíþrótt í frjálsum íþróttum.
OUT OF THIS WORLD ‼️
— World Athletics (@WorldAthletics) August 25, 2024
🇳🇴's Jakob Ingebrigtsen obliterates the 3000m world record at the @MemorialKamili with 7:17.55 🤯
He goes more than 3 seconds faster than the previous world record 😮💨#DiamondLeague pic.twitter.com/iPTqnnl91D
Þá heldur Svíinn Armand Duplantis að hækka rána í stangastökki, en hann bætti heimsmetið í greininni í þriðja sinn á tímabilinu í dag.
Þessi 24 ára gamli stangastökkvari stökk yfir 6,26 metra sem er bæting um einn sentímeter. Fyrra metið setti Duplantis á Ólympíuleikunum í París fyrir aðeins tuttugu dögum, en í heildina hefur hann bætt heimsmetið í greininni tíu sinnum.
His TENTH world record! 😤🥵
— European Athletics (@EuroAthletics) August 25, 2024
Armand Duplantis 🇸🇪 soars over 6️⃣.2️⃣6️⃣m in Silesia! 🔥 pic.twitter.com/yW1mEjq07L