Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. ágúst 2024 11:42 Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt vegna aurskriðu. Vísir/Vilhelm Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. Kristján Ingi Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Húsavík, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að aurskriðan hafi að mestu lent á einu húsi við Skálabrekku en að skemmdirnar séu ekki umtalsverðar þrátt fyrir að greinilega séu einhverjar vatnsskemmdir. Mbl.is greindi fyrst frá. „Þetta var í raun og veru mikill vatnsflaumur sem kom þarna niður hlíðina í þessari brekku fyrir ofan og hafði tekið með sér svona leir og mold úr jarðveginum og það lág svona þéttur leir upp að þessu húsi þegar við komum á staðinn og var farið að leka inn í húsið bæði vatn og aur.“ Íbúar fái líklegast að fara aftur heim í dag Kristján tekur fram að hann telji líklegt að íbúar fái að snúa aftur til heimila sinna seinna í dag en bætir við að lögreglan á Norðurlandi-Eystra taki þó endanlega ákvörðun varðandi það. „Þetta var ekki rýmt í neinu snarhasti, þetta var fyrst og fremst öryggisaðgerð að rýma þessi þrjú hús. Allur jarðvegur var svo gegnsósa í þessari brekku og ef eitthvað færi af stað þá væri ekki sofandi fólk í húsunum. Lögreglan tók þá ákvörðun.“ Aðgerðir gengu vel Hann segir að allar aðgerðir á svæðinu hafi gengið vel í nótt og að vinna hafi staðið yfir til klukkan þrjú í nótt. „Það var strax ákveðið að fá gröfur þarna á staðinn og útbúa einhverjar rásir svona til að veita vatninu fram hjá húsinu svo það lægi ekki allt upp að húsinu. Þar sem ekki var hægt að koma gröfunum að var handmokað aðeins. Þetta létti talsvert á húsinu.“ Óhemju rigning í bænum Svo best sem Kristján veit er þetta í fyrsta sinn sem að aurskriða fellur í bænum og segir hann þetta hafa komið að einhverju leiti á óvart. „Það var rigning alveg í gær og í fyrradag. Það var búin að vera alveg óhemju rigning í bænum. Algjört skýfall gjörsamlega. “ Norðurþing Slökkvilið Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Kristján Ingi Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Húsavík, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að aurskriðan hafi að mestu lent á einu húsi við Skálabrekku en að skemmdirnar séu ekki umtalsverðar þrátt fyrir að greinilega séu einhverjar vatnsskemmdir. Mbl.is greindi fyrst frá. „Þetta var í raun og veru mikill vatnsflaumur sem kom þarna niður hlíðina í þessari brekku fyrir ofan og hafði tekið með sér svona leir og mold úr jarðveginum og það lág svona þéttur leir upp að þessu húsi þegar við komum á staðinn og var farið að leka inn í húsið bæði vatn og aur.“ Íbúar fái líklegast að fara aftur heim í dag Kristján tekur fram að hann telji líklegt að íbúar fái að snúa aftur til heimila sinna seinna í dag en bætir við að lögreglan á Norðurlandi-Eystra taki þó endanlega ákvörðun varðandi það. „Þetta var ekki rýmt í neinu snarhasti, þetta var fyrst og fremst öryggisaðgerð að rýma þessi þrjú hús. Allur jarðvegur var svo gegnsósa í þessari brekku og ef eitthvað færi af stað þá væri ekki sofandi fólk í húsunum. Lögreglan tók þá ákvörðun.“ Aðgerðir gengu vel Hann segir að allar aðgerðir á svæðinu hafi gengið vel í nótt og að vinna hafi staðið yfir til klukkan þrjú í nótt. „Það var strax ákveðið að fá gröfur þarna á staðinn og útbúa einhverjar rásir svona til að veita vatninu fram hjá húsinu svo það lægi ekki allt upp að húsinu. Þar sem ekki var hægt að koma gröfunum að var handmokað aðeins. Þetta létti talsvert á húsinu.“ Óhemju rigning í bænum Svo best sem Kristján veit er þetta í fyrsta sinn sem að aurskriða fellur í bænum og segir hann þetta hafa komið að einhverju leiti á óvart. „Það var rigning alveg í gær og í fyrradag. Það var búin að vera alveg óhemju rigning í bænum. Algjört skýfall gjörsamlega. “
Norðurþing Slökkvilið Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira