DNA verðbólgunnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2024 15:32 Á miðvikudag héldum við vinnufund í þingflokki Viðreisnar þar sem áherslan var á að létta venjulegu fólki róðurinn. Það er okkar brýnasta verkefni og þannig viljum við fara inn í komandi þingvetur. Bein í baki og með brettar ermar. Þegar heim var komið hlustaði ég svo á Sigurð Inga Jóhannsson fjármálaráðherra bregðast við svimandi vöxtum og verðbólgu í Kastljósi. Það lá við að ég stykki upp á nef mér þegar ég heyrði hann segja þetta: „Þessar væntingar sem að búa með þjóðinni, og eru hluti af einhvern veginn DNA-vanda okkar, komandi úr gamalli hárri, miklu hærri verðbólgu. Við einhvern veginn sættum okkur við hærri verðbólgu eða hærra verðbólgustig, eða sækjumst jafnvel eftir því, heldur en margar aðrar þjóðir.“ Það hefði verið freistandi að taka einn snúning á ráðherranum og halda því fram að með þessu væri hann á flótta undan eigin mistökum. Málið er bara að það er meiri þungi í þessum orðum ráðherrans en svo að þau séu enn eitt tilefnið til að vera með háðsglósur. Verðbólguvæntingar Ég ætla að lýsa mig innilega ósammála ráðherranum hvað erfðaefni Íslendinga varðar og að það sé á einhvern hátt á skjön við erfðaefni frændsystkina okkar á Norðurlöndum. Í öllum þessum þjóðum blundar nákvæmlega sama þrautseigjan og seiglan. Það er hins vegar fjármála- og efnahagskerfi okkar Íslendinga sem byggir á annars konar erfðasamsetningu en þekkist annars staðar. Svona ef ráðherrann vill raunverulega tala um vanda sem er djúpstæður. Það að íslensk þjóð sýni þeirri samsetningu umburðarlyndi er okkur ekki í blóð borið. Við erum neydd til þess. En hvað sem þessu óheppilega orðavali ráðherrans líður þá er vandinn enn sá sami og hann þarfnast úrlausnar. Það er rétt hjá ráðherranum að verðbólguvæntingar hafa mikil áhrif. Það á við um hegðun heimila, fyrirtækja og fjármálamarkaðarins. En líka og ekki síður viðbrögð stjórnvalda. Fyrir um tveimur árum kynnti nýr fjármálaráðherra í Bretlandi fjárlög. Viðbrögð fjármálamarkaðarins voru þau að ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf rauk í nokkra daga upp í það sama og við eigum að venjast á Íslandi. Viðbrögð stjórnmálanna í Bretlandi voru að skipta þegar í stað um ríkisstjórn og sparka fjármálaráðherranum. Mat á stjórn efnahagsmála Verðbólguvæntingar eru nefnilega mat heimila og markaðarins á stjórn efnahagsmála. En af hverju eru viðbrögð heimila og atvinnulífs á allt annan veg hér en í Bretlandi eða hjá frændum okkar á Norðurlöndum? Ég held að ástæðan sé sú að hjá okkur liggur vandinn ekki bara í fjármálastjórn ríkisins heldur líka í kerfinu sjálfu. Ríkisstjórnin ber vissulega ábyrgð á lausatökum í ríkisfjármálum. Viðvarandi hallarekstur ríkissjóðs og um hundrað milljarða árleg vaxtagjöld er á hennar ábyrgð. En fólkið í landinu, inn á heimilunum og úti í fyrirtækjunum, veit að stærri hluti vandans liggur í smáum gjaldmiðli. Þetta er ástæðan fyrir því að verðbólga og vextir eru hér viðvarandi tvöfalt til þrefalt hærri en í nágrannalöndunum, þótt verðbólgan lækki og vextirnir með. Það er annað DNA í íslensku krónunni en stærri og stöðugri gjaldmiðlum. Þar liggur hundurinn grafinn. Læstar dyr Þetta er ástæðan fyrir því að viðnám gegn verðhækkunum er hér minna en erlendis og aðhald að okkur stjórnmálamönnum er minna en annars staðar. Agaleysi ríkisstjórnar fær skjól frá krónunni. Frá sjónarhóli stjórnenda fyrirtækja er ekki sama pressa að halda aftur af verðhækkunum þegar þeir vita að skekkjan í samanburðinum við útlönd helst alltaf sú sama. Frá sjónarhóli kjósenda er veruleikinn svo sá að það breytir ekki öllu hvort skipt sé um ríkisstjórn ef nýja stjórnin er svo ekki tilbúin til að ganga í myntbandalag sem hefur sama DNA og nágrannar okkar og helstu viðskiptaþjóðir. Það er einmitt hér sem við komum að læstum dyrum. Það er enn meirihluti á Alþingi sem hefur endalausa þolinmæði fyrir hærri verðbólgu og hærri vöxtum en nágrannalöndin búa við til þess eins að halda krónunni. Sami meirihluti og lætur sífellt sömu hópanna og millitekjufólkið standa undir herkostnaðinum af íslensku krónunni. Meðan aðrir geta stimplað sig út úr krónuhagkerfinu. Fyrir þá sem hafa jákvæðar væntingar Fyrir þá sem hafa jákvæðar væntingar að eitthvað gerist í þessum málum, vil ég segja þetta: Það er hægt að opna þessar dyr og breyta hlutum til betri vegar. Í stað þess að hneykslast eða gera gys að ummælum fjármálaráðherra, þótt það sé afar freistandi, eigum við að taka þau alvarlega. Það er sem sagt rétt hjá ráðherranum að þetta er að hluta til DNA-vandi. En sá vandi liggur ekki í blóði okkar Íslendinga. Við þurfum einfaldlega að byrja á því að brjóta DNA-kenningu fjármálaráðherra til mergjar og þora að horfast í augu við hver meginorsök hárrar verðbólgu og vaxta er. Það gerum við með víðtækri upplýsingaöflun eins og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa kallað eftir. Síðan þurfum við djúpa og yfirvegaða umræðu. Svo getum við komist að niðurstöðu til að mynda í næstu kosningum. Ég held að það hafi ekki verið alveg út í loftið hjá okkur á vinnufundi Viðreisnar að komandi þingvetur eigi að snúast um bjartsýni og betri tíð. Viðreisn er nefnilega flokkur sem getur raunverulega létt fólki róðurinn. Við stöndum fyrir breytingar og viljum ráðast að rótum vandamálanna fremur en að taka þeim sem einhverjum órjúfanlegum genatengdum fasta. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Efnahagsmál Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Á miðvikudag héldum við vinnufund í þingflokki Viðreisnar þar sem áherslan var á að létta venjulegu fólki róðurinn. Það er okkar brýnasta verkefni og þannig viljum við fara inn í komandi þingvetur. Bein í baki og með brettar ermar. Þegar heim var komið hlustaði ég svo á Sigurð Inga Jóhannsson fjármálaráðherra bregðast við svimandi vöxtum og verðbólgu í Kastljósi. Það lá við að ég stykki upp á nef mér þegar ég heyrði hann segja þetta: „Þessar væntingar sem að búa með þjóðinni, og eru hluti af einhvern veginn DNA-vanda okkar, komandi úr gamalli hárri, miklu hærri verðbólgu. Við einhvern veginn sættum okkur við hærri verðbólgu eða hærra verðbólgustig, eða sækjumst jafnvel eftir því, heldur en margar aðrar þjóðir.“ Það hefði verið freistandi að taka einn snúning á ráðherranum og halda því fram að með þessu væri hann á flótta undan eigin mistökum. Málið er bara að það er meiri þungi í þessum orðum ráðherrans en svo að þau séu enn eitt tilefnið til að vera með háðsglósur. Verðbólguvæntingar Ég ætla að lýsa mig innilega ósammála ráðherranum hvað erfðaefni Íslendinga varðar og að það sé á einhvern hátt á skjön við erfðaefni frændsystkina okkar á Norðurlöndum. Í öllum þessum þjóðum blundar nákvæmlega sama þrautseigjan og seiglan. Það er hins vegar fjármála- og efnahagskerfi okkar Íslendinga sem byggir á annars konar erfðasamsetningu en þekkist annars staðar. Svona ef ráðherrann vill raunverulega tala um vanda sem er djúpstæður. Það að íslensk þjóð sýni þeirri samsetningu umburðarlyndi er okkur ekki í blóð borið. Við erum neydd til þess. En hvað sem þessu óheppilega orðavali ráðherrans líður þá er vandinn enn sá sami og hann þarfnast úrlausnar. Það er rétt hjá ráðherranum að verðbólguvæntingar hafa mikil áhrif. Það á við um hegðun heimila, fyrirtækja og fjármálamarkaðarins. En líka og ekki síður viðbrögð stjórnvalda. Fyrir um tveimur árum kynnti nýr fjármálaráðherra í Bretlandi fjárlög. Viðbrögð fjármálamarkaðarins voru þau að ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf rauk í nokkra daga upp í það sama og við eigum að venjast á Íslandi. Viðbrögð stjórnmálanna í Bretlandi voru að skipta þegar í stað um ríkisstjórn og sparka fjármálaráðherranum. Mat á stjórn efnahagsmála Verðbólguvæntingar eru nefnilega mat heimila og markaðarins á stjórn efnahagsmála. En af hverju eru viðbrögð heimila og atvinnulífs á allt annan veg hér en í Bretlandi eða hjá frændum okkar á Norðurlöndum? Ég held að ástæðan sé sú að hjá okkur liggur vandinn ekki bara í fjármálastjórn ríkisins heldur líka í kerfinu sjálfu. Ríkisstjórnin ber vissulega ábyrgð á lausatökum í ríkisfjármálum. Viðvarandi hallarekstur ríkissjóðs og um hundrað milljarða árleg vaxtagjöld er á hennar ábyrgð. En fólkið í landinu, inn á heimilunum og úti í fyrirtækjunum, veit að stærri hluti vandans liggur í smáum gjaldmiðli. Þetta er ástæðan fyrir því að verðbólga og vextir eru hér viðvarandi tvöfalt til þrefalt hærri en í nágrannalöndunum, þótt verðbólgan lækki og vextirnir með. Það er annað DNA í íslensku krónunni en stærri og stöðugri gjaldmiðlum. Þar liggur hundurinn grafinn. Læstar dyr Þetta er ástæðan fyrir því að viðnám gegn verðhækkunum er hér minna en erlendis og aðhald að okkur stjórnmálamönnum er minna en annars staðar. Agaleysi ríkisstjórnar fær skjól frá krónunni. Frá sjónarhóli stjórnenda fyrirtækja er ekki sama pressa að halda aftur af verðhækkunum þegar þeir vita að skekkjan í samanburðinum við útlönd helst alltaf sú sama. Frá sjónarhóli kjósenda er veruleikinn svo sá að það breytir ekki öllu hvort skipt sé um ríkisstjórn ef nýja stjórnin er svo ekki tilbúin til að ganga í myntbandalag sem hefur sama DNA og nágrannar okkar og helstu viðskiptaþjóðir. Það er einmitt hér sem við komum að læstum dyrum. Það er enn meirihluti á Alþingi sem hefur endalausa þolinmæði fyrir hærri verðbólgu og hærri vöxtum en nágrannalöndin búa við til þess eins að halda krónunni. Sami meirihluti og lætur sífellt sömu hópanna og millitekjufólkið standa undir herkostnaðinum af íslensku krónunni. Meðan aðrir geta stimplað sig út úr krónuhagkerfinu. Fyrir þá sem hafa jákvæðar væntingar Fyrir þá sem hafa jákvæðar væntingar að eitthvað gerist í þessum málum, vil ég segja þetta: Það er hægt að opna þessar dyr og breyta hlutum til betri vegar. Í stað þess að hneykslast eða gera gys að ummælum fjármálaráðherra, þótt það sé afar freistandi, eigum við að taka þau alvarlega. Það er sem sagt rétt hjá ráðherranum að þetta er að hluta til DNA-vandi. En sá vandi liggur ekki í blóði okkar Íslendinga. Við þurfum einfaldlega að byrja á því að brjóta DNA-kenningu fjármálaráðherra til mergjar og þora að horfast í augu við hver meginorsök hárrar verðbólgu og vaxta er. Það gerum við með víðtækri upplýsingaöflun eins og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa kallað eftir. Síðan þurfum við djúpa og yfirvegaða umræðu. Svo getum við komist að niðurstöðu til að mynda í næstu kosningum. Ég held að það hafi ekki verið alveg út í loftið hjá okkur á vinnufundi Viðreisnar að komandi þingvetur eigi að snúast um bjartsýni og betri tíð. Viðreisn er nefnilega flokkur sem getur raunverulega létt fólki róðurinn. Við stöndum fyrir breytingar og viljum ráðast að rótum vandamálanna fremur en að taka þeim sem einhverjum órjúfanlegum genatengdum fasta. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar