Fær Amsterdam-reiðuféð ekki til baka frá lögreglu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. ágúst 2024 13:38 Mennirnir voru handteknir í Leifsstöð. vísir/vilhelm Landsréttur hefur hafnað kröfu manns um afhendingu reiðufjár upp á sex þúsund evrur, sem lögregla lagði hald á í Leifsstöð. Peninginn hafði maðurinn meðferðis á leið til Amsterdam með félögunum. Í úrskurði Landsréttar, þar sem niðurstaða héraðsdóms er staðfest, kemur fram að maðurinn sé grunaður um peningaþvætti. Peningnum hafi líklega verið aflað með brotastarfsemi. Með honum í för voru tveir félagar sem sömuleiðis höfðu reiðufé meðferðis, annar sjö þúsund og hinn átta þúsund evrur, í kringum eina milljón króna. Allir á leið til Amsterdam. Mennirnir voru kallaðir til tollskoðunar og í kjölfarið var reiðuféð haldlagt. Þeir heimiluðu lögreglu rannsókn bankagagna sinna. Maðurinn krafðist þess nú, um tíu mánuðum eftir haldlagningu, að fá peninginn afhentan á ný. Vísaði hann til þess að langt hefði verið liðið frá haldlagningu og ekkert sem benti til þess að peningnum hefði verið aflað á ólögmætan hátt. Hann hafi auk þess enn ekki verið kallaður til skýrslutöku. Lögregla sagði ljóst að peningnum kunni að hafa verið aflað á ólögmætan hátt. Það væri í rannsókn sem gengi vel. Skýringar mannsins hafi verið margar og misvísandi og framburður ótrúverðugur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þó rannsókn hafi tekið talsverðan tíma væri engu að síður ekki óeðlilegur gangur á henni og enn uppfyllt skilyrði um haldlagningu. Landsréttur staðfesti þessa niðurstöðu héraðsdóms. Lögreglumál Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Í úrskurði Landsréttar, þar sem niðurstaða héraðsdóms er staðfest, kemur fram að maðurinn sé grunaður um peningaþvætti. Peningnum hafi líklega verið aflað með brotastarfsemi. Með honum í för voru tveir félagar sem sömuleiðis höfðu reiðufé meðferðis, annar sjö þúsund og hinn átta þúsund evrur, í kringum eina milljón króna. Allir á leið til Amsterdam. Mennirnir voru kallaðir til tollskoðunar og í kjölfarið var reiðuféð haldlagt. Þeir heimiluðu lögreglu rannsókn bankagagna sinna. Maðurinn krafðist þess nú, um tíu mánuðum eftir haldlagningu, að fá peninginn afhentan á ný. Vísaði hann til þess að langt hefði verið liðið frá haldlagningu og ekkert sem benti til þess að peningnum hefði verið aflað á ólögmætan hátt. Hann hafi auk þess enn ekki verið kallaður til skýrslutöku. Lögregla sagði ljóst að peningnum kunni að hafa verið aflað á ólögmætan hátt. Það væri í rannsókn sem gengi vel. Skýringar mannsins hafi verið margar og misvísandi og framburður ótrúverðugur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þó rannsókn hafi tekið talsverðan tíma væri engu að síður ekki óeðlilegur gangur á henni og enn uppfyllt skilyrði um haldlagningu. Landsréttur staðfesti þessa niðurstöðu héraðsdóms.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira