Unnið í alla nótt og allt samkvæmt áætlun Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 11:59 Við framkvæmdir í nótt. Veitur Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun. Lokað var fyrir heitt vatn í Kópavogi, Breiðholti, Hafnarfirði, Garðabæ og víðar um klukkan tíu í gærkvöldi og strax hafist handa við tengingu á flutningsæðinni. Unnið var í alla nótt. „Það hefur bara gengið nokkurn veginn samkvæmt áætlunum. Einhver verkefni eru þegar að komast í höfn og önnur sem var fyrirséð að hefðu lengri framkvæmdatíma eru eðlilega enn í vinnslu. Stærsti og mikilvægasti hluturinn er við Suðuræð þar sem við erum að tengja hana, nýja Suðuræð, inn í kerfið okkar. Síðan erum við að vinna í öðrum hluta kerfisins eins og uppi á Reynisvatnsheiði og Vetrarmýri og á nokkrum fleiri stöðum,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður vatnsmiðla hjá Veitum. Engar tilkynningar um tjón eða önnur vandræði hafi borist Veitum það sem af er degi og ekkert komið upp á við framkvæmdir. „Eins og staðan er núna reiknum við með því að verkið verði á áætlun og það verði komið heitt vatn í kringum hádegisbil á morgun.“ Sundlaugar eru víða lokaðar í dag vegna heitavatnsleysisins og í Laugardalslaug, sem stendur opin, var óvenjumikið að gera í morgun, að sögn Birnu Rúnar Kolbeinsdóttur, starfsmanns. „Við héldum að það væri ættarmót,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Og Snorri Örn Arnaldsson forstöðumaður Sundhallar Reykjavíkur segir að þar á bæ hafi einnig verið óvenjumargt um manninn fyrir hádegi. „Hvort það sé heitavatnsleysið eða sumar í dauðateygjunum veit ég ekki. En það er búið að vera góð aðsókn hjá okkur í morgun og við búumst alveg við að það verði talsvert meira þegar líður á daginn. Það eru öll velkomin í Sundhöll Reykjavíkur.“ Orkumál Reykjavík Vatn Tengdar fréttir Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25 Engin útköll vegna vatnsleka í nótt Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka. 20. ágúst 2024 07:40 Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. 19. ágúst 2024 11:29 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Lokað var fyrir heitt vatn í Kópavogi, Breiðholti, Hafnarfirði, Garðabæ og víðar um klukkan tíu í gærkvöldi og strax hafist handa við tengingu á flutningsæðinni. Unnið var í alla nótt. „Það hefur bara gengið nokkurn veginn samkvæmt áætlunum. Einhver verkefni eru þegar að komast í höfn og önnur sem var fyrirséð að hefðu lengri framkvæmdatíma eru eðlilega enn í vinnslu. Stærsti og mikilvægasti hluturinn er við Suðuræð þar sem við erum að tengja hana, nýja Suðuræð, inn í kerfið okkar. Síðan erum við að vinna í öðrum hluta kerfisins eins og uppi á Reynisvatnsheiði og Vetrarmýri og á nokkrum fleiri stöðum,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður vatnsmiðla hjá Veitum. Engar tilkynningar um tjón eða önnur vandræði hafi borist Veitum það sem af er degi og ekkert komið upp á við framkvæmdir. „Eins og staðan er núna reiknum við með því að verkið verði á áætlun og það verði komið heitt vatn í kringum hádegisbil á morgun.“ Sundlaugar eru víða lokaðar í dag vegna heitavatnsleysisins og í Laugardalslaug, sem stendur opin, var óvenjumikið að gera í morgun, að sögn Birnu Rúnar Kolbeinsdóttur, starfsmanns. „Við héldum að það væri ættarmót,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Og Snorri Örn Arnaldsson forstöðumaður Sundhallar Reykjavíkur segir að þar á bæ hafi einnig verið óvenjumargt um manninn fyrir hádegi. „Hvort það sé heitavatnsleysið eða sumar í dauðateygjunum veit ég ekki. En það er búið að vera góð aðsókn hjá okkur í morgun og við búumst alveg við að það verði talsvert meira þegar líður á daginn. Það eru öll velkomin í Sundhöll Reykjavíkur.“
Orkumál Reykjavík Vatn Tengdar fréttir Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25 Engin útköll vegna vatnsleka í nótt Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka. 20. ágúst 2024 07:40 Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. 19. ágúst 2024 11:29 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25
Engin útköll vegna vatnsleka í nótt Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka. 20. ágúst 2024 07:40
Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. 19. ágúst 2024 11:29