Virðir ekki nálgunarbann og í gæsluvarðhaldi þar til vísað úr landi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2024 15:01 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem stendur til að vísa úr landi þarf að sæta gæsluvarðhaldi þar til brottflutningurinn er framkvæmdur. Talið er að mikil hætta sé á að hann rjúfi nálgunarbann gagnvart fjórum dætrum sínum. Maðurinn var árið 2022 dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir ofbeldi og illa meðferð á fjórum dætrum sínum. Dómurinn var síðar þyngdur í tveggja ára fangelsi í Landsrétti. Hann beitti dætur sínar hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann sló þær með belti, herðatré og margítrekað kúgaði þær til hlýðni. Eftir að dætrum hans var komið fyrir á fósturheimili sendi hann ítrekað skilaboð á elstu dótturina. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Maðurinn flutti hingað til lands árið 2016 og fékk alþjóðlega vernd. Tveimur árum síðar kom eiginkona hans og dætur hans fjórar hingað einnig á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hann kláraði að afplána dóm sinn í síðasta mánuði en var strax handtekinn á ný þar sem Útlendingastofnun hafði tekið ákvörðun um að afturkalla alþjóðlega vernd hans og synja honum um dvalarleyfi. Kærunefnd útlendingamála staðfesti síðan þann úrskurð í byrjun ágúst. Þá var honum gert að sæta tíu ára endurkomubanni. Samkvæmt lögum var hann orðinn ólöglegur í landinu og er hann talinn ógn við almannaöryggi og sérstaklega hættulegur dætrum sínum. Því var hann handtekinn á meðan heimferða- og fylgdardeild Ríkislögreglustjóra vinnur að því að framkvæmda brottvísun hans. Fyrir liggi að maðurinn hafi ítrekað brotið nálgunarbann gegn dætrum sínum og ekki látið það stöðva sig við að setja sig í samband við þær eða nálgast þær með öðrum hætti. Maðurinn kærði úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald til Landsréttar sem tók málið fyrir í síðustu viku en úrskurðurinn var birtur í dag. Þar segir að ekki sé hægt að fallast á kröfur hans og úrskurður héraðsdóms staðfestur. Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Maðurinn var árið 2022 dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir ofbeldi og illa meðferð á fjórum dætrum sínum. Dómurinn var síðar þyngdur í tveggja ára fangelsi í Landsrétti. Hann beitti dætur sínar hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann sló þær með belti, herðatré og margítrekað kúgaði þær til hlýðni. Eftir að dætrum hans var komið fyrir á fósturheimili sendi hann ítrekað skilaboð á elstu dótturina. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Maðurinn flutti hingað til lands árið 2016 og fékk alþjóðlega vernd. Tveimur árum síðar kom eiginkona hans og dætur hans fjórar hingað einnig á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hann kláraði að afplána dóm sinn í síðasta mánuði en var strax handtekinn á ný þar sem Útlendingastofnun hafði tekið ákvörðun um að afturkalla alþjóðlega vernd hans og synja honum um dvalarleyfi. Kærunefnd útlendingamála staðfesti síðan þann úrskurð í byrjun ágúst. Þá var honum gert að sæta tíu ára endurkomubanni. Samkvæmt lögum var hann orðinn ólöglegur í landinu og er hann talinn ógn við almannaöryggi og sérstaklega hættulegur dætrum sínum. Því var hann handtekinn á meðan heimferða- og fylgdardeild Ríkislögreglustjóra vinnur að því að framkvæmda brottvísun hans. Fyrir liggi að maðurinn hafi ítrekað brotið nálgunarbann gegn dætrum sínum og ekki látið það stöðva sig við að setja sig í samband við þær eða nálgast þær með öðrum hætti. Maðurinn kærði úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald til Landsréttar sem tók málið fyrir í síðustu viku en úrskurðurinn var birtur í dag. Þar segir að ekki sé hægt að fallast á kröfur hans og úrskurður héraðsdóms staðfestur.
Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent