„Það eru allir með ADHD“ Tómas Páll Þorvaldsson skrifar 19. ágúst 2024 08:25 Sú mýta virðist lífseig hér á landi að annar hver Íslendingur sé með ADHD og varla þurfi að líta á ADHD sem eitthvað vandamál, það eru jú allir með það. Þessi mýta hljómar saklaus en þegar betur er að gáð getur hún haft neikvæðar afleiðingar fyrir þá sem eru með ADHD. En hvers vegna? Margir einstaklingar með ADHD búa yfir svipaðri reynslu þegar kemur að viðbrögðum við hegðun þeirra og lýsa því að heyra endurtekið að þeir eigi að hegða sér öðruvísi. Einstaklingurinn á að: „hlusta“, „vera kyrr“, „hafa hljóð“, „vanda sig betur“, „ekki gleyma“, „ekki grípa fram í“, „vera rólegri“, „passa hvað hann segir“, svo dæmi séu tekin. Það er vel þekkt að einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með hluti sem krefjast þess að athygli sé viðhaldið. Þeir sem ekki eru með ADHD taka því hins vegar oft sem sjálfsögðum hlut að halda þræði í samræðum, horfa á sjónvarpið, læsa útidyrahurðinni eða klára verkefni í vinnu eða skóla. Í því geta hins vegar falist mikil átök fyrir einstakling með ADHD, átök sem oft er frestað eða forðast að takast á við. Þennan breytileika frá „venjulegri hegðun“ upplifir einstaklingur með ADHD oft sem gagnrýni. Foreldrar, kennarar, þjálfarar, vinir og aðrir átta sig þó oft ekki á hvaða afleiðingar viðbrögð þeirra kunna að hafa og eru oftast aðeins að reyna að hjálpa til. Staðreyndin er hins vegar sú, að verði gagnrýni á einstakling með ADHD of mikil reynir viðkomandi einstaklingur oft að aðlaga sig að umhverfinu. „Ég reyni bara að vera eins og hinir, vera „venjulegur“. Það getur reynst mörgum ágætlega en fyrir aðra getur það þó haft neikvæð áhrif í för með sér. Til dæmis getur einstaklingur með ADHD orðið mjög gagnrýninn í eigin garð og dregið sig niður fyrir eigin hegðun í von um að læra af reynslunni. Ef einstaklingur fer að leggja mikla áherslu á að vanda sig í félagslegum aðstæðum getur viðkomandi jafnvel þróað með sér félagsfælni og fari einstaklingur þá leið að vera viss um að gleyma engu, með því að margendurtaka ákveðnar athafnir, getur hann þróað með sér þráhyggju- og árátturöskun. Verði einstaklingur mjög gagnrýninn í eigin garð fyrir að standa sig ekki nægilega vel gæti það einnig ýtt undir möguleikann á þunglyndi. Framangreint á þó ekki við um alla einstaklinga með ADHD og aðrir geta vissulega þróað þessi vandamál með sér. Greinarhöfundur er sálfræðingur og hefur unnið mikið með einstaklingum með ADHD. Algeng frásögn er á þá leið að tiltekinn einstakling grunar að hann sé með ADHD. Viðkomandi fer í ADHD greiningu og grunurinn er staðfestur. Sá hinn sami ræðir við aðstandendur, vinnustaðinn og vinahópinn um niðurstöður greiningar og hver eru viðbrögðin? Jú, eins og mýtan segir: „Ha, þú? Eru ekki allir komnir með þetta ADHD í dag?“, „Þetta breytir engu, þér gekk ágætlega í skóla, þú ert ekkert með ADHD“. Þar af leiðandi getur einstaklingur, sem hefur þurft að þola gagnrýni og neikvæð viðbrögð við hegðun sinni frá unga aldri, enn og aftur upplifað neikvæð viðbrögð á því hver hann er og hvernig hann er. Pössum okkur á að detta ekki í þá gryfju að halda að „allir séu með ADHD“ og leiðréttum þessa mýtu. Gerum betur, styðjum frekar en að gagnrýna því það eru ekki allir með ADHD og ADHD hefur vissulega áhrif á þá sem með það eru. Höfundur er sálfræðingur hjá Kvíðaklíníkinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Sú mýta virðist lífseig hér á landi að annar hver Íslendingur sé með ADHD og varla þurfi að líta á ADHD sem eitthvað vandamál, það eru jú allir með það. Þessi mýta hljómar saklaus en þegar betur er að gáð getur hún haft neikvæðar afleiðingar fyrir þá sem eru með ADHD. En hvers vegna? Margir einstaklingar með ADHD búa yfir svipaðri reynslu þegar kemur að viðbrögðum við hegðun þeirra og lýsa því að heyra endurtekið að þeir eigi að hegða sér öðruvísi. Einstaklingurinn á að: „hlusta“, „vera kyrr“, „hafa hljóð“, „vanda sig betur“, „ekki gleyma“, „ekki grípa fram í“, „vera rólegri“, „passa hvað hann segir“, svo dæmi séu tekin. Það er vel þekkt að einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með hluti sem krefjast þess að athygli sé viðhaldið. Þeir sem ekki eru með ADHD taka því hins vegar oft sem sjálfsögðum hlut að halda þræði í samræðum, horfa á sjónvarpið, læsa útidyrahurðinni eða klára verkefni í vinnu eða skóla. Í því geta hins vegar falist mikil átök fyrir einstakling með ADHD, átök sem oft er frestað eða forðast að takast á við. Þennan breytileika frá „venjulegri hegðun“ upplifir einstaklingur með ADHD oft sem gagnrýni. Foreldrar, kennarar, þjálfarar, vinir og aðrir átta sig þó oft ekki á hvaða afleiðingar viðbrögð þeirra kunna að hafa og eru oftast aðeins að reyna að hjálpa til. Staðreyndin er hins vegar sú, að verði gagnrýni á einstakling með ADHD of mikil reynir viðkomandi einstaklingur oft að aðlaga sig að umhverfinu. „Ég reyni bara að vera eins og hinir, vera „venjulegur“. Það getur reynst mörgum ágætlega en fyrir aðra getur það þó haft neikvæð áhrif í för með sér. Til dæmis getur einstaklingur með ADHD orðið mjög gagnrýninn í eigin garð og dregið sig niður fyrir eigin hegðun í von um að læra af reynslunni. Ef einstaklingur fer að leggja mikla áherslu á að vanda sig í félagslegum aðstæðum getur viðkomandi jafnvel þróað með sér félagsfælni og fari einstaklingur þá leið að vera viss um að gleyma engu, með því að margendurtaka ákveðnar athafnir, getur hann þróað með sér þráhyggju- og árátturöskun. Verði einstaklingur mjög gagnrýninn í eigin garð fyrir að standa sig ekki nægilega vel gæti það einnig ýtt undir möguleikann á þunglyndi. Framangreint á þó ekki við um alla einstaklinga með ADHD og aðrir geta vissulega þróað þessi vandamál með sér. Greinarhöfundur er sálfræðingur og hefur unnið mikið með einstaklingum með ADHD. Algeng frásögn er á þá leið að tiltekinn einstakling grunar að hann sé með ADHD. Viðkomandi fer í ADHD greiningu og grunurinn er staðfestur. Sá hinn sami ræðir við aðstandendur, vinnustaðinn og vinahópinn um niðurstöður greiningar og hver eru viðbrögðin? Jú, eins og mýtan segir: „Ha, þú? Eru ekki allir komnir með þetta ADHD í dag?“, „Þetta breytir engu, þér gekk ágætlega í skóla, þú ert ekkert með ADHD“. Þar af leiðandi getur einstaklingur, sem hefur þurft að þola gagnrýni og neikvæð viðbrögð við hegðun sinni frá unga aldri, enn og aftur upplifað neikvæð viðbrögð á því hver hann er og hvernig hann er. Pössum okkur á að detta ekki í þá gryfju að halda að „allir séu með ADHD“ og leiðréttum þessa mýtu. Gerum betur, styðjum frekar en að gagnrýna því það eru ekki allir með ADHD og ADHD hefur vissulega áhrif á þá sem með það eru. Höfundur er sálfræðingur hjá Kvíðaklíníkinni.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun