„Það eru allir með ADHD“ Tómas Páll Þorvaldsson skrifar 19. ágúst 2024 08:25 Sú mýta virðist lífseig hér á landi að annar hver Íslendingur sé með ADHD og varla þurfi að líta á ADHD sem eitthvað vandamál, það eru jú allir með það. Þessi mýta hljómar saklaus en þegar betur er að gáð getur hún haft neikvæðar afleiðingar fyrir þá sem eru með ADHD. En hvers vegna? Margir einstaklingar með ADHD búa yfir svipaðri reynslu þegar kemur að viðbrögðum við hegðun þeirra og lýsa því að heyra endurtekið að þeir eigi að hegða sér öðruvísi. Einstaklingurinn á að: „hlusta“, „vera kyrr“, „hafa hljóð“, „vanda sig betur“, „ekki gleyma“, „ekki grípa fram í“, „vera rólegri“, „passa hvað hann segir“, svo dæmi séu tekin. Það er vel þekkt að einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með hluti sem krefjast þess að athygli sé viðhaldið. Þeir sem ekki eru með ADHD taka því hins vegar oft sem sjálfsögðum hlut að halda þræði í samræðum, horfa á sjónvarpið, læsa útidyrahurðinni eða klára verkefni í vinnu eða skóla. Í því geta hins vegar falist mikil átök fyrir einstakling með ADHD, átök sem oft er frestað eða forðast að takast á við. Þennan breytileika frá „venjulegri hegðun“ upplifir einstaklingur með ADHD oft sem gagnrýni. Foreldrar, kennarar, þjálfarar, vinir og aðrir átta sig þó oft ekki á hvaða afleiðingar viðbrögð þeirra kunna að hafa og eru oftast aðeins að reyna að hjálpa til. Staðreyndin er hins vegar sú, að verði gagnrýni á einstakling með ADHD of mikil reynir viðkomandi einstaklingur oft að aðlaga sig að umhverfinu. „Ég reyni bara að vera eins og hinir, vera „venjulegur“. Það getur reynst mörgum ágætlega en fyrir aðra getur það þó haft neikvæð áhrif í för með sér. Til dæmis getur einstaklingur með ADHD orðið mjög gagnrýninn í eigin garð og dregið sig niður fyrir eigin hegðun í von um að læra af reynslunni. Ef einstaklingur fer að leggja mikla áherslu á að vanda sig í félagslegum aðstæðum getur viðkomandi jafnvel þróað með sér félagsfælni og fari einstaklingur þá leið að vera viss um að gleyma engu, með því að margendurtaka ákveðnar athafnir, getur hann þróað með sér þráhyggju- og árátturöskun. Verði einstaklingur mjög gagnrýninn í eigin garð fyrir að standa sig ekki nægilega vel gæti það einnig ýtt undir möguleikann á þunglyndi. Framangreint á þó ekki við um alla einstaklinga með ADHD og aðrir geta vissulega þróað þessi vandamál með sér. Greinarhöfundur er sálfræðingur og hefur unnið mikið með einstaklingum með ADHD. Algeng frásögn er á þá leið að tiltekinn einstakling grunar að hann sé með ADHD. Viðkomandi fer í ADHD greiningu og grunurinn er staðfestur. Sá hinn sami ræðir við aðstandendur, vinnustaðinn og vinahópinn um niðurstöður greiningar og hver eru viðbrögðin? Jú, eins og mýtan segir: „Ha, þú? Eru ekki allir komnir með þetta ADHD í dag?“, „Þetta breytir engu, þér gekk ágætlega í skóla, þú ert ekkert með ADHD“. Þar af leiðandi getur einstaklingur, sem hefur þurft að þola gagnrýni og neikvæð viðbrögð við hegðun sinni frá unga aldri, enn og aftur upplifað neikvæð viðbrögð á því hver hann er og hvernig hann er. Pössum okkur á að detta ekki í þá gryfju að halda að „allir séu með ADHD“ og leiðréttum þessa mýtu. Gerum betur, styðjum frekar en að gagnrýna því það eru ekki allir með ADHD og ADHD hefur vissulega áhrif á þá sem með það eru. Höfundur er sálfræðingur hjá Kvíðaklíníkinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Sú mýta virðist lífseig hér á landi að annar hver Íslendingur sé með ADHD og varla þurfi að líta á ADHD sem eitthvað vandamál, það eru jú allir með það. Þessi mýta hljómar saklaus en þegar betur er að gáð getur hún haft neikvæðar afleiðingar fyrir þá sem eru með ADHD. En hvers vegna? Margir einstaklingar með ADHD búa yfir svipaðri reynslu þegar kemur að viðbrögðum við hegðun þeirra og lýsa því að heyra endurtekið að þeir eigi að hegða sér öðruvísi. Einstaklingurinn á að: „hlusta“, „vera kyrr“, „hafa hljóð“, „vanda sig betur“, „ekki gleyma“, „ekki grípa fram í“, „vera rólegri“, „passa hvað hann segir“, svo dæmi séu tekin. Það er vel þekkt að einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með hluti sem krefjast þess að athygli sé viðhaldið. Þeir sem ekki eru með ADHD taka því hins vegar oft sem sjálfsögðum hlut að halda þræði í samræðum, horfa á sjónvarpið, læsa útidyrahurðinni eða klára verkefni í vinnu eða skóla. Í því geta hins vegar falist mikil átök fyrir einstakling með ADHD, átök sem oft er frestað eða forðast að takast á við. Þennan breytileika frá „venjulegri hegðun“ upplifir einstaklingur með ADHD oft sem gagnrýni. Foreldrar, kennarar, þjálfarar, vinir og aðrir átta sig þó oft ekki á hvaða afleiðingar viðbrögð þeirra kunna að hafa og eru oftast aðeins að reyna að hjálpa til. Staðreyndin er hins vegar sú, að verði gagnrýni á einstakling með ADHD of mikil reynir viðkomandi einstaklingur oft að aðlaga sig að umhverfinu. „Ég reyni bara að vera eins og hinir, vera „venjulegur“. Það getur reynst mörgum ágætlega en fyrir aðra getur það þó haft neikvæð áhrif í för með sér. Til dæmis getur einstaklingur með ADHD orðið mjög gagnrýninn í eigin garð og dregið sig niður fyrir eigin hegðun í von um að læra af reynslunni. Ef einstaklingur fer að leggja mikla áherslu á að vanda sig í félagslegum aðstæðum getur viðkomandi jafnvel þróað með sér félagsfælni og fari einstaklingur þá leið að vera viss um að gleyma engu, með því að margendurtaka ákveðnar athafnir, getur hann þróað með sér þráhyggju- og árátturöskun. Verði einstaklingur mjög gagnrýninn í eigin garð fyrir að standa sig ekki nægilega vel gæti það einnig ýtt undir möguleikann á þunglyndi. Framangreint á þó ekki við um alla einstaklinga með ADHD og aðrir geta vissulega þróað þessi vandamál með sér. Greinarhöfundur er sálfræðingur og hefur unnið mikið með einstaklingum með ADHD. Algeng frásögn er á þá leið að tiltekinn einstakling grunar að hann sé með ADHD. Viðkomandi fer í ADHD greiningu og grunurinn er staðfestur. Sá hinn sami ræðir við aðstandendur, vinnustaðinn og vinahópinn um niðurstöður greiningar og hver eru viðbrögðin? Jú, eins og mýtan segir: „Ha, þú? Eru ekki allir komnir með þetta ADHD í dag?“, „Þetta breytir engu, þér gekk ágætlega í skóla, þú ert ekkert með ADHD“. Þar af leiðandi getur einstaklingur, sem hefur þurft að þola gagnrýni og neikvæð viðbrögð við hegðun sinni frá unga aldri, enn og aftur upplifað neikvæð viðbrögð á því hver hann er og hvernig hann er. Pössum okkur á að detta ekki í þá gryfju að halda að „allir séu með ADHD“ og leiðréttum þessa mýtu. Gerum betur, styðjum frekar en að gagnrýna því það eru ekki allir með ADHD og ADHD hefur vissulega áhrif á þá sem með það eru. Höfundur er sálfræðingur hjá Kvíðaklíníkinni.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun