Rauðu örvarnar koma síðdegis til Keflavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 17. ágúst 2024 12:52 Rauðu örvarnar á flugsýningu. Níu flugvélar skipa sveitina. Wikimedia/Adrian Pingstone Listflugsveit breska flughersins, Rauðu örvarnar, er væntanleg til Keflavíkurflugvallar síðdegis. Utanríkisráðuneytið segir núna að vegna flugskilyrða frá Bretlandi sé mjög ólíklegt að um verði að ræða eiginlega flugsýningu við komu sveitarinnar til Íslands. Ráðuneytið segir að áætlaður lendingartími Rauðu örvanna sé á tímabilinu 16 til 17:30. Frá Isavia fengust þær upplýsingar að von væri á flugsveitinni til Keflavíkur klukkan 15:50. Hún myndi aðeins hafa skamma viðdvöl á Íslandi og gert væri ráð fyrir brottför klukkan níu í fyrramálið. Í flugturninum áttu menn ekki von á öðru en hefðbundinni lendingu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hyggst taka á móti flugsveitinni. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í fyrradag kom fram að Þórdís Kolbrún yrði viðstödd á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar „rauðu örvarnar leika listir sínar“. Núna virðist ólíklegt að ráðherrann fái að sjá mikla loftfimleika. Rauðu örvarnar koma hingað frá Bretlandi á leið sinni vestur um haf. Listflugsveitin, sem samanstendur af níu þotum, er á leið í mánaðarlanga sýningarför um Kanada í tilefni 100 ára afmælis kanadíska flughersins. Fréttir af flugi Bretland Keflavíkurflugvöllur NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Rauðu örvarnar leika listir sínar á Íslandi Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar. 15. ágúst 2024 23:25 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Ráðuneytið segir að áætlaður lendingartími Rauðu örvanna sé á tímabilinu 16 til 17:30. Frá Isavia fengust þær upplýsingar að von væri á flugsveitinni til Keflavíkur klukkan 15:50. Hún myndi aðeins hafa skamma viðdvöl á Íslandi og gert væri ráð fyrir brottför klukkan níu í fyrramálið. Í flugturninum áttu menn ekki von á öðru en hefðbundinni lendingu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hyggst taka á móti flugsveitinni. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í fyrradag kom fram að Þórdís Kolbrún yrði viðstödd á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar „rauðu örvarnar leika listir sínar“. Núna virðist ólíklegt að ráðherrann fái að sjá mikla loftfimleika. Rauðu örvarnar koma hingað frá Bretlandi á leið sinni vestur um haf. Listflugsveitin, sem samanstendur af níu þotum, er á leið í mánaðarlanga sýningarför um Kanada í tilefni 100 ára afmælis kanadíska flughersins.
Fréttir af flugi Bretland Keflavíkurflugvöllur NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Rauðu örvarnar leika listir sínar á Íslandi Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar. 15. ágúst 2024 23:25 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Rauðu örvarnar leika listir sínar á Íslandi Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar. 15. ágúst 2024 23:25