„Algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 13:58 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Stöð 2/Arnar Ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins segir formaður VR. Þetta sýni samanburður sem félagið hafi gert á vaxtaþróun og verðbólgu á Norðurlöndum. Verkalýðshreyfingin hafi verið blekkt við gerð síðustu kjarasamninga. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir næstu stýrivaxtaákvörðun á miðvikudag og hefur hagfræðideild Landsbankans spáð því að vöxtum verði haldi óbreyttum í ljósi þess að verðbólga var umfram væntingar í sumar. Innan VR hefur verið unnið að samanburðargreiningu á vaxtaumhverfi og verðbólgu á Norðurlöndunum og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, segir niðurstöðuna skýra. „Staðan horfir þannig við mér að bæði ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist í að stýra hér efnahag landsins,“ segir Ragnar Þór, ómyrkur í máli. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun kynna næstu vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku.vísir/arnar Hann bendir á að verðbólga hafi mælst yfir tólf prósentum í Svíþjóð í kringum ársbyrjun 2023 en að þar hafi stýrivextir ekki verið hækkaðir eins skarpt. „Þar fóru þeir hæst í um fjögur prósent á meðan stýrivextir hafa verið hér í 9,25 prósentum. Húsnæðislánavextir hér eru um og yfir ellefu prósentin á meðan húsnæðisvextir í Svíþjóð eru 4,4 prósent,“ segir Ragnar. Samið hafi verið um aðeins meiri launahækkanir í Svíþjóð en hér á landi og þar sé verðbólga nú komin undir þrjú prósent. Hér á landi þokaðist verðbólga aftur upp fyrir sex prósent í júlí og er að mestu drifin áfram af húsnæðismarkaðnum. „Það er meðal annars vegna skortstöðu sem hefur myndast á húsnæðimarkaði og hárra vaxta sem dregur úr framboði á húsnæði vegna þess að verktakar eru að draga úr framkvæmdum. Ábyrgðaleysi stjórnvalda varðandi húsnæðismarkaðinn og ábyrgðaleysi seðlabanka varðandi efnahagsstjórn er með þvílíkum einsdæmum að það er erfitt að koma orðum yfir það,“ segir Ragnar. Óttast spíral vanskila Vanskil heimila og fyrirtækja hafa aukist nokkuð hratt á síðustu mánuðum og Ragnar óttast að þau fari ört vaxandi í þessu vaxtaumhverfi. „Þegar sá spírall er kominn í gang er bara ekki víst að við náum að vinda ofan af þessu.“ Ragnar bendir á að samið hafi verið um hóflegar launahækkanir í vor í von um að ná tökum á verðbólgu til þess að lækka mætti stýrivexti. „Við fórum í einu og öllu eftir leiðbeiningum seðlabankans sem taldi að til þess að það væri hægt að fara í verulegar vaxtalækkanir þyrftu kjarasamningar að vera með ákveðnum hætti. Seðlabankinn hefur greinilega gert eins og hann hefur gert áður, blekkt bæði verkalýðshryeringuna og almenning í landinu, alveg eins og þegar hann taldi lágvaxtastefnu komna til að vera.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir næstu stýrivaxtaákvörðun á miðvikudag og hefur hagfræðideild Landsbankans spáð því að vöxtum verði haldi óbreyttum í ljósi þess að verðbólga var umfram væntingar í sumar. Innan VR hefur verið unnið að samanburðargreiningu á vaxtaumhverfi og verðbólgu á Norðurlöndunum og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, segir niðurstöðuna skýra. „Staðan horfir þannig við mér að bæði ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist í að stýra hér efnahag landsins,“ segir Ragnar Þór, ómyrkur í máli. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun kynna næstu vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku.vísir/arnar Hann bendir á að verðbólga hafi mælst yfir tólf prósentum í Svíþjóð í kringum ársbyrjun 2023 en að þar hafi stýrivextir ekki verið hækkaðir eins skarpt. „Þar fóru þeir hæst í um fjögur prósent á meðan stýrivextir hafa verið hér í 9,25 prósentum. Húsnæðislánavextir hér eru um og yfir ellefu prósentin á meðan húsnæðisvextir í Svíþjóð eru 4,4 prósent,“ segir Ragnar. Samið hafi verið um aðeins meiri launahækkanir í Svíþjóð en hér á landi og þar sé verðbólga nú komin undir þrjú prósent. Hér á landi þokaðist verðbólga aftur upp fyrir sex prósent í júlí og er að mestu drifin áfram af húsnæðismarkaðnum. „Það er meðal annars vegna skortstöðu sem hefur myndast á húsnæðimarkaði og hárra vaxta sem dregur úr framboði á húsnæði vegna þess að verktakar eru að draga úr framkvæmdum. Ábyrgðaleysi stjórnvalda varðandi húsnæðismarkaðinn og ábyrgðaleysi seðlabanka varðandi efnahagsstjórn er með þvílíkum einsdæmum að það er erfitt að koma orðum yfir það,“ segir Ragnar. Óttast spíral vanskila Vanskil heimila og fyrirtækja hafa aukist nokkuð hratt á síðustu mánuðum og Ragnar óttast að þau fari ört vaxandi í þessu vaxtaumhverfi. „Þegar sá spírall er kominn í gang er bara ekki víst að við náum að vinda ofan af þessu.“ Ragnar bendir á að samið hafi verið um hóflegar launahækkanir í vor í von um að ná tökum á verðbólgu til þess að lækka mætti stýrivexti. „Við fórum í einu og öllu eftir leiðbeiningum seðlabankans sem taldi að til þess að það væri hægt að fara í verulegar vaxtalækkanir þyrftu kjarasamningar að vera með ákveðnum hætti. Seðlabankinn hefur greinilega gert eins og hann hefur gert áður, blekkt bæði verkalýðshryeringuna og almenning í landinu, alveg eins og þegar hann taldi lágvaxtastefnu komna til að vera.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira