„Algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 13:58 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Stöð 2/Arnar Ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins segir formaður VR. Þetta sýni samanburður sem félagið hafi gert á vaxtaþróun og verðbólgu á Norðurlöndum. Verkalýðshreyfingin hafi verið blekkt við gerð síðustu kjarasamninga. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir næstu stýrivaxtaákvörðun á miðvikudag og hefur hagfræðideild Landsbankans spáð því að vöxtum verði haldi óbreyttum í ljósi þess að verðbólga var umfram væntingar í sumar. Innan VR hefur verið unnið að samanburðargreiningu á vaxtaumhverfi og verðbólgu á Norðurlöndunum og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, segir niðurstöðuna skýra. „Staðan horfir þannig við mér að bæði ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist í að stýra hér efnahag landsins,“ segir Ragnar Þór, ómyrkur í máli. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun kynna næstu vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku.vísir/arnar Hann bendir á að verðbólga hafi mælst yfir tólf prósentum í Svíþjóð í kringum ársbyrjun 2023 en að þar hafi stýrivextir ekki verið hækkaðir eins skarpt. „Þar fóru þeir hæst í um fjögur prósent á meðan stýrivextir hafa verið hér í 9,25 prósentum. Húsnæðislánavextir hér eru um og yfir ellefu prósentin á meðan húsnæðisvextir í Svíþjóð eru 4,4 prósent,“ segir Ragnar. Samið hafi verið um aðeins meiri launahækkanir í Svíþjóð en hér á landi og þar sé verðbólga nú komin undir þrjú prósent. Hér á landi þokaðist verðbólga aftur upp fyrir sex prósent í júlí og er að mestu drifin áfram af húsnæðismarkaðnum. „Það er meðal annars vegna skortstöðu sem hefur myndast á húsnæðimarkaði og hárra vaxta sem dregur úr framboði á húsnæði vegna þess að verktakar eru að draga úr framkvæmdum. Ábyrgðaleysi stjórnvalda varðandi húsnæðismarkaðinn og ábyrgðaleysi seðlabanka varðandi efnahagsstjórn er með þvílíkum einsdæmum að það er erfitt að koma orðum yfir það,“ segir Ragnar. Óttast spíral vanskila Vanskil heimila og fyrirtækja hafa aukist nokkuð hratt á síðustu mánuðum og Ragnar óttast að þau fari ört vaxandi í þessu vaxtaumhverfi. „Þegar sá spírall er kominn í gang er bara ekki víst að við náum að vinda ofan af þessu.“ Ragnar bendir á að samið hafi verið um hóflegar launahækkanir í vor í von um að ná tökum á verðbólgu til þess að lækka mætti stýrivexti. „Við fórum í einu og öllu eftir leiðbeiningum seðlabankans sem taldi að til þess að það væri hægt að fara í verulegar vaxtalækkanir þyrftu kjarasamningar að vera með ákveðnum hætti. Seðlabankinn hefur greinilega gert eins og hann hefur gert áður, blekkt bæði verkalýðshryeringuna og almenning í landinu, alveg eins og þegar hann taldi lágvaxtastefnu komna til að vera.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir næstu stýrivaxtaákvörðun á miðvikudag og hefur hagfræðideild Landsbankans spáð því að vöxtum verði haldi óbreyttum í ljósi þess að verðbólga var umfram væntingar í sumar. Innan VR hefur verið unnið að samanburðargreiningu á vaxtaumhverfi og verðbólgu á Norðurlöndunum og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, segir niðurstöðuna skýra. „Staðan horfir þannig við mér að bæði ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist í að stýra hér efnahag landsins,“ segir Ragnar Þór, ómyrkur í máli. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun kynna næstu vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku.vísir/arnar Hann bendir á að verðbólga hafi mælst yfir tólf prósentum í Svíþjóð í kringum ársbyrjun 2023 en að þar hafi stýrivextir ekki verið hækkaðir eins skarpt. „Þar fóru þeir hæst í um fjögur prósent á meðan stýrivextir hafa verið hér í 9,25 prósentum. Húsnæðislánavextir hér eru um og yfir ellefu prósentin á meðan húsnæðisvextir í Svíþjóð eru 4,4 prósent,“ segir Ragnar. Samið hafi verið um aðeins meiri launahækkanir í Svíþjóð en hér á landi og þar sé verðbólga nú komin undir þrjú prósent. Hér á landi þokaðist verðbólga aftur upp fyrir sex prósent í júlí og er að mestu drifin áfram af húsnæðismarkaðnum. „Það er meðal annars vegna skortstöðu sem hefur myndast á húsnæðimarkaði og hárra vaxta sem dregur úr framboði á húsnæði vegna þess að verktakar eru að draga úr framkvæmdum. Ábyrgðaleysi stjórnvalda varðandi húsnæðismarkaðinn og ábyrgðaleysi seðlabanka varðandi efnahagsstjórn er með þvílíkum einsdæmum að það er erfitt að koma orðum yfir það,“ segir Ragnar. Óttast spíral vanskila Vanskil heimila og fyrirtækja hafa aukist nokkuð hratt á síðustu mánuðum og Ragnar óttast að þau fari ört vaxandi í þessu vaxtaumhverfi. „Þegar sá spírall er kominn í gang er bara ekki víst að við náum að vinda ofan af þessu.“ Ragnar bendir á að samið hafi verið um hóflegar launahækkanir í vor í von um að ná tökum á verðbólgu til þess að lækka mætti stýrivexti. „Við fórum í einu og öllu eftir leiðbeiningum seðlabankans sem taldi að til þess að það væri hægt að fara í verulegar vaxtalækkanir þyrftu kjarasamningar að vera með ákveðnum hætti. Seðlabankinn hefur greinilega gert eins og hann hefur gert áður, blekkt bæði verkalýðshryeringuna og almenning í landinu, alveg eins og þegar hann taldi lágvaxtastefnu komna til að vera.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira