Gagnrýnir tvískinnung borgaryfirvalda með orlofsgreiðslur Dags Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2024 10:52 Sólveig Anna telur að Dagur njóti kjara sem borgin vill ekki að almennir starfsmenn fái. Vísir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, furðar sig á tíu milljóna króna orlofsgreiðslu Reykjavíkurborgar til Dags B. Eggertssonar í ljósi þess að borgin hafi reynt að koma í veg fyrir að almennir starfsmenn geti flutt orlofsdaga á milli ára. Milljóna króna orlofsgreiðsla borginnar til Dags við starsflok hans sem borgarstjóra sætir nú gagnrýni. Greiðslan er vegna uppsafnaðs leyfis sem Dagur segist ekki hafa haft tök á að nýta sér á þeim áratug sem hann var borgarstjóri. Formaður Eflingar rifjar upp í Facebook-færslu að Reykjavíkurborg hafi krafist þess við kjarasamningagerð árið 2020 að uppsafnað orlof starfsmanna félli niður nýttu þeir það ekki innan þriggja ára. Alþýðusambandið hafi varað borgina við að slík sjálfkrafa fyrning áunnins orlofs væri ólögleg. Borgin hafi þannig ekki treyst sér til þes að taka upp ónýtt orlofs starfsmanna, að því er Sólveig Anna segist best vita til. Yfirvöld hafi engu að síður ekki viljað fallast á afstöðu ASÍ um að slíkt sé óheimilt. „En nú kemur í ljós að þegar um borgarstjóra er að ræða, hæst launaða einstaklings borgarkerfisins og þann valdamesta, virðist ekkert standa í vegi fyrir því að flytja daga á milli orlofstímabila árum saman, og fá þá svo alla greidda út við starfslok,“ skrifar Sólveig Anna sem vitnar í Biblíuvers máli sínu til áherslu. „Það er ekki sama Jón og séra Jón,“ segir hún. Dagur segist sjálfur alltaf hafa reynt að taka sumarfrí öll árin sem hann var borgarstjóri en honum hafi aldrei tekist að fullnýta það. Hann hafi yfirleitt átt eina til tvær vikur eftir ónýttar. „Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ sagði Dagur í gær. Reykjavík Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira
Milljóna króna orlofsgreiðsla borginnar til Dags við starsflok hans sem borgarstjóra sætir nú gagnrýni. Greiðslan er vegna uppsafnaðs leyfis sem Dagur segist ekki hafa haft tök á að nýta sér á þeim áratug sem hann var borgarstjóri. Formaður Eflingar rifjar upp í Facebook-færslu að Reykjavíkurborg hafi krafist þess við kjarasamningagerð árið 2020 að uppsafnað orlof starfsmanna félli niður nýttu þeir það ekki innan þriggja ára. Alþýðusambandið hafi varað borgina við að slík sjálfkrafa fyrning áunnins orlofs væri ólögleg. Borgin hafi þannig ekki treyst sér til þes að taka upp ónýtt orlofs starfsmanna, að því er Sólveig Anna segist best vita til. Yfirvöld hafi engu að síður ekki viljað fallast á afstöðu ASÍ um að slíkt sé óheimilt. „En nú kemur í ljós að þegar um borgarstjóra er að ræða, hæst launaða einstaklings borgarkerfisins og þann valdamesta, virðist ekkert standa í vegi fyrir því að flytja daga á milli orlofstímabila árum saman, og fá þá svo alla greidda út við starfslok,“ skrifar Sólveig Anna sem vitnar í Biblíuvers máli sínu til áherslu. „Það er ekki sama Jón og séra Jón,“ segir hún. Dagur segist sjálfur alltaf hafa reynt að taka sumarfrí öll árin sem hann var borgarstjóri en honum hafi aldrei tekist að fullnýta það. Hann hafi yfirleitt átt eina til tvær vikur eftir ónýttar. „Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ sagði Dagur í gær.
Reykjavík Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira