Skilur gagnrýni á háa orlofsgreiðslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 12:21 Dagur B. Eggertsson hætti sem borgarstjóri um áramótin. Vísir/Arnar Fyrrverandi borgarstjóri segist ekki hafa tekið fullt orlof í tíu ár sem útskýri tíu milljóna króna greiðslu til hans. Sömu reglur gildi um borgarstjóra og alla aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn lagði fram viðauka við fjárhagsáætlun borgarinnar um miðjan júní þess efnis að fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara væru hækkaðar um 25 milljónir króna vegna breytinga á launa - og starfsmannakostnaði. Ekki voru gefnar aðrar skýringar. Borgarritari upplýsti svo Morgunblaðið í júní að hækkunin væri vegna borgarstjórnaskipta. Uppgjörið væri vegna ráðningarbréfs fyrrverandi borgarstjóra og fyrrverandi aðstoðarmanns. Þar var svo greint frá því í morgun að hluti greiðslunnar eða tíu milljónir króna væri vegna orlofs fyrrverandi borgarstjóra. Borgin skipti greiðslunni í tvennt Fréttastofa óskaði eftir skýringum frá borginni í morgun á greiðslum til fyrrverandi borgarstjóra og fékk staðfest að orlofsuppgjör nemi tæpum tíu milljónum króna. Það sé vegna uppsafnaðs leyfis sem hann hafi ekki átt tök á að nýta sér þann tíma eða þau tíu ár sem hann var borgarstjóri. Þá hafi hann fengið orlofið greitt í tveimur greiðslum. Erfitt að taka fullt frí sem borgarstjóri Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri kveðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí. „Ég reyndi að taka sumarfrí öll árin sem ég starfaði en náði aldrei að fullnýta það. Ég átti yfirleitt eftir eina til tvær vikur af sumarfríinu. Þess vegna safnast þetta upp. Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ segir Dagur. Hann segir að sömu regur hafi gilt um aðra starfmenn og stjórnendur borgarinnar. „Það eru nákvæmlega sömu reglur sem gilda um borgarstjóra og aðra starfsmenn borgarinnar. Það er gert upp orlof við starfslok. Þetta er samkvæmt kjarasamningi Sameykis í ráðningarbréfi borgarstjóra,“ segir Dagur. Aðspurður um hvort hann viti til þess að starfsmenn borgarinnar hafi við starfslok fengið greiðslur svo langt aftur í tímann svarar Dagur: „Ég þekki ekki orlofsgreiðslur aftur í tímann.“ Hefur skilning á gagnrýni Hann segir eðlilegt að fólk gagnrýni upphæð greiðslunnar og hversu langt aftur hún nær. „Ég skil slíka gagnrýni vel. En þegar fólk áttar sig á að þessi upphæð hefur safnast upp á tíu árum og inn í tölunni eru launatengd gjöld þá ætti það að skilja málið betur,“ segir hann. Aðspurður um hvort honum þyki eðlilegt að starfsfólk geti safnað slíkum greiðslum upp svara Dagur: „Það hefur lengi verið til viðræðu milli aðila vinnumarkaðarins og í vor var samið um að skipta um kerfi.“ Greiðslan nær óvenju langt aftur Samkvæmt upplýsingum frá Sameyki stéttarfélagi er uppgjör af þessu tagi í samræmi við kröfur stéttarfélagsins. Það sé hins vegar óvenjulegt að slíkar greiðslur nái svo langt aftur í tímann. Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Borgarstjórn lagði fram viðauka við fjárhagsáætlun borgarinnar um miðjan júní þess efnis að fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara væru hækkaðar um 25 milljónir króna vegna breytinga á launa - og starfsmannakostnaði. Ekki voru gefnar aðrar skýringar. Borgarritari upplýsti svo Morgunblaðið í júní að hækkunin væri vegna borgarstjórnaskipta. Uppgjörið væri vegna ráðningarbréfs fyrrverandi borgarstjóra og fyrrverandi aðstoðarmanns. Þar var svo greint frá því í morgun að hluti greiðslunnar eða tíu milljónir króna væri vegna orlofs fyrrverandi borgarstjóra. Borgin skipti greiðslunni í tvennt Fréttastofa óskaði eftir skýringum frá borginni í morgun á greiðslum til fyrrverandi borgarstjóra og fékk staðfest að orlofsuppgjör nemi tæpum tíu milljónum króna. Það sé vegna uppsafnaðs leyfis sem hann hafi ekki átt tök á að nýta sér þann tíma eða þau tíu ár sem hann var borgarstjóri. Þá hafi hann fengið orlofið greitt í tveimur greiðslum. Erfitt að taka fullt frí sem borgarstjóri Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri kveðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí. „Ég reyndi að taka sumarfrí öll árin sem ég starfaði en náði aldrei að fullnýta það. Ég átti yfirleitt eftir eina til tvær vikur af sumarfríinu. Þess vegna safnast þetta upp. Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ segir Dagur. Hann segir að sömu regur hafi gilt um aðra starfmenn og stjórnendur borgarinnar. „Það eru nákvæmlega sömu reglur sem gilda um borgarstjóra og aðra starfsmenn borgarinnar. Það er gert upp orlof við starfslok. Þetta er samkvæmt kjarasamningi Sameykis í ráðningarbréfi borgarstjóra,“ segir Dagur. Aðspurður um hvort hann viti til þess að starfsmenn borgarinnar hafi við starfslok fengið greiðslur svo langt aftur í tímann svarar Dagur: „Ég þekki ekki orlofsgreiðslur aftur í tímann.“ Hefur skilning á gagnrýni Hann segir eðlilegt að fólk gagnrýni upphæð greiðslunnar og hversu langt aftur hún nær. „Ég skil slíka gagnrýni vel. En þegar fólk áttar sig á að þessi upphæð hefur safnast upp á tíu árum og inn í tölunni eru launatengd gjöld þá ætti það að skilja málið betur,“ segir hann. Aðspurður um hvort honum þyki eðlilegt að starfsfólk geti safnað slíkum greiðslum upp svara Dagur: „Það hefur lengi verið til viðræðu milli aðila vinnumarkaðarins og í vor var samið um að skipta um kerfi.“ Greiðslan nær óvenju langt aftur Samkvæmt upplýsingum frá Sameyki stéttarfélagi er uppgjör af þessu tagi í samræmi við kröfur stéttarfélagsins. Það sé hins vegar óvenjulegt að slíkar greiðslur nái svo langt aftur í tímann.
Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira