„Flestum í Noregi er illa við EES“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2024 08:01 „Flestum í Noregi er illa við Evrópska efnahagssvæðið,“ sagði Fredrik Sejersted, lagaprófessor við Oslóarháskóla, á fundi í Norræna húsinu í september 2009 en hann hafði þá farið fyrir nefnd sem vann skýrslu fyrir norsk stjórnvöld um reynslu Norðmanna af samningnum. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan liggur fyrir að óánægja með EES-samninginn hefur farið vaxandi í Noregi miðað við skoðanakannanir. Til að mynda telur þannig afgerandi meirihluti Norðmanna að Evrópusambandið hafi of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU fyrr á þessu ári eða 57% á móti 27%. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti í könnuninni telja tæplega 68% völd sambandsins of mikil. Fjallað var um könnunina í norska dagblaðinu Nationen og kom þar enn fremur fram að meirihluti bæði kvenna og karla teldu Evrópusambandið hafa of mikil völd í Noregi í gegnum EES-samninginn. Hið sama ætti við um alla aldursflokka og landshluta. Þá væri meirihluti stuðningsmanna allra norskra stjórnmálaflokka sömu skoðunar fyrir utan Umhverfisflokkinn sem hefur einungis þrjár þingmenn á norska þinginu af 169. Vilja frekar fríverzlunarsamning Fleiri voru hlynntir því en andvígir að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið í annarri skoðanakönnun Sentio fyrr á árinu. Fleiri kannanir hafa skilað sömu niðurstöðu undanfarin ár. Kannanir hafa einnig sýnt mun fleiri hlynnta þjóðaratkvæði um aðildina að samningnum en andvíga. Þá hafa allar kannanir frá 2005 sýnt meirihluta andvígan inngöngu í sambandið. Hins vegar hafa kannanir þar sem einungis hefur verið spurt um afstöðu til EES-samningsins sýnt fleiri hlynnta áframhaldandi aðild að honum en andvíga þó stuðningur við samninginn hafi farið minnkandi í þeim. Eina rökrétta skýringin á þessum mismun er sú að umræðan í Noregi hefur lengi gengið út á það að aðeins séu tveir kostir í boði, áframhaldandi aðild að EES-samningnum eða innganga í Evrópusambandið. Fyrir vikið er líklegt að margir líti svo á að stuðningur við EES-samninginn jafngildi andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið. Þegar hins vegar er boðið upp á annan valkost sem ljóst er að gengur alls ekki út á inngöngu í sambandið, fríverzlunarsamning, er fólki væntanlega ljóst að óhætt sé að tjá andstöðu sína við EES-samninginn án þess að hægt sé að túlka það sem stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Höfum þegar látið á það reyna Hið sama á að öllum líkindum við hér á landi og í Noregi enda hefur umræðan hér lengi verið á sömu nótum. Það er að valið standi aðeins á milli inngöngu í Evrópusambandið eða áframhaldandi aðildar að EES-samningnum. Víðtækir fríverzlunarsamningar, sú leið sem allajafna er farin í dag þegar samið er um milliríkjaviðskipti, voru ekki komnir til sögunnar þegar samið var um EES-samninginn fyrir rúmum 30 árum síðan. Við Íslendingar höfum þegar látið á það reyna að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Það er í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum, án þess að neitt færi á hliðina í samskiptum landanna og án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á sífellt meira íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Við erum þannig í meginatriðum í sömu stöðu og Norðmenn hvað EES-samninginn varðar í þessum efnum. Tímabært er að skipta honum úr fyrir víðtækan fríverzlunarsamning líkt og flest ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu hagsmuni og þar með talið Evrópusambandið. Þá annað hvort alfarið á eigin forsendum eða í samfloti með hinum EFTA-ríkjunum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
„Flestum í Noregi er illa við Evrópska efnahagssvæðið,“ sagði Fredrik Sejersted, lagaprófessor við Oslóarháskóla, á fundi í Norræna húsinu í september 2009 en hann hafði þá farið fyrir nefnd sem vann skýrslu fyrir norsk stjórnvöld um reynslu Norðmanna af samningnum. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan liggur fyrir að óánægja með EES-samninginn hefur farið vaxandi í Noregi miðað við skoðanakannanir. Til að mynda telur þannig afgerandi meirihluti Norðmanna að Evrópusambandið hafi of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU fyrr á þessu ári eða 57% á móti 27%. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti í könnuninni telja tæplega 68% völd sambandsins of mikil. Fjallað var um könnunina í norska dagblaðinu Nationen og kom þar enn fremur fram að meirihluti bæði kvenna og karla teldu Evrópusambandið hafa of mikil völd í Noregi í gegnum EES-samninginn. Hið sama ætti við um alla aldursflokka og landshluta. Þá væri meirihluti stuðningsmanna allra norskra stjórnmálaflokka sömu skoðunar fyrir utan Umhverfisflokkinn sem hefur einungis þrjár þingmenn á norska þinginu af 169. Vilja frekar fríverzlunarsamning Fleiri voru hlynntir því en andvígir að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið í annarri skoðanakönnun Sentio fyrr á árinu. Fleiri kannanir hafa skilað sömu niðurstöðu undanfarin ár. Kannanir hafa einnig sýnt mun fleiri hlynnta þjóðaratkvæði um aðildina að samningnum en andvíga. Þá hafa allar kannanir frá 2005 sýnt meirihluta andvígan inngöngu í sambandið. Hins vegar hafa kannanir þar sem einungis hefur verið spurt um afstöðu til EES-samningsins sýnt fleiri hlynnta áframhaldandi aðild að honum en andvíga þó stuðningur við samninginn hafi farið minnkandi í þeim. Eina rökrétta skýringin á þessum mismun er sú að umræðan í Noregi hefur lengi gengið út á það að aðeins séu tveir kostir í boði, áframhaldandi aðild að EES-samningnum eða innganga í Evrópusambandið. Fyrir vikið er líklegt að margir líti svo á að stuðningur við EES-samninginn jafngildi andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið. Þegar hins vegar er boðið upp á annan valkost sem ljóst er að gengur alls ekki út á inngöngu í sambandið, fríverzlunarsamning, er fólki væntanlega ljóst að óhætt sé að tjá andstöðu sína við EES-samninginn án þess að hægt sé að túlka það sem stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Höfum þegar látið á það reyna Hið sama á að öllum líkindum við hér á landi og í Noregi enda hefur umræðan hér lengi verið á sömu nótum. Það er að valið standi aðeins á milli inngöngu í Evrópusambandið eða áframhaldandi aðildar að EES-samningnum. Víðtækir fríverzlunarsamningar, sú leið sem allajafna er farin í dag þegar samið er um milliríkjaviðskipti, voru ekki komnir til sögunnar þegar samið var um EES-samninginn fyrir rúmum 30 árum síðan. Við Íslendingar höfum þegar látið á það reyna að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Það er í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum, án þess að neitt færi á hliðina í samskiptum landanna og án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á sífellt meira íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Við erum þannig í meginatriðum í sömu stöðu og Norðmenn hvað EES-samninginn varðar í þessum efnum. Tímabært er að skipta honum úr fyrir víðtækan fríverzlunarsamning líkt og flest ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu hagsmuni og þar með talið Evrópusambandið. Þá annað hvort alfarið á eigin forsendum eða í samfloti með hinum EFTA-ríkjunum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar