Ungt fólk á Íslandi: kjósið ykkur út úr ójöfnuði og ranglæti í jöfnuð og réttlæti! Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. ágúst 2024 08:01 Þjóðfélagið skiptist í hópa á ýmsum forsendum og út frá ýmsum skilgreiningum. Ein skilgreiningin er, að skipta fólki upp í fjármagnseigendur, annars vegar, og þá, sem eru það ekki, hins vegar. Það vantar gott íslenzkt heiti yfir þennan síðari hóp, „skuldarar“ nær því ekki vel - fjármagnseigendur skulda oft líka - og hef ég ákveðið að kalla þennan síðarnefnda hóp „fjármagnsþurfa“. Hér er mest um venjulegt fólk að ræða, frá þeim, sem minna mega sín, upp í miðstétt og jafnvel lengra, en sá hópur, sem þarf fjármagn annarra, fjármagnseigenda, til að fjármagna sínar óskir, þarfir og sína velferð, sítt líf - kannske bíl, íbúð, hús, eða aðrar óskir eða þarfir - er stór hluti þjóðfélagsþegna. Í rauninni má segja, að grunn hagsmunabaráttan í hverju þjóðfélagi fari fram milli fjármagnseigenda og fjármagnsþurfa. Báðir hópar þurfa þó á hinum að halda. Fjármagnsþurfar komast ekki undan því, að leita til fjármagnseigenda. Fjármagnseigendur geta, hins vegar, líka ávaxtað sitt pund með margvíslegri annarri fjárfestingu, svo sem í hlutabréfum, verðbréfum, fasteignum, atvinnurekstri o.s.frv. Þeir hafa því oftast haft yfirhöndina í þessum samskiptum. Stóra hagsmunamálið fyrir fjármagnseigendur og fjármagnsþurfa er spurningin um vexti. Hversu háa vexti þurfa fjármagnsþurfar að greiða. Hér hafa fjármagnseigendur lengi haft sterka stöðu, neytt aflsmunar og þvingað fjármagnsþurfa til að greiða háa vexti, oft í slíkum mæli, að við arðráni liggur. Fjármagnsþurfar greiddu þá oft fjámagnið, sem þeir fengu að láni, margfalt til baka vegna hárra vaxtakrafna fjármagns-eigenda. Þannig verða fjármagnseigendur ríkari og ríkari, en fjármagnsþurfar eiga oft í vök að verjast við að tryggja sína stöðu, þrátt fyrir mikið starfsframlag eða aðra harða viðleitni til verðmætasköpunar. Það, sem umfram er daglegum þörfum og grunn eignarmyndun, rennur oft til fjármagnseigenda. Þarna verður til mikið misrétti, mikill ójöfnuður, fjármagnsþurfar vinna og strita, en komast rétt af, á sama tíma og fjármagnseigendur fleyta rjómann ofan af afrakstri erfiðisins og blómstra. Þetta á auðvitað sérstaklega við um þjóðfélög, þar sem vextir eru háir. Þar er Ísland fremst í flokki meðal vestrænna þjóða, vegna okkar örmynntar, íslenzku krónunnar, og þess stjórnarfars og þeirrar peningastefnu, sem hér er rekin, en fjármagnsþurfar verða um þessar mundir að greiða bönkum og fjármagnseigendum frá 11 upp í 18 prósent vexti, þó að verðbólga – hér án húsnæðiskostnaðar, sem á ekki heima í verðbólguútreikningi – sé ekki „nema“ 4,3%. Eru þeir vextir, sem íslenzkir fjármagnsþurfar þurfa að greiða, tvö- eða þrefallt hærri en þeir vextir, sem almennt gerast í hinum vestræna heimi. Þetta stórskaðar auðvitað afkomu og efnahagslega velferð þorra Íslendinga. Er í raun með ólíkindum, að kjósendur hér skuli hafa kosið þessa stórfelldu slagsíðu á sinni afkomu og velferð yfir sig, aftur og aftur, í hundrað ár. Sennilega hefur hér vantað þekkingu og skilning. Gjaldmiðill er efnahagslegt verkfæri og stjórnunartæki. Á bak við gjaldmiðla standa pólítískar hugmyndir og stjórnendur í formi stjórnmálaleiðtoga, fjármálayfirvalda og seðlabanka. Með peningastjórn, gjaldmiðli og ramma utan um hann, er hægt að hafa áhrif á eða stjórna verðgildi gjaldmiðils, stöðugleika hans og þeirri ávöxtun, sem fjármagnseigendur geta tekið eða mega taka af fjármagnsþurfum. Fyrir tilstuðlan ESB, Evrópusambandsins, og Evrópska Seðlabankans, hefur gjaldmiðli sambandsins, Evrunni, nú verið beitt í tvo áratugi til að skapa stóraukið jafnrétti milli fjármagnseigenda og fjármagnsþurfa, með innleiðingu algjörrar lágvaxtastefnu, sem aftur byggir á styrk og stöðugleika gjaldmiðilsins. Þannig losna fjármagnseigendur við áhættuna af því, að verðgildi peninga þeirra rýrni, en á sama hátt hefur ávöxtunin, sem fjármagnseigendur og bankar fengu lengi vel, 5-10-15% ársvextir, sem tvöfaldaði kannske fjármuni þeirra á fimm árum, verið færð niður 1-3-5% ársávöxtun, og hefur greiðslubirgði fjármagnsþurfa auðvitað verið létt að sama skapi. Ef litið er til verðbólgu í þessu sambandi, þá hún á Evru-svæðinu nú um 2,5%. Þetta nýja gjaldmiðilsverkfæri, Evran, hefur þannig stórbætt hag fjármagnsþurfa í 26 Evru-löndum og tryggt mörgum þeirra gott og blómlegt líf, sem ella hefði verið draumur einn. Jafnhliða hefur öryggi fjármagnseigenda verið aukið. Það er mál til komið, að Íslendingar setji sig inn í þessi mál og átti sig á því, annars vegar, hversu mikið og öflugt jafnréttistæki Evran er, og, hins vegar, hversu mikill skaðræðisvaldur og ójöfnuðartól krónan er. Ungt fólk á Íslandi; kjósið ykkur nú út úr ójöfnuði og ranglæti inn í jafnrétti og réttlæti með því að styðja Evru-flokka landsins í næstu kosningum. Það er ekki víst, að þær séu langt undan. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðfélagið skiptist í hópa á ýmsum forsendum og út frá ýmsum skilgreiningum. Ein skilgreiningin er, að skipta fólki upp í fjármagnseigendur, annars vegar, og þá, sem eru það ekki, hins vegar. Það vantar gott íslenzkt heiti yfir þennan síðari hóp, „skuldarar“ nær því ekki vel - fjármagnseigendur skulda oft líka - og hef ég ákveðið að kalla þennan síðarnefnda hóp „fjármagnsþurfa“. Hér er mest um venjulegt fólk að ræða, frá þeim, sem minna mega sín, upp í miðstétt og jafnvel lengra, en sá hópur, sem þarf fjármagn annarra, fjármagnseigenda, til að fjármagna sínar óskir, þarfir og sína velferð, sítt líf - kannske bíl, íbúð, hús, eða aðrar óskir eða þarfir - er stór hluti þjóðfélagsþegna. Í rauninni má segja, að grunn hagsmunabaráttan í hverju þjóðfélagi fari fram milli fjármagnseigenda og fjármagnsþurfa. Báðir hópar þurfa þó á hinum að halda. Fjármagnsþurfar komast ekki undan því, að leita til fjármagnseigenda. Fjármagnseigendur geta, hins vegar, líka ávaxtað sitt pund með margvíslegri annarri fjárfestingu, svo sem í hlutabréfum, verðbréfum, fasteignum, atvinnurekstri o.s.frv. Þeir hafa því oftast haft yfirhöndina í þessum samskiptum. Stóra hagsmunamálið fyrir fjármagnseigendur og fjármagnsþurfa er spurningin um vexti. Hversu háa vexti þurfa fjármagnsþurfar að greiða. Hér hafa fjármagnseigendur lengi haft sterka stöðu, neytt aflsmunar og þvingað fjármagnsþurfa til að greiða háa vexti, oft í slíkum mæli, að við arðráni liggur. Fjármagnsþurfar greiddu þá oft fjámagnið, sem þeir fengu að láni, margfalt til baka vegna hárra vaxtakrafna fjármagns-eigenda. Þannig verða fjármagnseigendur ríkari og ríkari, en fjármagnsþurfar eiga oft í vök að verjast við að tryggja sína stöðu, þrátt fyrir mikið starfsframlag eða aðra harða viðleitni til verðmætasköpunar. Það, sem umfram er daglegum þörfum og grunn eignarmyndun, rennur oft til fjármagnseigenda. Þarna verður til mikið misrétti, mikill ójöfnuður, fjármagnsþurfar vinna og strita, en komast rétt af, á sama tíma og fjármagnseigendur fleyta rjómann ofan af afrakstri erfiðisins og blómstra. Þetta á auðvitað sérstaklega við um þjóðfélög, þar sem vextir eru háir. Þar er Ísland fremst í flokki meðal vestrænna þjóða, vegna okkar örmynntar, íslenzku krónunnar, og þess stjórnarfars og þeirrar peningastefnu, sem hér er rekin, en fjármagnsþurfar verða um þessar mundir að greiða bönkum og fjármagnseigendum frá 11 upp í 18 prósent vexti, þó að verðbólga – hér án húsnæðiskostnaðar, sem á ekki heima í verðbólguútreikningi – sé ekki „nema“ 4,3%. Eru þeir vextir, sem íslenzkir fjármagnsþurfar þurfa að greiða, tvö- eða þrefallt hærri en þeir vextir, sem almennt gerast í hinum vestræna heimi. Þetta stórskaðar auðvitað afkomu og efnahagslega velferð þorra Íslendinga. Er í raun með ólíkindum, að kjósendur hér skuli hafa kosið þessa stórfelldu slagsíðu á sinni afkomu og velferð yfir sig, aftur og aftur, í hundrað ár. Sennilega hefur hér vantað þekkingu og skilning. Gjaldmiðill er efnahagslegt verkfæri og stjórnunartæki. Á bak við gjaldmiðla standa pólítískar hugmyndir og stjórnendur í formi stjórnmálaleiðtoga, fjármálayfirvalda og seðlabanka. Með peningastjórn, gjaldmiðli og ramma utan um hann, er hægt að hafa áhrif á eða stjórna verðgildi gjaldmiðils, stöðugleika hans og þeirri ávöxtun, sem fjármagnseigendur geta tekið eða mega taka af fjármagnsþurfum. Fyrir tilstuðlan ESB, Evrópusambandsins, og Evrópska Seðlabankans, hefur gjaldmiðli sambandsins, Evrunni, nú verið beitt í tvo áratugi til að skapa stóraukið jafnrétti milli fjármagnseigenda og fjármagnsþurfa, með innleiðingu algjörrar lágvaxtastefnu, sem aftur byggir á styrk og stöðugleika gjaldmiðilsins. Þannig losna fjármagnseigendur við áhættuna af því, að verðgildi peninga þeirra rýrni, en á sama hátt hefur ávöxtunin, sem fjármagnseigendur og bankar fengu lengi vel, 5-10-15% ársvextir, sem tvöfaldaði kannske fjármuni þeirra á fimm árum, verið færð niður 1-3-5% ársávöxtun, og hefur greiðslubirgði fjármagnsþurfa auðvitað verið létt að sama skapi. Ef litið er til verðbólgu í þessu sambandi, þá hún á Evru-svæðinu nú um 2,5%. Þetta nýja gjaldmiðilsverkfæri, Evran, hefur þannig stórbætt hag fjármagnsþurfa í 26 Evru-löndum og tryggt mörgum þeirra gott og blómlegt líf, sem ella hefði verið draumur einn. Jafnhliða hefur öryggi fjármagnseigenda verið aukið. Það er mál til komið, að Íslendingar setji sig inn í þessi mál og átti sig á því, annars vegar, hversu mikið og öflugt jafnréttistæki Evran er, og, hins vegar, hversu mikill skaðræðisvaldur og ójöfnuðartól krónan er. Ungt fólk á Íslandi; kjósið ykkur nú út úr ójöfnuði og ranglæti inn í jafnrétti og réttlæti með því að styðja Evru-flokka landsins í næstu kosningum. Það er ekki víst, að þær séu langt undan. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar