Ungt fólk á Íslandi: kjósið ykkur út úr ójöfnuði og ranglæti í jöfnuð og réttlæti! Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. ágúst 2024 08:01 Þjóðfélagið skiptist í hópa á ýmsum forsendum og út frá ýmsum skilgreiningum. Ein skilgreiningin er, að skipta fólki upp í fjármagnseigendur, annars vegar, og þá, sem eru það ekki, hins vegar. Það vantar gott íslenzkt heiti yfir þennan síðari hóp, „skuldarar“ nær því ekki vel - fjármagnseigendur skulda oft líka - og hef ég ákveðið að kalla þennan síðarnefnda hóp „fjármagnsþurfa“. Hér er mest um venjulegt fólk að ræða, frá þeim, sem minna mega sín, upp í miðstétt og jafnvel lengra, en sá hópur, sem þarf fjármagn annarra, fjármagnseigenda, til að fjármagna sínar óskir, þarfir og sína velferð, sítt líf - kannske bíl, íbúð, hús, eða aðrar óskir eða þarfir - er stór hluti þjóðfélagsþegna. Í rauninni má segja, að grunn hagsmunabaráttan í hverju þjóðfélagi fari fram milli fjármagnseigenda og fjármagnsþurfa. Báðir hópar þurfa þó á hinum að halda. Fjármagnsþurfar komast ekki undan því, að leita til fjármagnseigenda. Fjármagnseigendur geta, hins vegar, líka ávaxtað sitt pund með margvíslegri annarri fjárfestingu, svo sem í hlutabréfum, verðbréfum, fasteignum, atvinnurekstri o.s.frv. Þeir hafa því oftast haft yfirhöndina í þessum samskiptum. Stóra hagsmunamálið fyrir fjármagnseigendur og fjármagnsþurfa er spurningin um vexti. Hversu háa vexti þurfa fjármagnsþurfar að greiða. Hér hafa fjármagnseigendur lengi haft sterka stöðu, neytt aflsmunar og þvingað fjármagnsþurfa til að greiða háa vexti, oft í slíkum mæli, að við arðráni liggur. Fjármagnsþurfar greiddu þá oft fjámagnið, sem þeir fengu að láni, margfalt til baka vegna hárra vaxtakrafna fjármagns-eigenda. Þannig verða fjármagnseigendur ríkari og ríkari, en fjármagnsþurfar eiga oft í vök að verjast við að tryggja sína stöðu, þrátt fyrir mikið starfsframlag eða aðra harða viðleitni til verðmætasköpunar. Það, sem umfram er daglegum þörfum og grunn eignarmyndun, rennur oft til fjármagnseigenda. Þarna verður til mikið misrétti, mikill ójöfnuður, fjármagnsþurfar vinna og strita, en komast rétt af, á sama tíma og fjármagnseigendur fleyta rjómann ofan af afrakstri erfiðisins og blómstra. Þetta á auðvitað sérstaklega við um þjóðfélög, þar sem vextir eru háir. Þar er Ísland fremst í flokki meðal vestrænna þjóða, vegna okkar örmynntar, íslenzku krónunnar, og þess stjórnarfars og þeirrar peningastefnu, sem hér er rekin, en fjármagnsþurfar verða um þessar mundir að greiða bönkum og fjármagnseigendum frá 11 upp í 18 prósent vexti, þó að verðbólga – hér án húsnæðiskostnaðar, sem á ekki heima í verðbólguútreikningi – sé ekki „nema“ 4,3%. Eru þeir vextir, sem íslenzkir fjármagnsþurfar þurfa að greiða, tvö- eða þrefallt hærri en þeir vextir, sem almennt gerast í hinum vestræna heimi. Þetta stórskaðar auðvitað afkomu og efnahagslega velferð þorra Íslendinga. Er í raun með ólíkindum, að kjósendur hér skuli hafa kosið þessa stórfelldu slagsíðu á sinni afkomu og velferð yfir sig, aftur og aftur, í hundrað ár. Sennilega hefur hér vantað þekkingu og skilning. Gjaldmiðill er efnahagslegt verkfæri og stjórnunartæki. Á bak við gjaldmiðla standa pólítískar hugmyndir og stjórnendur í formi stjórnmálaleiðtoga, fjármálayfirvalda og seðlabanka. Með peningastjórn, gjaldmiðli og ramma utan um hann, er hægt að hafa áhrif á eða stjórna verðgildi gjaldmiðils, stöðugleika hans og þeirri ávöxtun, sem fjármagnseigendur geta tekið eða mega taka af fjármagnsþurfum. Fyrir tilstuðlan ESB, Evrópusambandsins, og Evrópska Seðlabankans, hefur gjaldmiðli sambandsins, Evrunni, nú verið beitt í tvo áratugi til að skapa stóraukið jafnrétti milli fjármagnseigenda og fjármagnsþurfa, með innleiðingu algjörrar lágvaxtastefnu, sem aftur byggir á styrk og stöðugleika gjaldmiðilsins. Þannig losna fjármagnseigendur við áhættuna af því, að verðgildi peninga þeirra rýrni, en á sama hátt hefur ávöxtunin, sem fjármagnseigendur og bankar fengu lengi vel, 5-10-15% ársvextir, sem tvöfaldaði kannske fjármuni þeirra á fimm árum, verið færð niður 1-3-5% ársávöxtun, og hefur greiðslubirgði fjármagnsþurfa auðvitað verið létt að sama skapi. Ef litið er til verðbólgu í þessu sambandi, þá hún á Evru-svæðinu nú um 2,5%. Þetta nýja gjaldmiðilsverkfæri, Evran, hefur þannig stórbætt hag fjármagnsþurfa í 26 Evru-löndum og tryggt mörgum þeirra gott og blómlegt líf, sem ella hefði verið draumur einn. Jafnhliða hefur öryggi fjármagnseigenda verið aukið. Það er mál til komið, að Íslendingar setji sig inn í þessi mál og átti sig á því, annars vegar, hversu mikið og öflugt jafnréttistæki Evran er, og, hins vegar, hversu mikill skaðræðisvaldur og ójöfnuðartól krónan er. Ungt fólk á Íslandi; kjósið ykkur nú út úr ójöfnuði og ranglæti inn í jafnrétti og réttlæti með því að styðja Evru-flokka landsins í næstu kosningum. Það er ekki víst, að þær séu langt undan. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Þjóðfélagið skiptist í hópa á ýmsum forsendum og út frá ýmsum skilgreiningum. Ein skilgreiningin er, að skipta fólki upp í fjármagnseigendur, annars vegar, og þá, sem eru það ekki, hins vegar. Það vantar gott íslenzkt heiti yfir þennan síðari hóp, „skuldarar“ nær því ekki vel - fjármagnseigendur skulda oft líka - og hef ég ákveðið að kalla þennan síðarnefnda hóp „fjármagnsþurfa“. Hér er mest um venjulegt fólk að ræða, frá þeim, sem minna mega sín, upp í miðstétt og jafnvel lengra, en sá hópur, sem þarf fjármagn annarra, fjármagnseigenda, til að fjármagna sínar óskir, þarfir og sína velferð, sítt líf - kannske bíl, íbúð, hús, eða aðrar óskir eða þarfir - er stór hluti þjóðfélagsþegna. Í rauninni má segja, að grunn hagsmunabaráttan í hverju þjóðfélagi fari fram milli fjármagnseigenda og fjármagnsþurfa. Báðir hópar þurfa þó á hinum að halda. Fjármagnsþurfar komast ekki undan því, að leita til fjármagnseigenda. Fjármagnseigendur geta, hins vegar, líka ávaxtað sitt pund með margvíslegri annarri fjárfestingu, svo sem í hlutabréfum, verðbréfum, fasteignum, atvinnurekstri o.s.frv. Þeir hafa því oftast haft yfirhöndina í þessum samskiptum. Stóra hagsmunamálið fyrir fjármagnseigendur og fjármagnsþurfa er spurningin um vexti. Hversu háa vexti þurfa fjármagnsþurfar að greiða. Hér hafa fjármagnseigendur lengi haft sterka stöðu, neytt aflsmunar og þvingað fjármagnsþurfa til að greiða háa vexti, oft í slíkum mæli, að við arðráni liggur. Fjármagnsþurfar greiddu þá oft fjámagnið, sem þeir fengu að láni, margfalt til baka vegna hárra vaxtakrafna fjármagns-eigenda. Þannig verða fjármagnseigendur ríkari og ríkari, en fjármagnsþurfar eiga oft í vök að verjast við að tryggja sína stöðu, þrátt fyrir mikið starfsframlag eða aðra harða viðleitni til verðmætasköpunar. Það, sem umfram er daglegum þörfum og grunn eignarmyndun, rennur oft til fjármagnseigenda. Þarna verður til mikið misrétti, mikill ójöfnuður, fjármagnsþurfar vinna og strita, en komast rétt af, á sama tíma og fjármagnseigendur fleyta rjómann ofan af afrakstri erfiðisins og blómstra. Þetta á auðvitað sérstaklega við um þjóðfélög, þar sem vextir eru háir. Þar er Ísland fremst í flokki meðal vestrænna þjóða, vegna okkar örmynntar, íslenzku krónunnar, og þess stjórnarfars og þeirrar peningastefnu, sem hér er rekin, en fjármagnsþurfar verða um þessar mundir að greiða bönkum og fjármagnseigendum frá 11 upp í 18 prósent vexti, þó að verðbólga – hér án húsnæðiskostnaðar, sem á ekki heima í verðbólguútreikningi – sé ekki „nema“ 4,3%. Eru þeir vextir, sem íslenzkir fjármagnsþurfar þurfa að greiða, tvö- eða þrefallt hærri en þeir vextir, sem almennt gerast í hinum vestræna heimi. Þetta stórskaðar auðvitað afkomu og efnahagslega velferð þorra Íslendinga. Er í raun með ólíkindum, að kjósendur hér skuli hafa kosið þessa stórfelldu slagsíðu á sinni afkomu og velferð yfir sig, aftur og aftur, í hundrað ár. Sennilega hefur hér vantað þekkingu og skilning. Gjaldmiðill er efnahagslegt verkfæri og stjórnunartæki. Á bak við gjaldmiðla standa pólítískar hugmyndir og stjórnendur í formi stjórnmálaleiðtoga, fjármálayfirvalda og seðlabanka. Með peningastjórn, gjaldmiðli og ramma utan um hann, er hægt að hafa áhrif á eða stjórna verðgildi gjaldmiðils, stöðugleika hans og þeirri ávöxtun, sem fjármagnseigendur geta tekið eða mega taka af fjármagnsþurfum. Fyrir tilstuðlan ESB, Evrópusambandsins, og Evrópska Seðlabankans, hefur gjaldmiðli sambandsins, Evrunni, nú verið beitt í tvo áratugi til að skapa stóraukið jafnrétti milli fjármagnseigenda og fjármagnsþurfa, með innleiðingu algjörrar lágvaxtastefnu, sem aftur byggir á styrk og stöðugleika gjaldmiðilsins. Þannig losna fjármagnseigendur við áhættuna af því, að verðgildi peninga þeirra rýrni, en á sama hátt hefur ávöxtunin, sem fjármagnseigendur og bankar fengu lengi vel, 5-10-15% ársvextir, sem tvöfaldaði kannske fjármuni þeirra á fimm árum, verið færð niður 1-3-5% ársávöxtun, og hefur greiðslubirgði fjármagnsþurfa auðvitað verið létt að sama skapi. Ef litið er til verðbólgu í þessu sambandi, þá hún á Evru-svæðinu nú um 2,5%. Þetta nýja gjaldmiðilsverkfæri, Evran, hefur þannig stórbætt hag fjármagnsþurfa í 26 Evru-löndum og tryggt mörgum þeirra gott og blómlegt líf, sem ella hefði verið draumur einn. Jafnhliða hefur öryggi fjármagnseigenda verið aukið. Það er mál til komið, að Íslendingar setji sig inn í þessi mál og átti sig á því, annars vegar, hversu mikið og öflugt jafnréttistæki Evran er, og, hins vegar, hversu mikill skaðræðisvaldur og ójöfnuðartól krónan er. Ungt fólk á Íslandi; kjósið ykkur nú út úr ójöfnuði og ranglæti inn í jafnrétti og réttlæti með því að styðja Evru-flokka landsins í næstu kosningum. Það er ekki víst, að þær séu langt undan. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun