Framsókn og VG útiloki ekkert Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. ágúst 2024 12:15 Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, og Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali í Morgunblaðinu um helgina að í sínum huga væri útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði haldið áfram eftir næstu kosningar. Alþingi verður sett þann 10. september næstkomandi og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum og bent hefur verið á að upptaktur kosningabaráttunnar sé að hefjast. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Morgunblaðið um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið of mikið eftir gagnvart Vinstri Grænum.Vísir/Vilhelm Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ummæli Hildar ekki koma á óvart. Sinn flokkur útiloki aftur á móti ekkert. „Við í Framsókn göngum algjörlega óbundin til kosninga og það er þjóðarinnar að segja til um hvernig þau sjá þetta fyrir sér,“ segir Ingibjörg. „Það hefur gengið á ýmsu í stjórnarsamstarfinu en allir þessir þrír flokkar gengu samt sem áður að vissum stjórnarsáttmála fyrir þremur árum síðan og ákváðu að fara í þetta stjórnarsamstarf aftur, vitandi hverjar áherslur flokkanna voru. Þannig það blasti við,“ segir Ingibjörg. „Ég held að fyrst og fremst verðum við að axla þessa ábyrgð og klára þetta kjörtímabil.“ Óvíst hvort kosið verði að vori eða hausti Ingibjög býst við áhugaverðum þingvetri en segist ekki hafa heyrt hvort stefnt sé að kosningum næsta vor eða haust. „Eðli máls samkvæmt ljúkum við þessum fjórum árum haustið 2025 en hvort það verði fært aftur til vorsins eins og venjan var veit ég ekki,“ segir Ingibjörg. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, tekur undir með Ingibjörgu að því leyti að framhaldið ráðist í næstu kosningum. „Við höfum auðvitað öll okkar skoðanir á þessu stjórnarsamstarfi en það er líka alveg ljóst að við erum í því eins og staðan er í dag og ég tel mig vita að við erum öll að vinna í því að heilindum þar til kosið verður næst.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri Grænna, hefur þó sagt að flokkurinn, sem mælist ekki inni á þingi eins og er, þurfi að leita í ræturnar og staðsetja sig vel til vinstri fyrir næstu kosningar. „Við göngum auðvitað óbundin til kosninga og nú ríður á, og það gildir um okkur eins og aðra, að við sýnum hvert okkar erindi er í pólitík, sem ég tel vera mjög mikið,“ segir Orri. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali í Morgunblaðinu um helgina að í sínum huga væri útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði haldið áfram eftir næstu kosningar. Alþingi verður sett þann 10. september næstkomandi og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum og bent hefur verið á að upptaktur kosningabaráttunnar sé að hefjast. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Morgunblaðið um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið of mikið eftir gagnvart Vinstri Grænum.Vísir/Vilhelm Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ummæli Hildar ekki koma á óvart. Sinn flokkur útiloki aftur á móti ekkert. „Við í Framsókn göngum algjörlega óbundin til kosninga og það er þjóðarinnar að segja til um hvernig þau sjá þetta fyrir sér,“ segir Ingibjörg. „Það hefur gengið á ýmsu í stjórnarsamstarfinu en allir þessir þrír flokkar gengu samt sem áður að vissum stjórnarsáttmála fyrir þremur árum síðan og ákváðu að fara í þetta stjórnarsamstarf aftur, vitandi hverjar áherslur flokkanna voru. Þannig það blasti við,“ segir Ingibjörg. „Ég held að fyrst og fremst verðum við að axla þessa ábyrgð og klára þetta kjörtímabil.“ Óvíst hvort kosið verði að vori eða hausti Ingibjög býst við áhugaverðum þingvetri en segist ekki hafa heyrt hvort stefnt sé að kosningum næsta vor eða haust. „Eðli máls samkvæmt ljúkum við þessum fjórum árum haustið 2025 en hvort það verði fært aftur til vorsins eins og venjan var veit ég ekki,“ segir Ingibjörg. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, tekur undir með Ingibjörgu að því leyti að framhaldið ráðist í næstu kosningum. „Við höfum auðvitað öll okkar skoðanir á þessu stjórnarsamstarfi en það er líka alveg ljóst að við erum í því eins og staðan er í dag og ég tel mig vita að við erum öll að vinna í því að heilindum þar til kosið verður næst.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri Grænna, hefur þó sagt að flokkurinn, sem mælist ekki inni á þingi eins og er, þurfi að leita í ræturnar og staðsetja sig vel til vinstri fyrir næstu kosningar. „Við göngum auðvitað óbundin til kosninga og nú ríður á, og það gildir um okkur eins og aðra, að við sýnum hvert okkar erindi er í pólitík, sem ég tel vera mjög mikið,“ segir Orri.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira