Í fréttatímanum verður einnig rýnt í stöðuna í skóla- og menntamálum en ráðherrar hafa tekist á um nytsemi gjaldfrjálsra námsgagna og máltíða í grunnskólum landsins. Háskólaráðherra segir það sóun á almannafé en barnamálaráðherra vill ganga enn lengra.
Þá verður sagt frá endurbótum sem hafa verið gerðar á höfninni í Vestmannaeyjum, en hafnarstjóri segir að höfnin sé sprungin og ekki veiti af meira plássi.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.