Hátt í hundrað jarðskjálftar hafa mælst á Reykjaneshrygg síðastliðinn sólarhring. Enn fara líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi vaxandi. Í fréttatímanum verður rætt við náttúruvársérfræðing í beinni útsendingu og farið yfir stöðuna hvað lýtur að jarðhræringum á Reykjanesi.
Við hittum einnig eigenda hunds sem veiktist alvarlega eftir að hafa étið óvæntan glaðning sem barst inn um bréfalúguna á heimilinu frá tryggingafélagi.
Gleðigangan og hátíð Hinsegin daga fór fram í blíðskaparveðri í miðborg Reykjavíkur í dag, við segjum frá deginum og heyrum í sjálfum Páli Óskari sem ætlar að trylla lýðinn á dansleik í kvöld.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.