„Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2024 19:30 Rigel Rivas og Betsy Contreras eru hælisleitendur frá Venesúela. Vísir/Ragnar Dagur Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. Mikil óánægja hefur ríkt í Venesúela eftir að forseti landsins, Nicolas Maduro, var endurkjörinn í kosningum en margir hverjir telja niðurstöðu þeirra ólögmætar. Í útgönguspám var mótframbjóðanda hans spáð öruggum sigri. Kjörstjórn lýsti þó yfir að Maduro hafi hlotið 51 prósent atkvæða gegn 44 prósentum mótframbjóðandans Edmundo Gonzalez. Embættismenn í einhverjum kjördæmum hafa neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæðanna. Mótmælt hefur verið víða um landið vegna þessa og fjöldi fólks handtekinn fyrir það eða fyrir að tala gegn Maduro. Samkvæmt tölum frá samtökunum Foro Penal hafa 1303 verið handteknir, þar af 116 börn. Jón Sigurðsson, lögfræðingur og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að samt sem áður taki útlendingayfirvöld lítið tillit til þess sem hefur átt sér stað í landinu eftir kosningar. „Staðan er líklega verri núna heldur en hún var fyrir. Ég hef kynnt mér það sem hefur birst frá mannréttindasamtökum og það er talið að þetta sé líklega það versta sem hefur átt sér stað í Venesúela,“ segir Jón. Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd.Vísir/Örvar Flóttamenn sem sendir verða til baka séu í hættu bara fyrir það að hafa reynt að flýja. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að senda hóp Venesúelamanna úr landi í kvöld. „Það væri eðlilegt að taka þetta í reikninginn og hafa varann á. Gæta þess að senda fólk ekki í einhverjar hræðilega ótryggar aðstæður. Að minnsta kosti ganga úr skugga um að við séum ekki að senda fólk út í einhvern hrylling,“ segir Jón. Í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu segir að yfirvöld meti aðstæður þannig að það sé ekki hættulegt fyrir alla að vera þar. Stofnunin hafi fylgst náið með þróun mála eftir kosningar en að framkvæmd þeirra og aðgerðir stjórnvalda eftir þær hafi ekki breytt mati stofnunarinnar á almennum aðstæðum í landinu. Þó verður áfram fylgst náið með þróuninni. Hælisleitendur frá Venesúela hér á landi óttast þó um líf sitt verði þeir sendir til baka. „Ríkisstjórn Íslands tekur ekki ástandið í Venesúela alvarlega. Hún tekur það ekki alvarlega að eftir kosningarnar er líf okkar í hættu í Venesúela,“ segir Betsy Contreras, hælisleitandi frá Venesúela. Fólki bíði ekkert nema kúgun og slæmt líf verði það sent til baka. „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er. Það er fólk... vinur minn er í fangelsi, bara fyrir að hafa talað gegn ríkisstjórninni. Hann býr beint á móti húsinu mínu. Þeir handtaka fólk bara fyrir að segja sannleikann,“ segir Rigel Rivas, einnig hælisleitandi frá Venesúela. Venesúela Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Mikil óánægja hefur ríkt í Venesúela eftir að forseti landsins, Nicolas Maduro, var endurkjörinn í kosningum en margir hverjir telja niðurstöðu þeirra ólögmætar. Í útgönguspám var mótframbjóðanda hans spáð öruggum sigri. Kjörstjórn lýsti þó yfir að Maduro hafi hlotið 51 prósent atkvæða gegn 44 prósentum mótframbjóðandans Edmundo Gonzalez. Embættismenn í einhverjum kjördæmum hafa neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæðanna. Mótmælt hefur verið víða um landið vegna þessa og fjöldi fólks handtekinn fyrir það eða fyrir að tala gegn Maduro. Samkvæmt tölum frá samtökunum Foro Penal hafa 1303 verið handteknir, þar af 116 börn. Jón Sigurðsson, lögfræðingur og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að samt sem áður taki útlendingayfirvöld lítið tillit til þess sem hefur átt sér stað í landinu eftir kosningar. „Staðan er líklega verri núna heldur en hún var fyrir. Ég hef kynnt mér það sem hefur birst frá mannréttindasamtökum og það er talið að þetta sé líklega það versta sem hefur átt sér stað í Venesúela,“ segir Jón. Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd.Vísir/Örvar Flóttamenn sem sendir verða til baka séu í hættu bara fyrir það að hafa reynt að flýja. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að senda hóp Venesúelamanna úr landi í kvöld. „Það væri eðlilegt að taka þetta í reikninginn og hafa varann á. Gæta þess að senda fólk ekki í einhverjar hræðilega ótryggar aðstæður. Að minnsta kosti ganga úr skugga um að við séum ekki að senda fólk út í einhvern hrylling,“ segir Jón. Í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu segir að yfirvöld meti aðstæður þannig að það sé ekki hættulegt fyrir alla að vera þar. Stofnunin hafi fylgst náið með þróun mála eftir kosningar en að framkvæmd þeirra og aðgerðir stjórnvalda eftir þær hafi ekki breytt mati stofnunarinnar á almennum aðstæðum í landinu. Þó verður áfram fylgst náið með þróuninni. Hælisleitendur frá Venesúela hér á landi óttast þó um líf sitt verði þeir sendir til baka. „Ríkisstjórn Íslands tekur ekki ástandið í Venesúela alvarlega. Hún tekur það ekki alvarlega að eftir kosningarnar er líf okkar í hættu í Venesúela,“ segir Betsy Contreras, hælisleitandi frá Venesúela. Fólki bíði ekkert nema kúgun og slæmt líf verði það sent til baka. „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er. Það er fólk... vinur minn er í fangelsi, bara fyrir að hafa talað gegn ríkisstjórninni. Hann býr beint á móti húsinu mínu. Þeir handtaka fólk bara fyrir að segja sannleikann,“ segir Rigel Rivas, einnig hælisleitandi frá Venesúela.
Venesúela Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira