Fær ekki hjólastólana sína vegna sumarleyfa Lovísa Arnardóttir skrifar 9. ágúst 2024 14:27 Hjólastóllinn sem um ræðir er til vinstri. Sigurður hefur flutt slíka stóla inn áður. Aðsendar Sigurður Jóhannesson framkvæmdastjóri Mobility.is segir það fráleitt að sumarfrí opinbers starfsfólks tefji afgreiðslu hjálpartækja fyrir fólk með fötlun. Hann hefur í tvo mánuði beðið eftir vöruskoðun á 14 rafhjólastólum og rafskutlum sem fyrirtæki hans flytur inn. „Tollurinn er búinn að vera með hjólastóla í vöruskoðun í 60 daga og svarar hvorki símtölum eða tölvupósti og þegar ég fer á staðinn til að fá svör þá er engin á staðnum til að svara spurningum,“ segir Sigurður í færslu á Facebook um málið í dag. Í samtali við fréttastofu segir Sigurður að hann sé búinn að reyna að hringja og senda tölvupóst nærri daglega í tvo mánuði. Fyrst hafi innflutningsfyrirtækið reynt að setja þrýsting á Tollinn en svo hafi hann tekið við þegar það hafi ekki sýnt neinn árangur. „Þetta er búið að vera í skoðun, sem þeir geta ekki sagt hver er, í 60 daga. Venjulega ganga hlutirnir þokkalega fyrir sig. Það getur alveg eitthvað komið upp, en ekkert þessu líkt.“ Rafhjólastóllinn sem ekki hefur verið afgreiddur úr tolli.Aðsend Honum hafi verið tjáð að málið sé hjá rannsóknardeild tollamála hjá Tollinum en segir að enginn þar svari tölvupósti þegar hann sendir. „Það fást engar skýringar því það svarar enginn símtölum eða tölvupósti. Það er eins og maður sé að senda í eitthvað svarthol. Þegar ég fór á staðinn var mér svo sagt að senda tölvupóst til að biðja um fund. En það svarar enginn. Yfirmenn eru svo allir í fríi. Þetta er alveg galið,“ segir Sigurður. Sumarfrí tefur afgreiðslu Þegar hann hafi farið í morgun hafi hann svo hitt konu sem hafi tjáð honum að sá sem sæi um málið væri í sumarfríi en að hún ætlaði að þrýsta á hann á mánudag. Hann segir tækin sem um ræðir ekki ný og hann hafi áður flutt þau inn. Auk þess hafi Lyfjastofnun gefið grænt ljós á innflutninginn en þau sjá um eftirlit með hjálpartækjum á Íslandi. „Það eru allir pappírar klárir og þau eru löngu búin að gefa grænt ljós hjá Lyfjastofnun,“ segir Sigurður en stofnunin fer með eftirlit með hjálpartækjum. Leiðinlegt að vera ekki með svör Hann segist daglega fá símtöl frá fólkinu sem pantaði stólana og skutlurnar. „Fólkið pantaði þessa stóla og við getum ekkert sagt nema að þeir séu fastir í Tollinum. Fólk ætlaði að taka þá með sér í sumarfrí og ferðalög og treystir á að fá þessi hjálpartæki. En einu svörin sem við getum gefið eru að Tollurinn sé að skoða málið og hafi verið að gera það í tvo mánuði. Það á ekki að vera þannig að þegar ein manneskja fer í frí þá bara deyi mál. Það hljóta aðrir að geta tekið við. Mér finnst þetta svo mikil vanvirðing við fatlað fólk. Maður er búinn að vera þolinmóður en einhvern tímann þrýtur þolinmæðin.“ Engin svör vegna sumarfría Fréttastofa leitaði eftir svörum vegna málsins til Skattsins en fékk ekki svör. Samkvæmt svörum er fjölmiðlafulltrúi í sumarfríi. Málefni fatlaðs fólks Skattar og tollar Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
„Tollurinn er búinn að vera með hjólastóla í vöruskoðun í 60 daga og svarar hvorki símtölum eða tölvupósti og þegar ég fer á staðinn til að fá svör þá er engin á staðnum til að svara spurningum,“ segir Sigurður í færslu á Facebook um málið í dag. Í samtali við fréttastofu segir Sigurður að hann sé búinn að reyna að hringja og senda tölvupóst nærri daglega í tvo mánuði. Fyrst hafi innflutningsfyrirtækið reynt að setja þrýsting á Tollinn en svo hafi hann tekið við þegar það hafi ekki sýnt neinn árangur. „Þetta er búið að vera í skoðun, sem þeir geta ekki sagt hver er, í 60 daga. Venjulega ganga hlutirnir þokkalega fyrir sig. Það getur alveg eitthvað komið upp, en ekkert þessu líkt.“ Rafhjólastóllinn sem ekki hefur verið afgreiddur úr tolli.Aðsend Honum hafi verið tjáð að málið sé hjá rannsóknardeild tollamála hjá Tollinum en segir að enginn þar svari tölvupósti þegar hann sendir. „Það fást engar skýringar því það svarar enginn símtölum eða tölvupósti. Það er eins og maður sé að senda í eitthvað svarthol. Þegar ég fór á staðinn var mér svo sagt að senda tölvupóst til að biðja um fund. En það svarar enginn. Yfirmenn eru svo allir í fríi. Þetta er alveg galið,“ segir Sigurður. Sumarfrí tefur afgreiðslu Þegar hann hafi farið í morgun hafi hann svo hitt konu sem hafi tjáð honum að sá sem sæi um málið væri í sumarfríi en að hún ætlaði að þrýsta á hann á mánudag. Hann segir tækin sem um ræðir ekki ný og hann hafi áður flutt þau inn. Auk þess hafi Lyfjastofnun gefið grænt ljós á innflutninginn en þau sjá um eftirlit með hjálpartækjum á Íslandi. „Það eru allir pappírar klárir og þau eru löngu búin að gefa grænt ljós hjá Lyfjastofnun,“ segir Sigurður en stofnunin fer með eftirlit með hjálpartækjum. Leiðinlegt að vera ekki með svör Hann segist daglega fá símtöl frá fólkinu sem pantaði stólana og skutlurnar. „Fólkið pantaði þessa stóla og við getum ekkert sagt nema að þeir séu fastir í Tollinum. Fólk ætlaði að taka þá með sér í sumarfrí og ferðalög og treystir á að fá þessi hjálpartæki. En einu svörin sem við getum gefið eru að Tollurinn sé að skoða málið og hafi verið að gera það í tvo mánuði. Það á ekki að vera þannig að þegar ein manneskja fer í frí þá bara deyi mál. Það hljóta aðrir að geta tekið við. Mér finnst þetta svo mikil vanvirðing við fatlað fólk. Maður er búinn að vera þolinmóður en einhvern tímann þrýtur þolinmæðin.“ Engin svör vegna sumarfría Fréttastofa leitaði eftir svörum vegna málsins til Skattsins en fékk ekki svör. Samkvæmt svörum er fjölmiðlafulltrúi í sumarfríi.
Málefni fatlaðs fólks Skattar og tollar Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira