Brexit og ný aðför þjóðernissinna og hægri öfgamanna að velferð og öryggi landsins Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. ágúst 2024 11:00 Ég hygg, að allir þeir, sem eitthvað kunna og skilja, allir sannir sagnfræðingar og fræðimenn, séu sammála um, að Brexit hafi orðið bresku þjóðinni verulegt efnhagslegt áfall. Hagur Breta og afkoma, velferð, væri meiri, ef ekki hefði til Brexit, útgöngu úr ESB, komið. Það er undarlegt og óskemmtilegt að hlusta á hjáróma rödd, hér uppi á Íslandi, sem segist vera hámenntaður sérfræðingur, en heldur því svo fram, að Brexit hafi verið Bretum til góðs; þar sé allt á réttri leið. Sá hinn sami barðist fyrir Brexit með hægri ósanninda- og öfgaöflum þar, og lofsyngur svo Brexit nú. Skv. Bank of England, skortir um 2% upp á þann hagvöxt, sem væri í Bretlandi, ef landið hefði verið áfram í ESB. Hver fjölskylda væri a.m.k. 900,00 Pundum ríkari. Hagvöxtur í 2. ársfjórðuni 2024 var í Bretlandi mínus 0,4%, í ESB plús 0,7%. Í nýlegri skoðanakönnun Statista í Bretlandi reyndust tveir þriðju þeirra, sem afstöðu tóku, harma Brexit. Hefðu viljað vera áfram í ESB. Eins og allir líka vita, sem eitthvað vilja vita, leiddu óheilinda- og ósannindamenn, eins og Boris Johnson og Nigel Farge, þjóðina inn í Brexit með blekkingum og lygum. Ein þeirra var sú, að breska heilbrigðiskerfið, NHS, gæti fengið aukalegt fjárframlag upp á 350 milljónir Punda á viku, eftir að Bretlandi væri gengið úr ESB, og, að breska heilbrigðiskerfið yrði þannig gert það bezta í heimi. Þetta loforð var málað á almenningsfarartæki, sem keyrðu um landið, fyrir kosninguna um Brexit, þannig, að allir sæu og vissu af þessu stórkostlega máli. Þetta var auðvitað bara tilbúningur, uppblásin lygasaga, sem enginn fótur var fyrir, og telja flestir, að breska heilbrigðiskerfið sé nú, fjórum og hálfu ári eftir Brexit, lakar sett en í marga áratugi. Önnur stórlygi Brexitmanna var, að Tyrkland, með sína múhameðstrú og 85 milljónir íbúa, væru við það að komast inn, ganga í ESB. Var bent á, að með þessu - og auðvitað fjórfrelsinu innan ESB, sem leyfir frjálsa för, nám, búsetu, þátttöku í atvinnulífi og svo atvinnurekstur þegna allra aðildarlanda, til/hjá öllum hinum aðildarríkjunum - myndu Tyrkir í stórum stíl, jafnvel í milljónatali, dembast eins og holskefla yfir breskt þjóðfélag og setja þar allt úr skorðum. Ekki bara atvinnu- og húsnæðismál, heldur líka skóla- og menntakerfi, heilbrigðiskerfið o.s.frv. Framandi trúarbrögðum og -siðum, klæðaburði og lífsstíl, var líka velt upp. Líka þetta var þó haugalýgi; ESB var búið að stöðva allar aðildarviðræður við Tyrki, þar sem þeir fullnægðu ekki á nokkurn hátt grundvallarkröfum ESB um lýðræði, frelsi til orðs og æðis, jafnrétti, persónuvernd og marréttindi, sem ESB gefur aldrei neinn afslátt á, en Erdogan og hans tyrkneska stjórnkerfi var víðsfjarri því að uppfylla kröfurnar, sem réttarríkið setur, og kom ESB-aðild landsins aldrei til greina. Boris Johnson og Farage voru góðvinir Donald Trump, enda svipaðar pótintátar. Fóru fram með svipuðum hætti. Þann hátt má skýra vel með dæmi, þótt nýlegt sé, kappræðum Trump og Joe Biden, sem fram fóru á CNN sjónvarpsstöðinni, en að þeim loknum kom greinendum saman um, að Trump hefði farið með a.m.k 20 ósannindi og lygar, sum stórfelld, í þessum einu kappræðum. Flott kompaní það. Von, að íslenzki þjóðernissinninn og Brexitaðdáandinn finni fyrir samkennd og hrifningu. Aftur eru hægri öfgamenn í Bretlandi komnir af stað. Líka með blekkingum og lygum. Þegar ungur kolgeðveikur piltur, 17 ára, með dökkan litarhátt, en breskur, fæddur þar og uppalinn, veittist í geðveikiskasti að litlum stúlkum á dansæfingu, og myrti þrjár, særði margar aðrar, á vofveiflegan og skelfilegan hátt, breiddu hægri öfgamenn út þeim ósannindum, falsfréttum, að þessi morðingjaaumingi væri íslamskur flóttamaður, Ermasunds-bátsmaður, hælisleitandi í Bretlandi. Með þessu var lýðurinn æstur upp gegn ekki bara flóttamönnum og hælisleitendum, heldur öðru fólki, oftast með annan litarhátt, en góðum og gegnum breskum þegnum, sem höfðu flutzt til landins og orðið breskir borgarar á síðustu áratugum og öldum, m.a. vegna réttinda sinna sem fyrirverandi þegnar nýlendna Breta, bresku krúnunnar. Auðvitað blandast það svo inn í þessar óeirðir og miskunnarlausu árásir á saklaust fólk, að breskur almenningur er svekktur og óhress með þau versnandi lífskjör, vaxandi fátækt, sem úrganga landsins úr ESB hefur valdið, líka þá sviptingu frelsis til ferða, náms, vinnu, starfa og annarra athafna í 30 öðrum löndum, sem fjórfrelsi ESB veitti þeim, en þeir höfðu verið sviptir með úrgöngunni úr ESB. Eru sumir eða margir því, að grípa tækifærið nú til að fá útrás fyrir sína miklu frústrasjón, vonbrigði og reiði, hefndarþorsta, með því að veitast að, lemja og misþyrma mest saklausum fólki, reyndar líka lögreglunni, fulltrúum valdsins, og brenna og brjóta eignir manna og innviði. Vonandi eru nú breskir þjóðernissinnar og hægri öfgamenn ánægðir. Verður fróðlegt að sjá, hvernig íslenzkum vini þeirra og aðdáana, sem segist nota sinn frítíma, nánast daglega, til að skrifa óhróður um ESB og Evrópu og lofsyngja Brexit, lízt á. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Bretland Brexit Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hygg, að allir þeir, sem eitthvað kunna og skilja, allir sannir sagnfræðingar og fræðimenn, séu sammála um, að Brexit hafi orðið bresku þjóðinni verulegt efnhagslegt áfall. Hagur Breta og afkoma, velferð, væri meiri, ef ekki hefði til Brexit, útgöngu úr ESB, komið. Það er undarlegt og óskemmtilegt að hlusta á hjáróma rödd, hér uppi á Íslandi, sem segist vera hámenntaður sérfræðingur, en heldur því svo fram, að Brexit hafi verið Bretum til góðs; þar sé allt á réttri leið. Sá hinn sami barðist fyrir Brexit með hægri ósanninda- og öfgaöflum þar, og lofsyngur svo Brexit nú. Skv. Bank of England, skortir um 2% upp á þann hagvöxt, sem væri í Bretlandi, ef landið hefði verið áfram í ESB. Hver fjölskylda væri a.m.k. 900,00 Pundum ríkari. Hagvöxtur í 2. ársfjórðuni 2024 var í Bretlandi mínus 0,4%, í ESB plús 0,7%. Í nýlegri skoðanakönnun Statista í Bretlandi reyndust tveir þriðju þeirra, sem afstöðu tóku, harma Brexit. Hefðu viljað vera áfram í ESB. Eins og allir líka vita, sem eitthvað vilja vita, leiddu óheilinda- og ósannindamenn, eins og Boris Johnson og Nigel Farge, þjóðina inn í Brexit með blekkingum og lygum. Ein þeirra var sú, að breska heilbrigðiskerfið, NHS, gæti fengið aukalegt fjárframlag upp á 350 milljónir Punda á viku, eftir að Bretlandi væri gengið úr ESB, og, að breska heilbrigðiskerfið yrði þannig gert það bezta í heimi. Þetta loforð var málað á almenningsfarartæki, sem keyrðu um landið, fyrir kosninguna um Brexit, þannig, að allir sæu og vissu af þessu stórkostlega máli. Þetta var auðvitað bara tilbúningur, uppblásin lygasaga, sem enginn fótur var fyrir, og telja flestir, að breska heilbrigðiskerfið sé nú, fjórum og hálfu ári eftir Brexit, lakar sett en í marga áratugi. Önnur stórlygi Brexitmanna var, að Tyrkland, með sína múhameðstrú og 85 milljónir íbúa, væru við það að komast inn, ganga í ESB. Var bent á, að með þessu - og auðvitað fjórfrelsinu innan ESB, sem leyfir frjálsa för, nám, búsetu, þátttöku í atvinnulífi og svo atvinnurekstur þegna allra aðildarlanda, til/hjá öllum hinum aðildarríkjunum - myndu Tyrkir í stórum stíl, jafnvel í milljónatali, dembast eins og holskefla yfir breskt þjóðfélag og setja þar allt úr skorðum. Ekki bara atvinnu- og húsnæðismál, heldur líka skóla- og menntakerfi, heilbrigðiskerfið o.s.frv. Framandi trúarbrögðum og -siðum, klæðaburði og lífsstíl, var líka velt upp. Líka þetta var þó haugalýgi; ESB var búið að stöðva allar aðildarviðræður við Tyrki, þar sem þeir fullnægðu ekki á nokkurn hátt grundvallarkröfum ESB um lýðræði, frelsi til orðs og æðis, jafnrétti, persónuvernd og marréttindi, sem ESB gefur aldrei neinn afslátt á, en Erdogan og hans tyrkneska stjórnkerfi var víðsfjarri því að uppfylla kröfurnar, sem réttarríkið setur, og kom ESB-aðild landsins aldrei til greina. Boris Johnson og Farage voru góðvinir Donald Trump, enda svipaðar pótintátar. Fóru fram með svipuðum hætti. Þann hátt má skýra vel með dæmi, þótt nýlegt sé, kappræðum Trump og Joe Biden, sem fram fóru á CNN sjónvarpsstöðinni, en að þeim loknum kom greinendum saman um, að Trump hefði farið með a.m.k 20 ósannindi og lygar, sum stórfelld, í þessum einu kappræðum. Flott kompaní það. Von, að íslenzki þjóðernissinninn og Brexitaðdáandinn finni fyrir samkennd og hrifningu. Aftur eru hægri öfgamenn í Bretlandi komnir af stað. Líka með blekkingum og lygum. Þegar ungur kolgeðveikur piltur, 17 ára, með dökkan litarhátt, en breskur, fæddur þar og uppalinn, veittist í geðveikiskasti að litlum stúlkum á dansæfingu, og myrti þrjár, særði margar aðrar, á vofveiflegan og skelfilegan hátt, breiddu hægri öfgamenn út þeim ósannindum, falsfréttum, að þessi morðingjaaumingi væri íslamskur flóttamaður, Ermasunds-bátsmaður, hælisleitandi í Bretlandi. Með þessu var lýðurinn æstur upp gegn ekki bara flóttamönnum og hælisleitendum, heldur öðru fólki, oftast með annan litarhátt, en góðum og gegnum breskum þegnum, sem höfðu flutzt til landins og orðið breskir borgarar á síðustu áratugum og öldum, m.a. vegna réttinda sinna sem fyrirverandi þegnar nýlendna Breta, bresku krúnunnar. Auðvitað blandast það svo inn í þessar óeirðir og miskunnarlausu árásir á saklaust fólk, að breskur almenningur er svekktur og óhress með þau versnandi lífskjör, vaxandi fátækt, sem úrganga landsins úr ESB hefur valdið, líka þá sviptingu frelsis til ferða, náms, vinnu, starfa og annarra athafna í 30 öðrum löndum, sem fjórfrelsi ESB veitti þeim, en þeir höfðu verið sviptir með úrgöngunni úr ESB. Eru sumir eða margir því, að grípa tækifærið nú til að fá útrás fyrir sína miklu frústrasjón, vonbrigði og reiði, hefndarþorsta, með því að veitast að, lemja og misþyrma mest saklausum fólki, reyndar líka lögreglunni, fulltrúum valdsins, og brenna og brjóta eignir manna og innviði. Vonandi eru nú breskir þjóðernissinnar og hægri öfgamenn ánægðir. Verður fróðlegt að sjá, hvernig íslenzkum vini þeirra og aðdáana, sem segist nota sinn frítíma, nánast daglega, til að skrifa óhróður um ESB og Evrópu og lofsyngja Brexit, lízt á. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar