„Alvöru úttekt“ verði gerð á máli Brákarborgar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 17:11 Einar Þorsteinsson segist líta málið alvarlegum augum. Vísir/Ívar Fannar Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa óskað eftir því að óháð úttekt verði gerð á málefnum leikskólans Brákarborgar og komist að því hvar ábyrgðin liggi. Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagðist líta það alvarlegum augum. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ segir Einar. Leikskólinn Brákarborg opnaði síðsumars 2022 við Kleppsveg, þar sem áður var húsnæði Adams og Evu, og hlaut þá hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Ýmsum foreldrum gramdist verðlaunaveitingin vegna þess að skólinn var þá ekki enn tilbúinn. Síðar kom í ljós að mistök hefðu verið gerð við byggingu hússins, reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki skólans hafi verið meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast. Þurfi að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur Einar segir að fyrstu viðbrögð borgarinnar við fréttunum hafi verið að útbúa áætlun til að koma þeim börnum sem áttu að vera í Brákarborg í haust fyrir annars staðar en stefnt er að því að færa starfsemi hennar tímabundið í skrifstofuhúsnæði í Ármúla. „Borgin býður út þetta verkefni og kaupir síðan sérstaklega eftirlitsaðila með verkefninu. Þrátt fyrir eftirlitið, þrátt fyrir að þeir sem bjóða í verkefnið og fá það uppfylli allar kröfur, þá gerist þetta,“ segir Einar og bætir við að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar muni annast það að gera óháða úttekt á málinu. Aðspurður segir hann það vera flókið að komast til botns í máli sem þessu. Framkvæmdin sé flókin. „Ég ætla ekkert að úttala mig um það hvar ábyrgðin liggur en eftir stendur að þarna voru gerð mistök. Það er alveg klárt. Við þurfum að finna út úr því hvar þau voru gerð og það er ekki gott að setja sig í dómarasætið áður en maður veit svörin,“ segir Einar. Nú fari málið innri endurskoðun hjá borginni og næstu skref verði tekin í samræmi við niðurstöður úttektarinnar. Vinna þegar hafin Hann segir að það sé „númer eitt, tvö og þrjú,“ að foreldrar viti að ekkert barn fer aftur inn í Brákarborg fyrr en húsið verði orðið öruggt og að þegar sé búið að hanna lausnir sem gengið verður í að útfæra strax. Þær feli í sér mikið rask á skólanum en þegar vinnan sé þegar hafin. „Við erum núna að forgangsraða öllum viðhaldsverkefnum þannig að við förum fyrst í þau þar sem ástand húsa ógnar öryggi barna og starfsfólks. Við förum samhliða í þau verkefni sem eru líkleg til þess að fjölga leikskólaplássum. Þannig alls staðar þar sem við förum í framkvæmdir förum við í leiðinni í framkvæmdir þar sem við getum tekið við fleiri börnum. Við erum að reyna að ná þessum tveimur markmiðum í einu að gera við skóla þar sem viðhaldið hefur verið ábótavant en um leið að fjölga leikskólaplássum,“ segir Einar. Aðspurður segist Einar ekki geta gefið upp neina nákvæma dagsetningu á því hvenær Brákarborg opnar en að það séu að lágmarki sex mánuðir í það. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Bítið Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagðist líta það alvarlegum augum. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ segir Einar. Leikskólinn Brákarborg opnaði síðsumars 2022 við Kleppsveg, þar sem áður var húsnæði Adams og Evu, og hlaut þá hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Ýmsum foreldrum gramdist verðlaunaveitingin vegna þess að skólinn var þá ekki enn tilbúinn. Síðar kom í ljós að mistök hefðu verið gerð við byggingu hússins, reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki skólans hafi verið meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast. Þurfi að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur Einar segir að fyrstu viðbrögð borgarinnar við fréttunum hafi verið að útbúa áætlun til að koma þeim börnum sem áttu að vera í Brákarborg í haust fyrir annars staðar en stefnt er að því að færa starfsemi hennar tímabundið í skrifstofuhúsnæði í Ármúla. „Borgin býður út þetta verkefni og kaupir síðan sérstaklega eftirlitsaðila með verkefninu. Þrátt fyrir eftirlitið, þrátt fyrir að þeir sem bjóða í verkefnið og fá það uppfylli allar kröfur, þá gerist þetta,“ segir Einar og bætir við að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar muni annast það að gera óháða úttekt á málinu. Aðspurður segir hann það vera flókið að komast til botns í máli sem þessu. Framkvæmdin sé flókin. „Ég ætla ekkert að úttala mig um það hvar ábyrgðin liggur en eftir stendur að þarna voru gerð mistök. Það er alveg klárt. Við þurfum að finna út úr því hvar þau voru gerð og það er ekki gott að setja sig í dómarasætið áður en maður veit svörin,“ segir Einar. Nú fari málið innri endurskoðun hjá borginni og næstu skref verði tekin í samræmi við niðurstöður úttektarinnar. Vinna þegar hafin Hann segir að það sé „númer eitt, tvö og þrjú,“ að foreldrar viti að ekkert barn fer aftur inn í Brákarborg fyrr en húsið verði orðið öruggt og að þegar sé búið að hanna lausnir sem gengið verður í að útfæra strax. Þær feli í sér mikið rask á skólanum en þegar vinnan sé þegar hafin. „Við erum núna að forgangsraða öllum viðhaldsverkefnum þannig að við förum fyrst í þau þar sem ástand húsa ógnar öryggi barna og starfsfólks. Við förum samhliða í þau verkefni sem eru líkleg til þess að fjölga leikskólaplássum. Þannig alls staðar þar sem við förum í framkvæmdir förum við í leiðinni í framkvæmdir þar sem við getum tekið við fleiri börnum. Við erum að reyna að ná þessum tveimur markmiðum í einu að gera við skóla þar sem viðhaldið hefur verið ábótavant en um leið að fjölga leikskólaplássum,“ segir Einar. Aðspurður segist Einar ekki geta gefið upp neina nákvæma dagsetningu á því hvenær Brákarborg opnar en að það séu að lágmarki sex mánuðir í það.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Bítið Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira