Um þúsund bréfberar misst fingur eða framan af fingri á fimm árum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júlí 2024 08:33 Hundarnir sem ráðast á bréfbera eru af ýmsum tegundum. Getty Um þúsund bréfberar á Bretlandseyjum hafa misst fingur eða framan af fingri á síðustu fimm árum eftir að hafa verið bitnir af hundi þegar þeir voru að setja bréf inn um póstlúgu. Um það bil 42 bréfberar verða fyrir árás hunds í hverri viku en 2,206 árásir voru skráðar á tólf mánuðum fram til 31. mars 2024. Um er að ræða 15 prósent fjölgun frá fyrra ári og þá var fjölgunin frá 2022 til 2023 einnig 15 prósent. „Margir hljóta sár sem breyta lífi þeirra,“ segir Dave Joyce, öryggis- og heilbrigðisfulltrúi Communication Workers Union, í samtali við Guardian. „Margir geta ekki haldið áfram sem bréfberar sökum líkamlegra og andlegra áhrifa þessara árása.“ Guardian ræddi við þrjá bréfbera sem höfðu allir orðið fyrir árás hunds eða hunda og verið bitnir í andlitið, fætur og hendur. „Ég sagði hæ,“ segir Kirsteen Hobson, sem hitti viðskiptavin fyrir utan hjá honum. „Ég beygði mig niður til að ná í póstinn, til að rétta honum hann, og það næsta sem ég veit er að það er hundur á andlitinu mínu, bókstaflega á andlitinu mínu,“ segir hún. Hobson missti hluta varar sinnar og var bitin þrisvar í andlitið og í lærið áður en hún náði að forða sér. Paula Anderson, sem hefur fimm sinnum orðið fyrir árás hunda við störf, hefur meðal annars verið bitin í úlnliðinn og olnbogann. Um var að ræða ýmsar tegundir, til að mynda bull mastiff, jack russell og chihuahua. Sérfræðingar segja fjölgun árása ýmsu um að kenna, meðal annars því að fólk sé nú aftur farið að mæta í vinnuna eftir að hafa verið heima með hundunum í Covid. Þá hafi póstsendingum fjölgað með aukinni netverslun og þannig álagi á hundana. Þetta og fleira hafi áhrif á hegðun dýranna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bretland Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Bréfberi bitinn af hundi á Suðurnesjum Bréfberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þar sem hann var að störfum. 18. desember 2018 12:05 Bréfberi tapaði skaðabótamáli eftir hundsbit Tæplega fimmtugur bréfberi, sem var bitinn af hundinum Skugga við skyldustörf, tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann krafðist þess að eigendur Skugga væru gerðir skaðabótaskyldir vegna árásar hundsins. Þá stefndi hann einnig tryggingafélagi eigendanna. 24. mars 2010 13:58 Smáhundar bitu bréfbera Bréfberi hjá Póstinum tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að tveir hundar hefðu veist að sér og annar þeirra bitið sig. Bréfberinn var að bera út póst í kjallaraíbúð í umdæminu og stóð hurðin opin. Fyrr en varði komu tveir hundar af mexíkósku smáhundakyni út og beit annar hundurinn hann í fótinn svo áverkar hlutust af. 28. september 2012 15:19 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Um það bil 42 bréfberar verða fyrir árás hunds í hverri viku en 2,206 árásir voru skráðar á tólf mánuðum fram til 31. mars 2024. Um er að ræða 15 prósent fjölgun frá fyrra ári og þá var fjölgunin frá 2022 til 2023 einnig 15 prósent. „Margir hljóta sár sem breyta lífi þeirra,“ segir Dave Joyce, öryggis- og heilbrigðisfulltrúi Communication Workers Union, í samtali við Guardian. „Margir geta ekki haldið áfram sem bréfberar sökum líkamlegra og andlegra áhrifa þessara árása.“ Guardian ræddi við þrjá bréfbera sem höfðu allir orðið fyrir árás hunds eða hunda og verið bitnir í andlitið, fætur og hendur. „Ég sagði hæ,“ segir Kirsteen Hobson, sem hitti viðskiptavin fyrir utan hjá honum. „Ég beygði mig niður til að ná í póstinn, til að rétta honum hann, og það næsta sem ég veit er að það er hundur á andlitinu mínu, bókstaflega á andlitinu mínu,“ segir hún. Hobson missti hluta varar sinnar og var bitin þrisvar í andlitið og í lærið áður en hún náði að forða sér. Paula Anderson, sem hefur fimm sinnum orðið fyrir árás hunda við störf, hefur meðal annars verið bitin í úlnliðinn og olnbogann. Um var að ræða ýmsar tegundir, til að mynda bull mastiff, jack russell og chihuahua. Sérfræðingar segja fjölgun árása ýmsu um að kenna, meðal annars því að fólk sé nú aftur farið að mæta í vinnuna eftir að hafa verið heima með hundunum í Covid. Þá hafi póstsendingum fjölgað með aukinni netverslun og þannig álagi á hundana. Þetta og fleira hafi áhrif á hegðun dýranna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Bréfberi bitinn af hundi á Suðurnesjum Bréfberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þar sem hann var að störfum. 18. desember 2018 12:05 Bréfberi tapaði skaðabótamáli eftir hundsbit Tæplega fimmtugur bréfberi, sem var bitinn af hundinum Skugga við skyldustörf, tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann krafðist þess að eigendur Skugga væru gerðir skaðabótaskyldir vegna árásar hundsins. Þá stefndi hann einnig tryggingafélagi eigendanna. 24. mars 2010 13:58 Smáhundar bitu bréfbera Bréfberi hjá Póstinum tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að tveir hundar hefðu veist að sér og annar þeirra bitið sig. Bréfberinn var að bera út póst í kjallaraíbúð í umdæminu og stóð hurðin opin. Fyrr en varði komu tveir hundar af mexíkósku smáhundakyni út og beit annar hundurinn hann í fótinn svo áverkar hlutust af. 28. september 2012 15:19 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Bréfberi bitinn af hundi á Suðurnesjum Bréfberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þar sem hann var að störfum. 18. desember 2018 12:05
Bréfberi tapaði skaðabótamáli eftir hundsbit Tæplega fimmtugur bréfberi, sem var bitinn af hundinum Skugga við skyldustörf, tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann krafðist þess að eigendur Skugga væru gerðir skaðabótaskyldir vegna árásar hundsins. Þá stefndi hann einnig tryggingafélagi eigendanna. 24. mars 2010 13:58
Smáhundar bitu bréfbera Bréfberi hjá Póstinum tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að tveir hundar hefðu veist að sér og annar þeirra bitið sig. Bréfberinn var að bera út póst í kjallaraíbúð í umdæminu og stóð hurðin opin. Fyrr en varði komu tveir hundar af mexíkósku smáhundakyni út og beit annar hundurinn hann í fótinn svo áverkar hlutust af. 28. september 2012 15:19