Full ástæða til að vara foreldra við Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. júlí 2024 22:43 Guðrún Björg Ágústsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá Foreldrahúsi hefur áhyggjur af stöðunni. Vísir Starfsfólk Foreldrahúss hefur séð aukningu í vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Mjög auðvelt sé fyrir unglinga að nálgast vímuefni á samfélagsmiðlum og það sé liðin tíð að einungis börn sem búi við erfiðar aðstæður glími við fíkniefnavanda. Starfsfólk hefur einkum séð aukna tíðni hjá yngri unglingum niður í tólf til fjórtán ára aldur. Kallað er eftir vitundarvakningu um stöðu barna og ákváðu stjórnendur hjá Foreldahúsi að hafa opið í júlí sérstaklega til að bregðast við vandanum. „Okkur finnst vera full ástæða til að skoða það svolítið og líka vara foreldra við að það er orðið svo auðvelt fyrir þau að verða sér út um þetta. Þau þurfa ekki að eiga mikinn pening til að byrja með,“ sagði Guðrún Björg Ágústsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá Foreldrahúsi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún telur ýmislegt geta skýrt þessa aukningu en sérstaklega sé það umfangsmikil markaðssetning vímuefna á samfélagsmiðlum sem beinist að unglingum. „Þar sem verið er að bjóða þeim á góðu verði og það eru heimsendingar, það er ekki spurt um neinn aldur. Þetta er auglýst til að hjálpa þeim með kvíða, leiða, verða hress og svo framvegis og unglingar finna oft fyrir þeim tilfinningum.“ Vímuefni markaðsett með jákvæðum skilaboðum Guðrún telur aðra ástæðu fyrir aukningunni geta verið að búið sé að normalisera vímuefnaneyslu í samfélaginu. „Kannski út af lögleiðingu til dæmis kannabis út um allt og svona ýmislegt en ég held að það sé mikið það.“ Það er ekki flókið að finna síður á samfélagsmiðlum þar sem hægt er að kaupa alls kyns fíkniefni frá mismunandi söluaðilum. Þjónustan er víða betri en í hefðbundnum verslunum. Söluaðilar gefa upp síma og hvað efnin kosta. Upprunalands efnis er getið og einhverjir bjóða upp á að keyra fíkniefnin beint til kaupenda. Í einhverjum tilvikum er hægt að millifæra greiðslur á fíkniefnasalana. Loks eru eiturlyfin gjarnan markaðssett með jákvæðum skilaboðum eins og að þau auki orku og úthald. Mýta að bara sé um að ræða einhverja vandræðaunglinga Guðrún segir misjafnt í hversu mikinn vanda börn og foreldrar eru komin í þegar þau leita til Foreldrahúss. Sumir foreldrar átti sig strax á því þegar börn þeirra byrja að neyta vímuefna en ekki allir. „Aðrir foreldrar hafa ekki vitað þetta kannski í ár þannig að unglingurinn getur verið kominn í dálítinn vanda. Og ég ætla bara taka það fram að það eru ekkert frekar unglingar sem búa við einhverjar erfiðar heimilisaðstæður eða sem er eitthvað stórkostlega mikið að. Þetta er bara á öllum stigum þjóðfélagsins. Það er ekki lengur sú gamla saga að þetta séu bara unglingar sem eigi erfitt. Þetta er alls konar unglingar, unglingar í íþróttum og alls konar.“ Utan opnunartíma Foreldrahúss veitir fagaðili foreldrum ráðgjöf og stuðning í Foreldrasímanum sem er 581-1799. Börn og uppeldi Fíkn Tengdar fréttir Sala á fíkniefnum fari fram fyrir opnum tjöldum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á umtalsvert magn af fíkniefnum og teygir málið anga sína víða. Yfirlögregluþjónn segir talsvert magn fíkniefna í umferð og sala þeirra fari fram fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Fimm manns eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 26. júlí 2024 12:05 Margt sem kann að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna. 25. júlí 2024 12:22 „Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“ Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust. 23. júlí 2024 13:01 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Starfsfólk hefur einkum séð aukna tíðni hjá yngri unglingum niður í tólf til fjórtán ára aldur. Kallað er eftir vitundarvakningu um stöðu barna og ákváðu stjórnendur hjá Foreldahúsi að hafa opið í júlí sérstaklega til að bregðast við vandanum. „Okkur finnst vera full ástæða til að skoða það svolítið og líka vara foreldra við að það er orðið svo auðvelt fyrir þau að verða sér út um þetta. Þau þurfa ekki að eiga mikinn pening til að byrja með,“ sagði Guðrún Björg Ágústsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá Foreldrahúsi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún telur ýmislegt geta skýrt þessa aukningu en sérstaklega sé það umfangsmikil markaðssetning vímuefna á samfélagsmiðlum sem beinist að unglingum. „Þar sem verið er að bjóða þeim á góðu verði og það eru heimsendingar, það er ekki spurt um neinn aldur. Þetta er auglýst til að hjálpa þeim með kvíða, leiða, verða hress og svo framvegis og unglingar finna oft fyrir þeim tilfinningum.“ Vímuefni markaðsett með jákvæðum skilaboðum Guðrún telur aðra ástæðu fyrir aukningunni geta verið að búið sé að normalisera vímuefnaneyslu í samfélaginu. „Kannski út af lögleiðingu til dæmis kannabis út um allt og svona ýmislegt en ég held að það sé mikið það.“ Það er ekki flókið að finna síður á samfélagsmiðlum þar sem hægt er að kaupa alls kyns fíkniefni frá mismunandi söluaðilum. Þjónustan er víða betri en í hefðbundnum verslunum. Söluaðilar gefa upp síma og hvað efnin kosta. Upprunalands efnis er getið og einhverjir bjóða upp á að keyra fíkniefnin beint til kaupenda. Í einhverjum tilvikum er hægt að millifæra greiðslur á fíkniefnasalana. Loks eru eiturlyfin gjarnan markaðssett með jákvæðum skilaboðum eins og að þau auki orku og úthald. Mýta að bara sé um að ræða einhverja vandræðaunglinga Guðrún segir misjafnt í hversu mikinn vanda börn og foreldrar eru komin í þegar þau leita til Foreldrahúss. Sumir foreldrar átti sig strax á því þegar börn þeirra byrja að neyta vímuefna en ekki allir. „Aðrir foreldrar hafa ekki vitað þetta kannski í ár þannig að unglingurinn getur verið kominn í dálítinn vanda. Og ég ætla bara taka það fram að það eru ekkert frekar unglingar sem búa við einhverjar erfiðar heimilisaðstæður eða sem er eitthvað stórkostlega mikið að. Þetta er bara á öllum stigum þjóðfélagsins. Það er ekki lengur sú gamla saga að þetta séu bara unglingar sem eigi erfitt. Þetta er alls konar unglingar, unglingar í íþróttum og alls konar.“ Utan opnunartíma Foreldrahúss veitir fagaðili foreldrum ráðgjöf og stuðning í Foreldrasímanum sem er 581-1799.
Börn og uppeldi Fíkn Tengdar fréttir Sala á fíkniefnum fari fram fyrir opnum tjöldum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á umtalsvert magn af fíkniefnum og teygir málið anga sína víða. Yfirlögregluþjónn segir talsvert magn fíkniefna í umferð og sala þeirra fari fram fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Fimm manns eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 26. júlí 2024 12:05 Margt sem kann að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna. 25. júlí 2024 12:22 „Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“ Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust. 23. júlí 2024 13:01 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Sala á fíkniefnum fari fram fyrir opnum tjöldum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á umtalsvert magn af fíkniefnum og teygir málið anga sína víða. Yfirlögregluþjónn segir talsvert magn fíkniefna í umferð og sala þeirra fari fram fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Fimm manns eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 26. júlí 2024 12:05
Margt sem kann að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna. 25. júlí 2024 12:22
„Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“ Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust. 23. júlí 2024 13:01