Gögn benda til aðkomu Sameinuðu arabísku furstadæmanna í Súdan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. júlí 2024 12:36 Milljónir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín og fjöldi verið myrtur. Þá eru sveitir RSF sakaðar um að beita nauðgunum sem vopni. epa Gögn hafa fundist í Súdan, þar á meðal vegabréf, sem virðast benda til þess að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi sent bæði menn og vopn til landsins, þar sem skelfilegt ástand ríkir sökum yfistandandi átaka. Umrædd gögn hafa verið send Sameinuðu þjóðunum en engin viðbrögð fengist enn sem komið er. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa ítrekað neitað því að sjá uppreisnarhersveitum Mohamed Hamdan Dagalo (RSF) fyrir hernaðaraðstoð en sveitirnar sitja nú um borgina El Fasher í Darfúr og hafa verið sakaðar um fjölda voðaverka. Meðal þeirra gagna sem hafa verið send Sameinuðu þjóðunum eru myndir af fjórum vegabréfum sem virðast tilheyra ríkisborgurum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Um er að ræða fjóra karla, tvo fædda í Dubai, einn í Al Ain og einn í Ajman. Samkvæmt vegabréfunum eru mennirnir á aldrinum 29-49 ára og talið er að þeir tilheyri öryggissveitum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þá er einnig í gögnunum að finna upplýsingar um vopn sem hafa fundist, þar á meðal dróna sem er hannaður til að bera breyttar 120 mm sprengjur. Myndir eru sagðar sýna kassa sem á stendur að hafi verið sendir frá vopnaverksmiðju í Serbíu til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Meira en helmingur í búa Súdan, um 25 milljónir manna er sagður búa við hungur.epa Merkingar virðast einnig benda til þess að drónarnir hafi borið svokallaðar „thermobaric“ sprengjur, það er að segja sprengjur þar sem kveikilögur dreifist fyrst um eins og skýjamóða áður en það kviknar svo í vökvanum. Umræddar sprengjur eru sagðar valda mun meiri skaða og eyðileggingu en hefðbundnar sprengjur og rætt hefur verið að banna þær. Guardian hefur eftir greinendum að fundur gagnanna sé til marks um að fullyrðingar Sameinuðu arabísku furstadæmana haldi ekki vatni og veki spurningar um vitneskju Bandaríkjanna og Bretlands um mögulega aðkomu þeirra að átökunum. Bandaríkin, Bretland, Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa freistað þess saman að miðla málum milli stríðandi fylkinga í landinu. Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa óbeinna hagsmuna að gæta í átökunum í Súdan, þar sem bæði ríki vilja treysta yfirráð sín á svæðinu. Vesturlönd óttast hins vegar að ástandið muni greiða fyrir því að stjórnvöld í Súdan heimili Rússum eða Írönum að koma upp herstöð í landinu. Suður-Súdan Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Umrædd gögn hafa verið send Sameinuðu þjóðunum en engin viðbrögð fengist enn sem komið er. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa ítrekað neitað því að sjá uppreisnarhersveitum Mohamed Hamdan Dagalo (RSF) fyrir hernaðaraðstoð en sveitirnar sitja nú um borgina El Fasher í Darfúr og hafa verið sakaðar um fjölda voðaverka. Meðal þeirra gagna sem hafa verið send Sameinuðu þjóðunum eru myndir af fjórum vegabréfum sem virðast tilheyra ríkisborgurum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Um er að ræða fjóra karla, tvo fædda í Dubai, einn í Al Ain og einn í Ajman. Samkvæmt vegabréfunum eru mennirnir á aldrinum 29-49 ára og talið er að þeir tilheyri öryggissveitum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þá er einnig í gögnunum að finna upplýsingar um vopn sem hafa fundist, þar á meðal dróna sem er hannaður til að bera breyttar 120 mm sprengjur. Myndir eru sagðar sýna kassa sem á stendur að hafi verið sendir frá vopnaverksmiðju í Serbíu til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Meira en helmingur í búa Súdan, um 25 milljónir manna er sagður búa við hungur.epa Merkingar virðast einnig benda til þess að drónarnir hafi borið svokallaðar „thermobaric“ sprengjur, það er að segja sprengjur þar sem kveikilögur dreifist fyrst um eins og skýjamóða áður en það kviknar svo í vökvanum. Umræddar sprengjur eru sagðar valda mun meiri skaða og eyðileggingu en hefðbundnar sprengjur og rætt hefur verið að banna þær. Guardian hefur eftir greinendum að fundur gagnanna sé til marks um að fullyrðingar Sameinuðu arabísku furstadæmana haldi ekki vatni og veki spurningar um vitneskju Bandaríkjanna og Bretlands um mögulega aðkomu þeirra að átökunum. Bandaríkin, Bretland, Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa freistað þess saman að miðla málum milli stríðandi fylkinga í landinu. Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa óbeinna hagsmuna að gæta í átökunum í Súdan, þar sem bæði ríki vilja treysta yfirráð sín á svæðinu. Vesturlönd óttast hins vegar að ástandið muni greiða fyrir því að stjórnvöld í Súdan heimili Rússum eða Írönum að koma upp herstöð í landinu.
Suður-Súdan Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira