Aðalsteinn Þorsteinsson fyrrverandi forstjóri Þjóðskrár er settur ráðuneytisstjóri frá því 31. maí og gegnir embættinu út ágúst. Hann kom tímabundið í stöðuna eftir að Hermann Sæmundsson var fluttur úr embættinu og tók við sem ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu að beiðni Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra.
Greint er frá nöfnum umsækjenda á vef Stjórnarráðsins. Umsækjendurnir eru í stafrófsröð:
- Anna Eivör Shvarova, skrifstofustjóri
- Björg Erlingsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri
- Guðjón Atlason, verkefnastjóri
- Guðrún Ögmundsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og innri þjónustu
- Harpa Þrastardóttir, eigandi
- Hildur H Dungal, settur skrifstofustjóri skrifstofu húsnæðis- og skipulagsmála
- Ingilín Kristmannsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu stefnumótunar og fjármála
- Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi og settur sýslumaður í Vestmannaeyjum
- Margrét Hallgrímsdóttir, skrifstofustjóri innviða og þróunar
- Mæva Marlene Urbschat, skógræktandi
- Róbert Ragnarsson, verkefnastjóri
- Sigríður Auður Arnardóttir, lögfræðingur og fv. ráðuneytisstjóri
- Sigurbergur Björnsson, sendiráðunautur í sendiráðinu í Brüssel