Maðurinn var hins vegar farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að.
Einn var handtekinn eftir „æsing og ónæði“ í miðborginni og annar skömmu síðar en sá hafði haft í hótunum við gesti veitingastaðar.
Lögreglu bárust einnig tilkynningar um þjófnað á tösku á hóteli og brotnar rúður í skóla.
Tveir voru handteknir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna en annar var auk þess á ótryggðum bíl.