Breiðablik situr um þessar mundir á toppi Bestu deildar kvenna í knattspyrnu og mun þurfa að halda í toppsætið án hæfileika Áslaugar Mundu. Hún hefur tekið þátt í sjö leikjum í deild og bikar á þessari leiktíð en hún hefur glímt við mikil meiðsli undanfarin misseri.
Áslaug Munda varð fyrir því óláni að togna aftan í læri í upphitun fyrir stórleik Breiðabliks og Vals í maí síðastliðnum. Síðan hefur hún glímt við erfið veikindi sem og blóðsýkingu.
Áslaug Munda tognaði á nýjan leik fyrir ekki svo löngu síðan og hefur ekkert spilað síðan. Hún staðfesti í samtali við mbl.is að tímabilinu með Blikum væri lokið þar sem hún er á leið til Bandaríkjanna í byrjun ágústmánaðar. Þar spilar hún með hinum virta Harvard-háskóla.
Áslaug Munda á að baki 16 A-landsleiki. Sá síðasti var í apríl á síðasta ári.