„Mér líður eins og þeir hafi kúkað á leiðið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2024 12:20 Brynhildur er reið og segist upplifa hatursfullt viðmót starfsfólks í sinn garð. Vísir/Samsett Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkur vann stórfellt skemmdarverk á leiði foreldra Brynhildar Bergþórsdóttur að hennar sögn. Blóðberg sem prýddi leiðið var slitið upp og svört möl sett í staðinn án þess að samráð væri haft við aðstandendur. Brynhildur segir að henni líði eins og starfsmenn kirkjugarðsins í Sóllandi í Reykjavík hafi hreinlega kúkað á leiði foreldra sinna. Foreldrar Brynhildar, þau Bergþór Jóhannsson og Dóra J. Guðjohnsen, voru mosa- og grasafræðingar og höfðu áhuga á íslenskum fjallagróðri. Bergþór sem féll frá árið 2006 var jarðsettur í kirkjugarðinum Sóllandi og farið var til æskuslóða hans á Ströndum að sækja stein þakinn skófum og mosa sem fjölskyldunni þótti sæma Bergþóri. Dóra, móðir Brynhildar, hafði þá komið fyrir blóðbergi við leiðið og annaðist það af alúð þar sem erfitt getur verið að fá blóðberg til að njóta sín í borginni. Eyðimörk blasti við Yngri systur Brynhildar brá þá mikið í brún þegar hún gekk að leiði foreldra sinna og kom að því í því ástandi sem það er í í dag. Brynhildur segist þá hafa farið sjálf að leiðinu og þá blasti „þessi eyðimörk“ við henni. Hún segist hafa orðið fyrir áfalli. „Kirkjugarðarnir ganga fram með þessu offorsi og hafa ekki einu sinni fyrir því að tala við fólk,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Sagt að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ Brynhildur segist hafa haft samband við stjórnendur kirkjugarðarins og fengið þau svör að um mistök væri að ræða. Tónninn í stjórnendum hafi þó breyst seinna og hún látin vita af því að þetta hefðu ekki verið nein mistök heldur væri alls ótækt að hafa „þessa skelfilegu plöntu þarna.“ Að sögn Brynhildar var henni upplýst um það að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ af garðyrkjufræðingi sem starfaði í kirkjugarðinum. Brynhildur kynnti sér þá lög um kirkjugarða og þar segi skýrt og skorinort í 19. grein 2. málsgrein að „kirkjugarðsstjórnir skuli stuðla að því að legstaðir séu smekklega prýddir blómjurtum og vel um þá hirt.“ „Hvað er blóðberg ef ekki falleg blómjurt?“ spyr Brynhildur sig. „Mér finnst starfsfólk kirkjugarðanna vera að fara þarna offari, fara beinlínis gegn lögum og brjóta á rétti aðstandenda til að hlúa að leiðum sinna nánustu. Mér finnst þetta forkastanleg vinnubrögð og ég er mjög leið. Mér líður bara eins og einhver starfsmaðurinn hafi kúkað á leiðið,“ segir Brynhildur. Hatursfullt viðmót starfsfólks Hún segist jafnframt hafa fengið sterk viðbrögð frá vinum og fjölskyldu sem lýsa því að hafa lent í þessu sama. Móðir hennar heitin hafi þá sagt henni að það þýddi ekkert að annast leiðið eða gróðurinn þar á þar sem það yrði allt slitið upp fyrr en varir hvort eð er. Brynhildur segist vera að skoða möguleika sína gagnvart kirkjugarðsstjórninni. Hún segist ekki vilja að foreldrar hennar hvíli á stað þar sem hún upplifir hatursfullt viðmót starfsfólks í garð aðstandenda. „Ef að leiðið er til óþurftar, þá á maður að hafa samband við aðstandendur og gefa þeim tækifæri til að bregðast við. Og gera úrbætur ef að þörf er á því,“ segir hún. Ekki náðist í kirkjugarðsstjórnina við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar og ef þau berast. Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Brynhildur segir að henni líði eins og starfsmenn kirkjugarðsins í Sóllandi í Reykjavík hafi hreinlega kúkað á leiði foreldra sinna. Foreldrar Brynhildar, þau Bergþór Jóhannsson og Dóra J. Guðjohnsen, voru mosa- og grasafræðingar og höfðu áhuga á íslenskum fjallagróðri. Bergþór sem féll frá árið 2006 var jarðsettur í kirkjugarðinum Sóllandi og farið var til æskuslóða hans á Ströndum að sækja stein þakinn skófum og mosa sem fjölskyldunni þótti sæma Bergþóri. Dóra, móðir Brynhildar, hafði þá komið fyrir blóðbergi við leiðið og annaðist það af alúð þar sem erfitt getur verið að fá blóðberg til að njóta sín í borginni. Eyðimörk blasti við Yngri systur Brynhildar brá þá mikið í brún þegar hún gekk að leiði foreldra sinna og kom að því í því ástandi sem það er í í dag. Brynhildur segist þá hafa farið sjálf að leiðinu og þá blasti „þessi eyðimörk“ við henni. Hún segist hafa orðið fyrir áfalli. „Kirkjugarðarnir ganga fram með þessu offorsi og hafa ekki einu sinni fyrir því að tala við fólk,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Sagt að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ Brynhildur segist hafa haft samband við stjórnendur kirkjugarðarins og fengið þau svör að um mistök væri að ræða. Tónninn í stjórnendum hafi þó breyst seinna og hún látin vita af því að þetta hefðu ekki verið nein mistök heldur væri alls ótækt að hafa „þessa skelfilegu plöntu þarna.“ Að sögn Brynhildar var henni upplýst um það að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ af garðyrkjufræðingi sem starfaði í kirkjugarðinum. Brynhildur kynnti sér þá lög um kirkjugarða og þar segi skýrt og skorinort í 19. grein 2. málsgrein að „kirkjugarðsstjórnir skuli stuðla að því að legstaðir séu smekklega prýddir blómjurtum og vel um þá hirt.“ „Hvað er blóðberg ef ekki falleg blómjurt?“ spyr Brynhildur sig. „Mér finnst starfsfólk kirkjugarðanna vera að fara þarna offari, fara beinlínis gegn lögum og brjóta á rétti aðstandenda til að hlúa að leiðum sinna nánustu. Mér finnst þetta forkastanleg vinnubrögð og ég er mjög leið. Mér líður bara eins og einhver starfsmaðurinn hafi kúkað á leiðið,“ segir Brynhildur. Hatursfullt viðmót starfsfólks Hún segist jafnframt hafa fengið sterk viðbrögð frá vinum og fjölskyldu sem lýsa því að hafa lent í þessu sama. Móðir hennar heitin hafi þá sagt henni að það þýddi ekkert að annast leiðið eða gróðurinn þar á þar sem það yrði allt slitið upp fyrr en varir hvort eð er. Brynhildur segist vera að skoða möguleika sína gagnvart kirkjugarðsstjórninni. Hún segist ekki vilja að foreldrar hennar hvíli á stað þar sem hún upplifir hatursfullt viðmót starfsfólks í garð aðstandenda. „Ef að leiðið er til óþurftar, þá á maður að hafa samband við aðstandendur og gefa þeim tækifæri til að bregðast við. Og gera úrbætur ef að þörf er á því,“ segir hún. Ekki náðist í kirkjugarðsstjórnina við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar og ef þau berast.
Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira