Vegfarendur flúðu mikið eldhaf við bryggju í Hodeidah Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2024 23:44 Þessi gervihnattarmynd sýnir bruna í olíutönkum á eldsneytisbirgðastöðinni í Hodeidah í Jemen. AP/Maxar Technologies Uppreisnarmenn Húta í Jemen heita því að halda áfram umfangsmiklum árásum á Ísrael, eftir mannskæða árás Ísraelsmanna á mikilvæga, jemenska hafnarborg. Sameinuðu þjóðirnar hafa þungar áhyggjur af stigmögnum átaka á svæðinu. Vegfarendur flúðu mikið eldhaf við bryggju í hafnarborginni Hodeidah eftir fyrstu loftárás Ísraelsmanna á Jemen seint í gær. Fleiri fylgdu svo í kjölfarið; eldsneytisbirgðastöð og orkuver voru á meðal skotmarka Ísraelsmanna og sex liggja í valnum. Árásirnar koma strax í kjölfar mannskæðrar árásar Húta á Tel Aviv fyrir helgi og eru þær fyrstu sem Ísraelsmenn gera á Jemen frá upphafi stríðs 7. október. „Eldarnir sem nú loga í Hodeidah sjást um öll Miðausturlönd og þýðing þeirra er augljós. Hútarnir réðust á okkur oftar en 200 sinnum. Við gerðum árás á þá þegar ríkisborgari Ísrael særðist. Við endurtökum þetta þar sem nauðsyn krefur,“ segir Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels. Skutu niður eldflaug áður en hún komst inn í lofthelgi Hútar hétu strax grimmilegum hefndum líkt og fram kom í orðum Yahya Saree hershöfðingja, talsmanns hers Húta. „Her Jemens staðfestir að þessari ósvífnu árás verður svarað. Við munum með guðs hjálp ekki hika við að gera árásir á mikilvæg skotmörk ísraelska óvinarins og ítrekum fyrri yfirlýsingu um að Jaffa-svæðið sé óöruggt.“ Og þeim virtist ekki til setunnar boðið: Hútar skutu eldflaug að borginni Eilat í suður-Ísrael í morgun sem Ísraelsmenn skutu niður áður en hún náði inn í ísraelska lofthelgi. Þá skutu Hútar einnig á bandarískt skip í Rauðahafi. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum af átökunum og að þau gætu stuðlað að frekari stigmögnun á svæðinu sem þegar er á suðupunkti. Ísrael Jemen Tengdar fréttir Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Vegfarendur flúðu mikið eldhaf við bryggju í hafnarborginni Hodeidah eftir fyrstu loftárás Ísraelsmanna á Jemen seint í gær. Fleiri fylgdu svo í kjölfarið; eldsneytisbirgðastöð og orkuver voru á meðal skotmarka Ísraelsmanna og sex liggja í valnum. Árásirnar koma strax í kjölfar mannskæðrar árásar Húta á Tel Aviv fyrir helgi og eru þær fyrstu sem Ísraelsmenn gera á Jemen frá upphafi stríðs 7. október. „Eldarnir sem nú loga í Hodeidah sjást um öll Miðausturlönd og þýðing þeirra er augljós. Hútarnir réðust á okkur oftar en 200 sinnum. Við gerðum árás á þá þegar ríkisborgari Ísrael særðist. Við endurtökum þetta þar sem nauðsyn krefur,“ segir Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels. Skutu niður eldflaug áður en hún komst inn í lofthelgi Hútar hétu strax grimmilegum hefndum líkt og fram kom í orðum Yahya Saree hershöfðingja, talsmanns hers Húta. „Her Jemens staðfestir að þessari ósvífnu árás verður svarað. Við munum með guðs hjálp ekki hika við að gera árásir á mikilvæg skotmörk ísraelska óvinarins og ítrekum fyrri yfirlýsingu um að Jaffa-svæðið sé óöruggt.“ Og þeim virtist ekki til setunnar boðið: Hútar skutu eldflaug að borginni Eilat í suður-Ísrael í morgun sem Ísraelsmenn skutu niður áður en hún náði inn í ísraelska lofthelgi. Þá skutu Hútar einnig á bandarískt skip í Rauðahafi. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum af átökunum og að þau gætu stuðlað að frekari stigmögnun á svæðinu sem þegar er á suðupunkti.
Ísrael Jemen Tengdar fréttir Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50