Vatnið og tíminn Ari Trausti Guðmundsson skrifar 18. júlí 2024 08:01 Carbfix-aðferðin við að binda koldíoxíð þarfnast vatns. Ekki með neysluvatnsgæðum en þó ferskvatn eða jafnvel sjó. Sérstaklega verður kannað betur hvort sjór henti aðferðinni. Ferksvatnsstreymi á Íslandi er takmarkað eins og annars staðar og þarft að vita hvort saltvatn dugar til kolefnisbindingar. Mat á vatnsrennsli af öllu landinu, bæði yfirborðsvatns og grunnvatns, leikur á bilinu 4.700 til 6.500 tonn/ sek eftir árstíð, árabili, gögnum og matsaðferðum. Meðaltalið er 5.600 tonn/sek eða svipað og vatnsmagn sextán Ölfusáa. Metið er að grunnvatnsrennsli (neðanjarðar) nemi um 15-20% af afrennslinu, á bilinu 1.000 til 1.800 tonn/sek. þ.e, líkt og tvær og hálf til rúmar fjórar Ölfusár. Mikið af vatninu streymir neðanjarðar til hafs og blandast beint í sjó eða streymir undir sjóinn, innan í sjávarbotinum. Annað sést sem vatn úr lindum, er í ám og stöðuvötnum og kemur upp um borholur. Það gefur auga leið að ferskvatn í berggrunni er takmarkað og því þarf að gæta vel að notkun og gæðum þess, m.a. í landbúnaði, iðnaði, landeldi og heimilisrekstri. Í jöklum landsins geymist mikið af ferskvatni en í jökulám er það blandað misgrófri grjótmylsnu. Sá ferskvatnsforði er nú í kreppu vegna loftslagsbreytinga. Minna er um grunnvatn í eldri hlutum berggrunnsins en þeim yngri. Storkubergið er þétt, landslagið bratt og stutt á milli dala og fjarða. Mest er um grunnvatn á eldvirka og skjálftavirka svæðinu, ríflega fjórðungi lands. Jarðlög þar eru misvel gegndræp en í heild gjöful á grunnvatn. Reykjanesskagi er eitt landsvæðanna með einna mest af ferskvatni. Fremur lítið grunnvatnsrennsli er þó á Garðskaga/Rosmhvalanesi, metið um 1 tonn/sek eða 1.000 lítrar. Mest er það á milli Selvogsstrandar og Þorlákshafnar, 20-30 tonn/sek í ungum og sprungnum berggrunni. Á milli Hafnarfjarðar og Voga er rennslið 15-20 tonn/sek, aðallega fyrrum úrkoma í hálendinu innar á skanganum. Sums staðar nálægt strönd hans, og töluvert inn eftir NA-lægum sprungukerfum, er grunnvatnið að finna á 40-50 m dýpi. Undir því er lag af sjó þar sem svo háttar til. Í Straumsvík flæðir mikið ferskvatn grunnt undir basalthrauni frá 12. öld en ofar í landinu er vatnstökusvæði við Kaldá, inn af Kaldárseli. Á stóru svæði er þetta hraun alsett byggingum, götum og vegum og þar er atvinnustarfsemi. Á strandlengjunni við Straumsvík, og þar alllangt vestur af, streyma fram á að giska 5-6 tonn af grunnvatni á sek. að meðtöldum Kaldarárstraumnum. Inn af álverinu og þar í vestur er afmarkað iðnaðar- og framkvæmdasvæði í aðalskipulagi. Hreint grunnvatn er þar ekki í boði en vatnið getur hentað til Carbfix-niðurdælingar. Vatnsból ofar í landinu eru ekki í hættu. Fyrirhuguð vökvaþörf Coda-verkefnisins vex hægt upp í 1996 lítr/sek (2 tonn) af ferskvatni og 927 l/s af jarðsjó við full afköst. Vatnið hefur við töku þá þegar streymt úr Kaldárbotnum og nágrenni, inn undir iðnaðar- og framkvæmdasvæðið. Þar yrði það tekið úr lóðréttum borholum og því dælt niður sem kolsýrðu vatni um slíkar borholur á 350-800 m dýpi. Samhliða hægri útfellingu kalsíts í jarðlögunum mjakast grunnvatnið áfram inn í sjávarbotninn á fyrrgreindu dýpi. Fljótandi kolsýru sem unnin er úr borholum í Grafningi, hefur verið hægt að kaupa. Sams konar efni verður flutt inn, unnið úr iðnaðarferlum í Evrópu. Það er liður í að skala upp Carbfix-verkefnið á Hellisheiði til frekari prófunar, þróunar og gagns svo sams konar starfsemi breiðist út á basaltsvæðum jarðar, ef vel tekst til. Verkefnið er áfangaskipt og unnt að snúa við ef þörf er á. Ekki er hægt að ganga út frá því að innflutta gasið beri hættuleg snefilefni. Tryggja má auk þess með greiningu að svo sé ekki. Gasið myndar hættulaust kalsít í berggrunninum og bindur að meðaltali um 100 kg af koldíoxíði í hverjum rúmmetra bergs. Bergkubbur sem er 1 km á hverja hlið er 1 milljarður rúmmetra. Carbfix-verkefni nýtir lítinn hluta þessa kubbs: Tíu rúmmetra af bergi þarf til að binda 1 tonn af koldíoxíði og um 30 milljónir (af milljarði rúmmetra) eða (3%) til að binda 3 milljónir tonna af gasinu. Í tilviki Coda er reiknað með mun meira rúmmáli bergs og að 1% verði holufyllt eftir 30 ára rekstur. Langt er seilst að uppnefna innflutta koldíoxíð fljótandi mengun, eiturefni eða úrgang og kalla niðurdælinguna sóðaskap eða förgun á annarra manna skít. Sama ætti þá við um koldíoxíð úr öllum iðnaði, úr losun frá einkabílum og losun við innlenda orku- og heitavatnsframleiðslu. Við berum jafn mikla ábyrgð á eigin losun gróðurhúsagasa og meginlandsbúar á sinni og eigum að hjálpa til við að binda innlent og erlent kolefni með öllum vísindalega staðfestum aðferðum, samhliða minnkandi losun þess á heimsvísu. Tímarnir krefjast þess og gróðurhúsagös eru í raun landlaus með öllu. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Ari Trausti Guðmundsson Hafnarfjörður Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Carbfix-aðferðin við að binda koldíoxíð þarfnast vatns. Ekki með neysluvatnsgæðum en þó ferskvatn eða jafnvel sjó. Sérstaklega verður kannað betur hvort sjór henti aðferðinni. Ferksvatnsstreymi á Íslandi er takmarkað eins og annars staðar og þarft að vita hvort saltvatn dugar til kolefnisbindingar. Mat á vatnsrennsli af öllu landinu, bæði yfirborðsvatns og grunnvatns, leikur á bilinu 4.700 til 6.500 tonn/ sek eftir árstíð, árabili, gögnum og matsaðferðum. Meðaltalið er 5.600 tonn/sek eða svipað og vatnsmagn sextán Ölfusáa. Metið er að grunnvatnsrennsli (neðanjarðar) nemi um 15-20% af afrennslinu, á bilinu 1.000 til 1.800 tonn/sek. þ.e, líkt og tvær og hálf til rúmar fjórar Ölfusár. Mikið af vatninu streymir neðanjarðar til hafs og blandast beint í sjó eða streymir undir sjóinn, innan í sjávarbotinum. Annað sést sem vatn úr lindum, er í ám og stöðuvötnum og kemur upp um borholur. Það gefur auga leið að ferskvatn í berggrunni er takmarkað og því þarf að gæta vel að notkun og gæðum þess, m.a. í landbúnaði, iðnaði, landeldi og heimilisrekstri. Í jöklum landsins geymist mikið af ferskvatni en í jökulám er það blandað misgrófri grjótmylsnu. Sá ferskvatnsforði er nú í kreppu vegna loftslagsbreytinga. Minna er um grunnvatn í eldri hlutum berggrunnsins en þeim yngri. Storkubergið er þétt, landslagið bratt og stutt á milli dala og fjarða. Mest er um grunnvatn á eldvirka og skjálftavirka svæðinu, ríflega fjórðungi lands. Jarðlög þar eru misvel gegndræp en í heild gjöful á grunnvatn. Reykjanesskagi er eitt landsvæðanna með einna mest af ferskvatni. Fremur lítið grunnvatnsrennsli er þó á Garðskaga/Rosmhvalanesi, metið um 1 tonn/sek eða 1.000 lítrar. Mest er það á milli Selvogsstrandar og Þorlákshafnar, 20-30 tonn/sek í ungum og sprungnum berggrunni. Á milli Hafnarfjarðar og Voga er rennslið 15-20 tonn/sek, aðallega fyrrum úrkoma í hálendinu innar á skanganum. Sums staðar nálægt strönd hans, og töluvert inn eftir NA-lægum sprungukerfum, er grunnvatnið að finna á 40-50 m dýpi. Undir því er lag af sjó þar sem svo háttar til. Í Straumsvík flæðir mikið ferskvatn grunnt undir basalthrauni frá 12. öld en ofar í landinu er vatnstökusvæði við Kaldá, inn af Kaldárseli. Á stóru svæði er þetta hraun alsett byggingum, götum og vegum og þar er atvinnustarfsemi. Á strandlengjunni við Straumsvík, og þar alllangt vestur af, streyma fram á að giska 5-6 tonn af grunnvatni á sek. að meðtöldum Kaldarárstraumnum. Inn af álverinu og þar í vestur er afmarkað iðnaðar- og framkvæmdasvæði í aðalskipulagi. Hreint grunnvatn er þar ekki í boði en vatnið getur hentað til Carbfix-niðurdælingar. Vatnsból ofar í landinu eru ekki í hættu. Fyrirhuguð vökvaþörf Coda-verkefnisins vex hægt upp í 1996 lítr/sek (2 tonn) af ferskvatni og 927 l/s af jarðsjó við full afköst. Vatnið hefur við töku þá þegar streymt úr Kaldárbotnum og nágrenni, inn undir iðnaðar- og framkvæmdasvæðið. Þar yrði það tekið úr lóðréttum borholum og því dælt niður sem kolsýrðu vatni um slíkar borholur á 350-800 m dýpi. Samhliða hægri útfellingu kalsíts í jarðlögunum mjakast grunnvatnið áfram inn í sjávarbotninn á fyrrgreindu dýpi. Fljótandi kolsýru sem unnin er úr borholum í Grafningi, hefur verið hægt að kaupa. Sams konar efni verður flutt inn, unnið úr iðnaðarferlum í Evrópu. Það er liður í að skala upp Carbfix-verkefnið á Hellisheiði til frekari prófunar, þróunar og gagns svo sams konar starfsemi breiðist út á basaltsvæðum jarðar, ef vel tekst til. Verkefnið er áfangaskipt og unnt að snúa við ef þörf er á. Ekki er hægt að ganga út frá því að innflutta gasið beri hættuleg snefilefni. Tryggja má auk þess með greiningu að svo sé ekki. Gasið myndar hættulaust kalsít í berggrunninum og bindur að meðaltali um 100 kg af koldíoxíði í hverjum rúmmetra bergs. Bergkubbur sem er 1 km á hverja hlið er 1 milljarður rúmmetra. Carbfix-verkefni nýtir lítinn hluta þessa kubbs: Tíu rúmmetra af bergi þarf til að binda 1 tonn af koldíoxíði og um 30 milljónir (af milljarði rúmmetra) eða (3%) til að binda 3 milljónir tonna af gasinu. Í tilviki Coda er reiknað með mun meira rúmmáli bergs og að 1% verði holufyllt eftir 30 ára rekstur. Langt er seilst að uppnefna innflutta koldíoxíð fljótandi mengun, eiturefni eða úrgang og kalla niðurdælinguna sóðaskap eða förgun á annarra manna skít. Sama ætti þá við um koldíoxíð úr öllum iðnaði, úr losun frá einkabílum og losun við innlenda orku- og heitavatnsframleiðslu. Við berum jafn mikla ábyrgð á eigin losun gróðurhúsagasa og meginlandsbúar á sinni og eigum að hjálpa til við að binda innlent og erlent kolefni með öllum vísindalega staðfestum aðferðum, samhliða minnkandi losun þess á heimsvísu. Tímarnir krefjast þess og gróðurhúsagös eru í raun landlaus með öllu. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun