Taylor Swift talin valda verðbólgu í Bretlandi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 15:44 Taylor Swift á tónleikum í Mílanó um helgina. AP/Claudio Furlan Verðbólga í Bretlandi mældist 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og var örlítið meiri en búist var við. Gífurlegar verðhækkanir á hótelgistingu voru helsta orsökin, en mikil tengsl virðast hafa verið milli þeirra og tónleikaferðalags Taylor Swift um landið. Viðskiptablaðið greindi frá þessu og byggði á frétt New York Times. Verðbólgan mældist ennþá 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og helst því enn í verðbólgumarkmiði breska seðlabankans. Ódýr fatnaður í sumarútsölum dró verðbólguna niður, og einnig hægðist á verðhækkunum á matvælum. Gífurlegt stökk í verði hótelherbergja hífði hana upp á móti. Minni líkur á vaxtalækkun í ágúst Áður en skýrsla júnímánaðar lá fyrir töldu markaðir að um 50 prósent líkur væru á vaxtalækkun í ágúst, en nú eru líkurnar 35 prósent. Er þetta vegna þess að verðbólgan mældist meiri en þeir bjuggust við. Búist var við því að kjarnaverðbólga, sem telur m.a. mat og rafmagn, myndi minnka, en hún hélst í 3,5 prósentum. Verðbólga í þjónustugeiranum hélst í 5,7 prósentum, en búist var við talsverðri hjöðnun þar. Launakostnaður spilar þar stórt hlutverk. Miklar verðhækkanir á hótelgistingu urðu á sama tíma og Taylor Swift fór í tónleikaferðalag um Bretland og hélt þar tíu tónleika. Efnahagsleg umsvif tónleikaferðalagsins voru svo mikil að þau eru talin hafa haft áhrif á verðbólgutölur Bretlands. Taylor Swift er einn vinsælasti tónlistarmaður heims, ef ekki sá allra vinsælasti. Aðdáendahópur hennar kallar sig „Swifties“AP/Ennio Leanza Fimm tónleikar á Wembley „Það er erfitt að fá skýra mynd af því, en það er klárlega mjög líklegt að einhver Taylor Swift áhrif séu hér að verki, og það gæti dregið úr þeim í næsta mánuði,“ sagði Sanjay Raja, aðalhagfræðingur Deutsche bank í Englandi. Hagfræðingar hjá TD Securities sögðu að tónleikaferðalagið hefði sennilega þrýst verðbólgunni aðeins upp, af því að miðarnir væru svo dýrir. Erfiðara væri að fullyrða um það hvort ferðalagið hefði haft áhrif á verðhækkanir í hótelgeiranum. Taylor Swift snýr aftur til Bretlands í ágúst, þar sem hún heldur meðal annars fimm tónleika á Wembley leikvanginum, sem tekur um 90 þúsund manns. Bretland Verðlag Efnahagsmál Hollywood Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Viðskiptablaðið greindi frá þessu og byggði á frétt New York Times. Verðbólgan mældist ennþá 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og helst því enn í verðbólgumarkmiði breska seðlabankans. Ódýr fatnaður í sumarútsölum dró verðbólguna niður, og einnig hægðist á verðhækkunum á matvælum. Gífurlegt stökk í verði hótelherbergja hífði hana upp á móti. Minni líkur á vaxtalækkun í ágúst Áður en skýrsla júnímánaðar lá fyrir töldu markaðir að um 50 prósent líkur væru á vaxtalækkun í ágúst, en nú eru líkurnar 35 prósent. Er þetta vegna þess að verðbólgan mældist meiri en þeir bjuggust við. Búist var við því að kjarnaverðbólga, sem telur m.a. mat og rafmagn, myndi minnka, en hún hélst í 3,5 prósentum. Verðbólga í þjónustugeiranum hélst í 5,7 prósentum, en búist var við talsverðri hjöðnun þar. Launakostnaður spilar þar stórt hlutverk. Miklar verðhækkanir á hótelgistingu urðu á sama tíma og Taylor Swift fór í tónleikaferðalag um Bretland og hélt þar tíu tónleika. Efnahagsleg umsvif tónleikaferðalagsins voru svo mikil að þau eru talin hafa haft áhrif á verðbólgutölur Bretlands. Taylor Swift er einn vinsælasti tónlistarmaður heims, ef ekki sá allra vinsælasti. Aðdáendahópur hennar kallar sig „Swifties“AP/Ennio Leanza Fimm tónleikar á Wembley „Það er erfitt að fá skýra mynd af því, en það er klárlega mjög líklegt að einhver Taylor Swift áhrif séu hér að verki, og það gæti dregið úr þeim í næsta mánuði,“ sagði Sanjay Raja, aðalhagfræðingur Deutsche bank í Englandi. Hagfræðingar hjá TD Securities sögðu að tónleikaferðalagið hefði sennilega þrýst verðbólgunni aðeins upp, af því að miðarnir væru svo dýrir. Erfiðara væri að fullyrða um það hvort ferðalagið hefði haft áhrif á verðhækkanir í hótelgeiranum. Taylor Swift snýr aftur til Bretlands í ágúst, þar sem hún heldur meðal annars fimm tónleika á Wembley leikvanginum, sem tekur um 90 þúsund manns.
Bretland Verðlag Efnahagsmál Hollywood Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira