Taylor Swift talin valda verðbólgu í Bretlandi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 15:44 Taylor Swift á tónleikum í Mílanó um helgina. AP/Claudio Furlan Verðbólga í Bretlandi mældist 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og var örlítið meiri en búist var við. Gífurlegar verðhækkanir á hótelgistingu voru helsta orsökin, en mikil tengsl virðast hafa verið milli þeirra og tónleikaferðalags Taylor Swift um landið. Viðskiptablaðið greindi frá þessu og byggði á frétt New York Times. Verðbólgan mældist ennþá 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og helst því enn í verðbólgumarkmiði breska seðlabankans. Ódýr fatnaður í sumarútsölum dró verðbólguna niður, og einnig hægðist á verðhækkunum á matvælum. Gífurlegt stökk í verði hótelherbergja hífði hana upp á móti. Minni líkur á vaxtalækkun í ágúst Áður en skýrsla júnímánaðar lá fyrir töldu markaðir að um 50 prósent líkur væru á vaxtalækkun í ágúst, en nú eru líkurnar 35 prósent. Er þetta vegna þess að verðbólgan mældist meiri en þeir bjuggust við. Búist var við því að kjarnaverðbólga, sem telur m.a. mat og rafmagn, myndi minnka, en hún hélst í 3,5 prósentum. Verðbólga í þjónustugeiranum hélst í 5,7 prósentum, en búist var við talsverðri hjöðnun þar. Launakostnaður spilar þar stórt hlutverk. Miklar verðhækkanir á hótelgistingu urðu á sama tíma og Taylor Swift fór í tónleikaferðalag um Bretland og hélt þar tíu tónleika. Efnahagsleg umsvif tónleikaferðalagsins voru svo mikil að þau eru talin hafa haft áhrif á verðbólgutölur Bretlands. Taylor Swift er einn vinsælasti tónlistarmaður heims, ef ekki sá allra vinsælasti. Aðdáendahópur hennar kallar sig „Swifties“AP/Ennio Leanza Fimm tónleikar á Wembley „Það er erfitt að fá skýra mynd af því, en það er klárlega mjög líklegt að einhver Taylor Swift áhrif séu hér að verki, og það gæti dregið úr þeim í næsta mánuði,“ sagði Sanjay Raja, aðalhagfræðingur Deutsche bank í Englandi. Hagfræðingar hjá TD Securities sögðu að tónleikaferðalagið hefði sennilega þrýst verðbólgunni aðeins upp, af því að miðarnir væru svo dýrir. Erfiðara væri að fullyrða um það hvort ferðalagið hefði haft áhrif á verðhækkanir í hótelgeiranum. Taylor Swift snýr aftur til Bretlands í ágúst, þar sem hún heldur meðal annars fimm tónleika á Wembley leikvanginum, sem tekur um 90 þúsund manns. Bretland Verðlag Efnahagsmál Hollywood Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Viðskiptablaðið greindi frá þessu og byggði á frétt New York Times. Verðbólgan mældist ennþá 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og helst því enn í verðbólgumarkmiði breska seðlabankans. Ódýr fatnaður í sumarútsölum dró verðbólguna niður, og einnig hægðist á verðhækkunum á matvælum. Gífurlegt stökk í verði hótelherbergja hífði hana upp á móti. Minni líkur á vaxtalækkun í ágúst Áður en skýrsla júnímánaðar lá fyrir töldu markaðir að um 50 prósent líkur væru á vaxtalækkun í ágúst, en nú eru líkurnar 35 prósent. Er þetta vegna þess að verðbólgan mældist meiri en þeir bjuggust við. Búist var við því að kjarnaverðbólga, sem telur m.a. mat og rafmagn, myndi minnka, en hún hélst í 3,5 prósentum. Verðbólga í þjónustugeiranum hélst í 5,7 prósentum, en búist var við talsverðri hjöðnun þar. Launakostnaður spilar þar stórt hlutverk. Miklar verðhækkanir á hótelgistingu urðu á sama tíma og Taylor Swift fór í tónleikaferðalag um Bretland og hélt þar tíu tónleika. Efnahagsleg umsvif tónleikaferðalagsins voru svo mikil að þau eru talin hafa haft áhrif á verðbólgutölur Bretlands. Taylor Swift er einn vinsælasti tónlistarmaður heims, ef ekki sá allra vinsælasti. Aðdáendahópur hennar kallar sig „Swifties“AP/Ennio Leanza Fimm tónleikar á Wembley „Það er erfitt að fá skýra mynd af því, en það er klárlega mjög líklegt að einhver Taylor Swift áhrif séu hér að verki, og það gæti dregið úr þeim í næsta mánuði,“ sagði Sanjay Raja, aðalhagfræðingur Deutsche bank í Englandi. Hagfræðingar hjá TD Securities sögðu að tónleikaferðalagið hefði sennilega þrýst verðbólgunni aðeins upp, af því að miðarnir væru svo dýrir. Erfiðara væri að fullyrða um það hvort ferðalagið hefði haft áhrif á verðhækkanir í hótelgeiranum. Taylor Swift snýr aftur til Bretlands í ágúst, þar sem hún heldur meðal annars fimm tónleika á Wembley leikvanginum, sem tekur um 90 þúsund manns.
Bretland Verðlag Efnahagsmál Hollywood Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira