„Tvö bestu liðin leika til úrslita“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. júlí 2024 22:32 Dani Olmo hefur skorað þrjú mörk á mótinu og berst við Harry Kane um gullkskóinn. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Spænski miðjumaðurinn Dani Olmo segir tvö bestu lið Evrópumótsins leika til úrslita á sunnudaginn þegar Spánn mætir Englandi. Það sé mikilvægt að halda einbeitingu sama hver staðan er því enska liðið getur snúið leikjum við. „Mér finnst tvö bestu liðin leika til úrslita. Þetta er bara eins og alltaf á stórmótum, liðið sem vinnur flesta leiki kemst í úrslit, það breytist ekkert“ sagði Olmo á blaðamannafundi BBC í dag. Spánn er talið sigurstranglegri enda hefur liðið unnið alla sína leiki á mótinu án þess að fara í vítaspyrnukeppni og spilað heilt yfir stórkostlega. „Við þurfum að halda fókus, einbeita okkur að því sem við höfum verið að gera vel og því sem kom okkur hingað. Halda sama dugnaði og gera okkar besta.“ England er þó enginn aukvisi og þrátt fyrir að hafa ekki heillað mannskapinn með leiftrandi léttri spilamennsku á mótinu hefur liðið knúið fram góð úrslit og stigið upp á ögurstundu. „England hefur sýnt það hingað til að þeir geta snúið leikjum við. Þeir lentu undir í undanúrslitum, Bellingham skoraði úr hjólhestaspyrnu á lokamínútunni í 16-liða úrslitum. Þetta er lið sem gefst aldrei upp og við þurfum að mæta með fulla einbeitingu. Skiptir ekki máli hvort við séum yfir eða undir, við verðum að spila okkar leik, hvort sem það verður í 90 eða 120 mínútur.“ Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
„Mér finnst tvö bestu liðin leika til úrslita. Þetta er bara eins og alltaf á stórmótum, liðið sem vinnur flesta leiki kemst í úrslit, það breytist ekkert“ sagði Olmo á blaðamannafundi BBC í dag. Spánn er talið sigurstranglegri enda hefur liðið unnið alla sína leiki á mótinu án þess að fara í vítaspyrnukeppni og spilað heilt yfir stórkostlega. „Við þurfum að halda fókus, einbeita okkur að því sem við höfum verið að gera vel og því sem kom okkur hingað. Halda sama dugnaði og gera okkar besta.“ England er þó enginn aukvisi og þrátt fyrir að hafa ekki heillað mannskapinn með leiftrandi léttri spilamennsku á mótinu hefur liðið knúið fram góð úrslit og stigið upp á ögurstundu. „England hefur sýnt það hingað til að þeir geta snúið leikjum við. Þeir lentu undir í undanúrslitum, Bellingham skoraði úr hjólhestaspyrnu á lokamínútunni í 16-liða úrslitum. Þetta er lið sem gefst aldrei upp og við þurfum að mæta með fulla einbeitingu. Skiptir ekki máli hvort við séum yfir eða undir, við verðum að spila okkar leik, hvort sem það verður í 90 eða 120 mínútur.“
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira