Uppskeruhátíð öldrunarfræða á Norðurlöndum Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar 12. júlí 2024 11:57 27. Norðurlandaráðstefnan um öldrunarfræðum var haldin dagana 12.-14. júní 2024 á Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Yfirskrift ráðstefnunnar var Ageing in a transforming world, sem mætti útleggja sem Að eldast í síbreytilegum heimi. Meginþemu ráðstefnunnar voru heilsufar og vellíðan aldraðra, tækni, nýsköpun, samfélagsleg áhrif og stefnumótun í málefnum sem varða eldra fólk. Hennar hátign Silvía Svíadrottning setti ráðstefnuna við hátíðlega athöfn. Yfirgripsmikil dagskrá var í boði, þar á meðal lykilfyrirlestrar frá alþjóðlegum sérfræðingum á sviði öldrunarfræða, fyrirlestrar um nýjustu rannsóknir, veggspjaldakynningar með leiðsögn og málstofur um afmörkuð efni. Meðal þess sem var til umfjöllunar voru rannsóknir á líkamlegri og andlegri heilsu aldraðra, áhrif lífsstíls og forvarna á heilsufar og nýjar aðferðir við að bæta lífsgæði aldraðra. Sagt var frá rannsóknum á áhrifum öldrunar á samfélög og efnahag, stefnumótun og löggjöf til að mæta þörfum aldraðra, fjölskyldutengslum og félagslegri einangrun. Einnig var lögð áhersla á mikilvægi félagslegra tengsla og stuðnings við aldraða til að bæta lífsgæði þeirra og þeirra nánustu. Velferðartækni var gert hátt undir höfði enda fyrirséð að hana mun þurfa að nýta í auknum mæli til að mæta hækkandi meðalaldri þjóða um allan heim. Sagt var frá notkun nýrrar tækni til að styðja við aldraða heima, snjalllausnum og gervigreind í umönnun ásamt rafrænni heilsufarsskráningu og persónuvernd. Áhersla var lögð á mikilvægi samvinnu milli landa og fagstétta, til að mæta þeim áskorunum sem fylgja öldrun samfélagsins. Bent var á þörfina fyrir aukna fjárfestingu í rannsóknum og þróun, sem og mikilvægi þess að hvetja unga fagaðila og rannsakendur til að sérhæfa sig í öldrun. Meðal þess sem stóð upp úr að mati höfundar voru eftirfarandi atriði (tekið skal fram að listinn er ekki tæmandi og afar erfitt var að velja úr): Aðalfyrirlestur Vania de la Fuente-Núnez sem rannsakar aldursfordóma (e. ageism) og áhrif þeirra á lýðheilsu. Hún hefur verið virkur talsmaður gegn aldursfordómum á alþjóðavettvangi og hefur meðal annars tekið þátt í verkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna tengdum heilsu og öldrun. Í erindi sínu fjallaði hún um hvernig aldursfordómar hafa víðtæk áhrif á hugsanir, tilfinningar og gjörðir bæði hjá einstaklingum og samfélögum í heild, og lýsti þeim sem lýðheilsuvandamáli sem þarf að bregðast við. Marijke Veenstra, rannsóknarprófessor við Heilsuþjónusturannsóknareininguna á Akershus háskólasjúkrahúsinu í Noregi (n. Helse- og tjenesteforskningsavdelingen ved Akershus universitetssykehus), hélt fyrirlestur sem bar titilinn "Tackling social inequalities at older ages – A battle worth fighting?" Í fyrirlestrinum fjallaði Veenstra um hvernig samfélagslegur ójöfnuður hefur áhrif á eldri einstaklinga, jafnvel á Norðurlöndunum þar sem jöfnuður hefur lengi verið lykileinkenni. Hún dró saman nýjustu rannsóknarniðurstöður sem sýna hvernig ójöfnuður birtist á síðari árum og hvaða kerfi hafa áhrif á möguleikann á að eldast vel. Veenstra lagði áherslu á mikilvægi þess að rannsaka og takast á við þessar áskoranir til að tryggja betri lífsgæði fyrir alla eldri borgara. Teppo Kröger, prófessor við Háskólann í Jyväskylä í Finnlandi hlaut Sohlberg-verðlaunin fyrir framúrskarandi framlag sitt til öldrunarfræða. Verðlaunin eru veitt leiðandi rannsakanda í öldrunarfræðum og er viðurkenningin í formi veglegrar peningaupphæðar. Teppo hefur verið frumkvöðull í rannsóknum á öldrun og umönnun, og hann hefur einnig leitt fjölmörg innlend og alþjóðleg rannsóknarverkefni. Rannsóknir hans hafa veitt mikilvæga innsýn í þjónustu við aldraða, þar sem tekið er tillit til allra hagsmunaaðila: viðkvæmra aldraðra, fjölskyldna þeirra og launaðra umönnunaraðila. Við óskum Teppo innilega til hamingju, hann er vel að þessu kominn. Ráðstefnan var vel heppnuð og endurspeglaði fjölbreytileika og grósku í öldrunarrannsóknum um allan heim. Hana sóttu um það bil 900 fagaðilar alls staðar að úr heiminum. Þáttakendur frá Íslandi voru 28 sem verður að teljast nokkuð gott miðað við höfðatölu. Þar á meðal var íslenskt fræðafólk sem kynnti rannsóknir sínar. Norðurlandaráðstefnan í öldrunarfræðum er alla jafna haldin á tveggja ára fresti og stefnir saman leiðandi sérfræðingum á sviði öldrunarfræða til að deila nýjustu rannsóknum og framþróun í greininni. Næsta ráðstefna verður í University of Jyväskylä í Finnlandi 7.-9. júní 2027. Höfundur er félagsráðgjafi, formaður stjórnar Öldrunarfræðafélags Íslands og stjórnarmeðlimur NGF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
27. Norðurlandaráðstefnan um öldrunarfræðum var haldin dagana 12.-14. júní 2024 á Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Yfirskrift ráðstefnunnar var Ageing in a transforming world, sem mætti útleggja sem Að eldast í síbreytilegum heimi. Meginþemu ráðstefnunnar voru heilsufar og vellíðan aldraðra, tækni, nýsköpun, samfélagsleg áhrif og stefnumótun í málefnum sem varða eldra fólk. Hennar hátign Silvía Svíadrottning setti ráðstefnuna við hátíðlega athöfn. Yfirgripsmikil dagskrá var í boði, þar á meðal lykilfyrirlestrar frá alþjóðlegum sérfræðingum á sviði öldrunarfræða, fyrirlestrar um nýjustu rannsóknir, veggspjaldakynningar með leiðsögn og málstofur um afmörkuð efni. Meðal þess sem var til umfjöllunar voru rannsóknir á líkamlegri og andlegri heilsu aldraðra, áhrif lífsstíls og forvarna á heilsufar og nýjar aðferðir við að bæta lífsgæði aldraðra. Sagt var frá rannsóknum á áhrifum öldrunar á samfélög og efnahag, stefnumótun og löggjöf til að mæta þörfum aldraðra, fjölskyldutengslum og félagslegri einangrun. Einnig var lögð áhersla á mikilvægi félagslegra tengsla og stuðnings við aldraða til að bæta lífsgæði þeirra og þeirra nánustu. Velferðartækni var gert hátt undir höfði enda fyrirséð að hana mun þurfa að nýta í auknum mæli til að mæta hækkandi meðalaldri þjóða um allan heim. Sagt var frá notkun nýrrar tækni til að styðja við aldraða heima, snjalllausnum og gervigreind í umönnun ásamt rafrænni heilsufarsskráningu og persónuvernd. Áhersla var lögð á mikilvægi samvinnu milli landa og fagstétta, til að mæta þeim áskorunum sem fylgja öldrun samfélagsins. Bent var á þörfina fyrir aukna fjárfestingu í rannsóknum og þróun, sem og mikilvægi þess að hvetja unga fagaðila og rannsakendur til að sérhæfa sig í öldrun. Meðal þess sem stóð upp úr að mati höfundar voru eftirfarandi atriði (tekið skal fram að listinn er ekki tæmandi og afar erfitt var að velja úr): Aðalfyrirlestur Vania de la Fuente-Núnez sem rannsakar aldursfordóma (e. ageism) og áhrif þeirra á lýðheilsu. Hún hefur verið virkur talsmaður gegn aldursfordómum á alþjóðavettvangi og hefur meðal annars tekið þátt í verkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna tengdum heilsu og öldrun. Í erindi sínu fjallaði hún um hvernig aldursfordómar hafa víðtæk áhrif á hugsanir, tilfinningar og gjörðir bæði hjá einstaklingum og samfélögum í heild, og lýsti þeim sem lýðheilsuvandamáli sem þarf að bregðast við. Marijke Veenstra, rannsóknarprófessor við Heilsuþjónusturannsóknareininguna á Akershus háskólasjúkrahúsinu í Noregi (n. Helse- og tjenesteforskningsavdelingen ved Akershus universitetssykehus), hélt fyrirlestur sem bar titilinn "Tackling social inequalities at older ages – A battle worth fighting?" Í fyrirlestrinum fjallaði Veenstra um hvernig samfélagslegur ójöfnuður hefur áhrif á eldri einstaklinga, jafnvel á Norðurlöndunum þar sem jöfnuður hefur lengi verið lykileinkenni. Hún dró saman nýjustu rannsóknarniðurstöður sem sýna hvernig ójöfnuður birtist á síðari árum og hvaða kerfi hafa áhrif á möguleikann á að eldast vel. Veenstra lagði áherslu á mikilvægi þess að rannsaka og takast á við þessar áskoranir til að tryggja betri lífsgæði fyrir alla eldri borgara. Teppo Kröger, prófessor við Háskólann í Jyväskylä í Finnlandi hlaut Sohlberg-verðlaunin fyrir framúrskarandi framlag sitt til öldrunarfræða. Verðlaunin eru veitt leiðandi rannsakanda í öldrunarfræðum og er viðurkenningin í formi veglegrar peningaupphæðar. Teppo hefur verið frumkvöðull í rannsóknum á öldrun og umönnun, og hann hefur einnig leitt fjölmörg innlend og alþjóðleg rannsóknarverkefni. Rannsóknir hans hafa veitt mikilvæga innsýn í þjónustu við aldraða, þar sem tekið er tillit til allra hagsmunaaðila: viðkvæmra aldraðra, fjölskyldna þeirra og launaðra umönnunaraðila. Við óskum Teppo innilega til hamingju, hann er vel að þessu kominn. Ráðstefnan var vel heppnuð og endurspeglaði fjölbreytileika og grósku í öldrunarrannsóknum um allan heim. Hana sóttu um það bil 900 fagaðilar alls staðar að úr heiminum. Þáttakendur frá Íslandi voru 28 sem verður að teljast nokkuð gott miðað við höfðatölu. Þar á meðal var íslenskt fræðafólk sem kynnti rannsóknir sínar. Norðurlandaráðstefnan í öldrunarfræðum er alla jafna haldin á tveggja ára fresti og stefnir saman leiðandi sérfræðingum á sviði öldrunarfræða til að deila nýjustu rannsóknum og framþróun í greininni. Næsta ráðstefna verður í University of Jyväskylä í Finnlandi 7.-9. júní 2027. Höfundur er félagsráðgjafi, formaður stjórnar Öldrunarfræðafélags Íslands og stjórnarmeðlimur NGF.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar