Uppskeruhátíð öldrunarfræða á Norðurlöndum Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar 12. júlí 2024 11:57 27. Norðurlandaráðstefnan um öldrunarfræðum var haldin dagana 12.-14. júní 2024 á Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Yfirskrift ráðstefnunnar var Ageing in a transforming world, sem mætti útleggja sem Að eldast í síbreytilegum heimi. Meginþemu ráðstefnunnar voru heilsufar og vellíðan aldraðra, tækni, nýsköpun, samfélagsleg áhrif og stefnumótun í málefnum sem varða eldra fólk. Hennar hátign Silvía Svíadrottning setti ráðstefnuna við hátíðlega athöfn. Yfirgripsmikil dagskrá var í boði, þar á meðal lykilfyrirlestrar frá alþjóðlegum sérfræðingum á sviði öldrunarfræða, fyrirlestrar um nýjustu rannsóknir, veggspjaldakynningar með leiðsögn og málstofur um afmörkuð efni. Meðal þess sem var til umfjöllunar voru rannsóknir á líkamlegri og andlegri heilsu aldraðra, áhrif lífsstíls og forvarna á heilsufar og nýjar aðferðir við að bæta lífsgæði aldraðra. Sagt var frá rannsóknum á áhrifum öldrunar á samfélög og efnahag, stefnumótun og löggjöf til að mæta þörfum aldraðra, fjölskyldutengslum og félagslegri einangrun. Einnig var lögð áhersla á mikilvægi félagslegra tengsla og stuðnings við aldraða til að bæta lífsgæði þeirra og þeirra nánustu. Velferðartækni var gert hátt undir höfði enda fyrirséð að hana mun þurfa að nýta í auknum mæli til að mæta hækkandi meðalaldri þjóða um allan heim. Sagt var frá notkun nýrrar tækni til að styðja við aldraða heima, snjalllausnum og gervigreind í umönnun ásamt rafrænni heilsufarsskráningu og persónuvernd. Áhersla var lögð á mikilvægi samvinnu milli landa og fagstétta, til að mæta þeim áskorunum sem fylgja öldrun samfélagsins. Bent var á þörfina fyrir aukna fjárfestingu í rannsóknum og þróun, sem og mikilvægi þess að hvetja unga fagaðila og rannsakendur til að sérhæfa sig í öldrun. Meðal þess sem stóð upp úr að mati höfundar voru eftirfarandi atriði (tekið skal fram að listinn er ekki tæmandi og afar erfitt var að velja úr): Aðalfyrirlestur Vania de la Fuente-Núnez sem rannsakar aldursfordóma (e. ageism) og áhrif þeirra á lýðheilsu. Hún hefur verið virkur talsmaður gegn aldursfordómum á alþjóðavettvangi og hefur meðal annars tekið þátt í verkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna tengdum heilsu og öldrun. Í erindi sínu fjallaði hún um hvernig aldursfordómar hafa víðtæk áhrif á hugsanir, tilfinningar og gjörðir bæði hjá einstaklingum og samfélögum í heild, og lýsti þeim sem lýðheilsuvandamáli sem þarf að bregðast við. Marijke Veenstra, rannsóknarprófessor við Heilsuþjónusturannsóknareininguna á Akershus háskólasjúkrahúsinu í Noregi (n. Helse- og tjenesteforskningsavdelingen ved Akershus universitetssykehus), hélt fyrirlestur sem bar titilinn "Tackling social inequalities at older ages – A battle worth fighting?" Í fyrirlestrinum fjallaði Veenstra um hvernig samfélagslegur ójöfnuður hefur áhrif á eldri einstaklinga, jafnvel á Norðurlöndunum þar sem jöfnuður hefur lengi verið lykileinkenni. Hún dró saman nýjustu rannsóknarniðurstöður sem sýna hvernig ójöfnuður birtist á síðari árum og hvaða kerfi hafa áhrif á möguleikann á að eldast vel. Veenstra lagði áherslu á mikilvægi þess að rannsaka og takast á við þessar áskoranir til að tryggja betri lífsgæði fyrir alla eldri borgara. Teppo Kröger, prófessor við Háskólann í Jyväskylä í Finnlandi hlaut Sohlberg-verðlaunin fyrir framúrskarandi framlag sitt til öldrunarfræða. Verðlaunin eru veitt leiðandi rannsakanda í öldrunarfræðum og er viðurkenningin í formi veglegrar peningaupphæðar. Teppo hefur verið frumkvöðull í rannsóknum á öldrun og umönnun, og hann hefur einnig leitt fjölmörg innlend og alþjóðleg rannsóknarverkefni. Rannsóknir hans hafa veitt mikilvæga innsýn í þjónustu við aldraða, þar sem tekið er tillit til allra hagsmunaaðila: viðkvæmra aldraðra, fjölskyldna þeirra og launaðra umönnunaraðila. Við óskum Teppo innilega til hamingju, hann er vel að þessu kominn. Ráðstefnan var vel heppnuð og endurspeglaði fjölbreytileika og grósku í öldrunarrannsóknum um allan heim. Hana sóttu um það bil 900 fagaðilar alls staðar að úr heiminum. Þáttakendur frá Íslandi voru 28 sem verður að teljast nokkuð gott miðað við höfðatölu. Þar á meðal var íslenskt fræðafólk sem kynnti rannsóknir sínar. Norðurlandaráðstefnan í öldrunarfræðum er alla jafna haldin á tveggja ára fresti og stefnir saman leiðandi sérfræðingum á sviði öldrunarfræða til að deila nýjustu rannsóknum og framþróun í greininni. Næsta ráðstefna verður í University of Jyväskylä í Finnlandi 7.-9. júní 2027. Höfundur er félagsráðgjafi, formaður stjórnar Öldrunarfræðafélags Íslands og stjórnarmeðlimur NGF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
27. Norðurlandaráðstefnan um öldrunarfræðum var haldin dagana 12.-14. júní 2024 á Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Yfirskrift ráðstefnunnar var Ageing in a transforming world, sem mætti útleggja sem Að eldast í síbreytilegum heimi. Meginþemu ráðstefnunnar voru heilsufar og vellíðan aldraðra, tækni, nýsköpun, samfélagsleg áhrif og stefnumótun í málefnum sem varða eldra fólk. Hennar hátign Silvía Svíadrottning setti ráðstefnuna við hátíðlega athöfn. Yfirgripsmikil dagskrá var í boði, þar á meðal lykilfyrirlestrar frá alþjóðlegum sérfræðingum á sviði öldrunarfræða, fyrirlestrar um nýjustu rannsóknir, veggspjaldakynningar með leiðsögn og málstofur um afmörkuð efni. Meðal þess sem var til umfjöllunar voru rannsóknir á líkamlegri og andlegri heilsu aldraðra, áhrif lífsstíls og forvarna á heilsufar og nýjar aðferðir við að bæta lífsgæði aldraðra. Sagt var frá rannsóknum á áhrifum öldrunar á samfélög og efnahag, stefnumótun og löggjöf til að mæta þörfum aldraðra, fjölskyldutengslum og félagslegri einangrun. Einnig var lögð áhersla á mikilvægi félagslegra tengsla og stuðnings við aldraða til að bæta lífsgæði þeirra og þeirra nánustu. Velferðartækni var gert hátt undir höfði enda fyrirséð að hana mun þurfa að nýta í auknum mæli til að mæta hækkandi meðalaldri þjóða um allan heim. Sagt var frá notkun nýrrar tækni til að styðja við aldraða heima, snjalllausnum og gervigreind í umönnun ásamt rafrænni heilsufarsskráningu og persónuvernd. Áhersla var lögð á mikilvægi samvinnu milli landa og fagstétta, til að mæta þeim áskorunum sem fylgja öldrun samfélagsins. Bent var á þörfina fyrir aukna fjárfestingu í rannsóknum og þróun, sem og mikilvægi þess að hvetja unga fagaðila og rannsakendur til að sérhæfa sig í öldrun. Meðal þess sem stóð upp úr að mati höfundar voru eftirfarandi atriði (tekið skal fram að listinn er ekki tæmandi og afar erfitt var að velja úr): Aðalfyrirlestur Vania de la Fuente-Núnez sem rannsakar aldursfordóma (e. ageism) og áhrif þeirra á lýðheilsu. Hún hefur verið virkur talsmaður gegn aldursfordómum á alþjóðavettvangi og hefur meðal annars tekið þátt í verkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna tengdum heilsu og öldrun. Í erindi sínu fjallaði hún um hvernig aldursfordómar hafa víðtæk áhrif á hugsanir, tilfinningar og gjörðir bæði hjá einstaklingum og samfélögum í heild, og lýsti þeim sem lýðheilsuvandamáli sem þarf að bregðast við. Marijke Veenstra, rannsóknarprófessor við Heilsuþjónusturannsóknareininguna á Akershus háskólasjúkrahúsinu í Noregi (n. Helse- og tjenesteforskningsavdelingen ved Akershus universitetssykehus), hélt fyrirlestur sem bar titilinn "Tackling social inequalities at older ages – A battle worth fighting?" Í fyrirlestrinum fjallaði Veenstra um hvernig samfélagslegur ójöfnuður hefur áhrif á eldri einstaklinga, jafnvel á Norðurlöndunum þar sem jöfnuður hefur lengi verið lykileinkenni. Hún dró saman nýjustu rannsóknarniðurstöður sem sýna hvernig ójöfnuður birtist á síðari árum og hvaða kerfi hafa áhrif á möguleikann á að eldast vel. Veenstra lagði áherslu á mikilvægi þess að rannsaka og takast á við þessar áskoranir til að tryggja betri lífsgæði fyrir alla eldri borgara. Teppo Kröger, prófessor við Háskólann í Jyväskylä í Finnlandi hlaut Sohlberg-verðlaunin fyrir framúrskarandi framlag sitt til öldrunarfræða. Verðlaunin eru veitt leiðandi rannsakanda í öldrunarfræðum og er viðurkenningin í formi veglegrar peningaupphæðar. Teppo hefur verið frumkvöðull í rannsóknum á öldrun og umönnun, og hann hefur einnig leitt fjölmörg innlend og alþjóðleg rannsóknarverkefni. Rannsóknir hans hafa veitt mikilvæga innsýn í þjónustu við aldraða, þar sem tekið er tillit til allra hagsmunaaðila: viðkvæmra aldraðra, fjölskyldna þeirra og launaðra umönnunaraðila. Við óskum Teppo innilega til hamingju, hann er vel að þessu kominn. Ráðstefnan var vel heppnuð og endurspeglaði fjölbreytileika og grósku í öldrunarrannsóknum um allan heim. Hana sóttu um það bil 900 fagaðilar alls staðar að úr heiminum. Þáttakendur frá Íslandi voru 28 sem verður að teljast nokkuð gott miðað við höfðatölu. Þar á meðal var íslenskt fræðafólk sem kynnti rannsóknir sínar. Norðurlandaráðstefnan í öldrunarfræðum er alla jafna haldin á tveggja ára fresti og stefnir saman leiðandi sérfræðingum á sviði öldrunarfræða til að deila nýjustu rannsóknum og framþróun í greininni. Næsta ráðstefna verður í University of Jyväskylä í Finnlandi 7.-9. júní 2027. Höfundur er félagsráðgjafi, formaður stjórnar Öldrunarfræðafélags Íslands og stjórnarmeðlimur NGF.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar